Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 38
Brynju ís með pipardufti Rjómaís í brauðformi og piparduft er frekar óvenju- leg blanda, en bragðið kemur verulega á óvart. Ísinn er sá besti í bænum og piparduftið er eitthvað sem allir sem eiga leið um Akureyri, ættu að prófa. Hamborgarabúllunni. Hamborgarnir hjá Búllunni eru alltaf jafn góðir, hvort sem það er í Reykjavík, Egilsstöðum eða Akureyri. Hamborgarabúllan er í fallegu húsi á besta stað og stemmingin er ósvikin. Ókeypis strætóferðir Það er frábært framtak hjá Akureyringum að hafa almenningssamgöngur ókeypis og mættu fleiri stór bæjarfélög taka það til fyrirmyndar. Það er mjög þægilegt að geta hoppað upp í næsta strætisvagn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að vera með nægilega mikið af smápeningum. Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur eru vænlegasta leiðin til þess að draga úr notkun einkabíla. Skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli Aðstaðan í Hlíðarfjalli er frábær. Með tilkomu skíða- lyftunar Fjarkans, hefur biðröðum að mestu verið útrýmt í fjallinu og snjóframleiðslukerfið hefur gert það að verkum að svæðið hefur verið opið í rúm- lega hundrað daga í vetur. Kaffi Karólínu Kaffi Karólína er þægilegt og vinalegt kaffi- hús í Gjánni, á besta stað í bænum. Á daginn og snemma kvölds er andrúmsloftið rólegt, en um helgar breytist staðurinn í skemmtistað þar sem fólk af yngri kynslóðinni kemur saman. Við mælum með MiðviKudAGuR 4. ApRÍl 200738 Akureyri DV Skíðaveturinn á Akureyri hefur verið góður, líkt og sá síðasti. Á sama tíma hefur aðeins verið opið fáeina daga í Bláfjöllum og Skálafelli. Opn- unardagarnir eru komnir yfir hundr- að í Hlíðarfjalli í vetur. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíða- svæðisins segir tilkomu snjófram- leiðslukerfisins í fjallinu hafa skipt sköpum. „Þetta hefur í rauninni gert síðustu tvo vetur að því sem þeir hafa verið, ef ekki hefði verið fyrir kerfið hefði örugglega verið opið sárafáa daga, snjóalögin hafa verið léleg,“ segir hann. Kerfið hefur verið mikil vítamíns- sprauta fyrir starfssemina í fjallinu og nú um helgina fékk snjóbrettagarð- urinn í fjallinu rækilega yfirhalningu þegar átta ný „rail,“ eða handriði voru tekin í notkun í brekkunni. „Við búum til „half pipe“ og svo erum við með nokkra góða stökkpalla, þannig að við erum að búa til einn alvöru stóran brettagarð.“ „Við opnuðum 17 nóvember og það er búið að vera opið síðan, við stefnum á að hafa opið fram í maí,“ segir hann. Snjóframleiðslukerfið í Hlíðarfjalli kostar jafn mikið í rekstri og stólalyftan og kemur félagið Vinir Akureyrar að rekstri þess. „Skíðasvæðið er mjög mikilvægt fyrir ferðamannaiðnaðinn hérna í bænum. Áttatíu og fimm prósent þeirra sem kaupa lyftumiða í lúg- unni eru ferðamenn. Fólk er í aukn- um mæli að koma í helgarferðir til Akureyrar, fer á skíði og í leikhús.“ Guðmundur gerir ráð fyrir góðri páskahelgi. „Ég á von á fjölda fólks, en með tilkomu nýju stólalyftunnar árið 2002 eru biðraðir ekki næstum því eins miklar og þær voru áður. Á þeim tíma var fólk að bíða í allt upp í klukkutíma í röð eftir lyftu, nú bíður fólk í mesta lagi í korter.“ Um þessar mundir er verið að skoða möguleika á nýjum skíða- lyftum í fjallið. „Við viljum stækka skíðasvæðið út fyrir þær lyftur sem fyrir eru í brekkunum og auka með því fjölbreytileikann. Margir vilja renna sér utan skíðaleiðar og í brattari brekkum. Í Strýtunni er ekki skemmtileg toglyfta og við vilj- um endilega reyna að gera eitthvað í þeim málum,“ segir hann. Kláf- ferja er sömuleiðis inni í framtíðar- skipulagi fjallsins. Í slíkum lyftum taka gestir af sér skíðin og fara upp brekkuna í lokuðum vagni. „Snjó- framleiðslan hefur gert okkur þetta kleift,“ segir hann, en vill ekki spá fyrir um hvenær lyfturnar gætu ver- ið komnar í gagnið. „Það eru áfram- haldandi pælingar í gangi, hugsan- lega getum við farið að skoða þetta að tveimur til þremur árum liðn- um.“ Snjóframleiðslukerfið í Hlíðarfjalli hefur skipt sköpum í vetur. Tilkoma kerfisins hefur blásið miklu lífi í brekkurnar og segir Guðmundur Karl Jónsson að margt sé áformað í framtíðinni. Um síðustu helgi fékk brettagarðurinn í fjallinu góða viðbót. Betri brettagarður í Hlíðartfjalli Fjölmenni á skíðum Skíðasvæði Akureyringa hefur löngum verið vinsælt til dægradvalar. Í skíða- lyftunum Heilu fjölskyldurnar brugðu sér á skíði um helgina. um páskahelgina verður opið í sundlauginni á Akureyri frá 9 til 19 alla daga og skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opið frá 9 til 17 alla helgina. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli og stefnir í að svæðið verði opið um helgina. www.akureyrarkirkja.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.