Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 78
miðvikudagur 4. apríl 200778 Síðast en ekki síst DV veðrið ritstjorn@dv.is fIMMTudagurMIÐVIKudagur Sandkorn Pistlahöfundum sagt upp Nú um mánaðamótin fengu nokkrir af föstum dálkahöfund- um Fréttablaðsins uppsagnar- bréf. Þeirra á meðal eru Ólaf- ur Hannibalsson og Valgerður Bjarnadóttir. Skýring uppsagn- anna er sögð sú að blaðið vilji hafa meiri fjölbreytileika. Mynd- ast nú pláss á síðum Fréttablaðs- ins fyrir skrif pólitíkusa, enda ekki nema rétt rúmur mánuður til kosninga og ekki seinna að vænna fyrir menn að stinga niður penna. Sigurður Tómas í nýtt starf Bogi Nilssonríkissaksóknari lætur af störfum í sumar. Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagðist Bogi ekki vilja hafa uppi getgátur um hver yrði hans eftirmaður, en staðan verð- ur auglýst og dómsmála- ráðherra mun skipa nýjan saksóknara.En eins og oft áður þegar um op- inberar stöður er að ræða hefur nýr ríkissaksóknari þegar verið valinn.Leitin að eftirmanni Boga mun víst hvorki hafa staðið lengi né verið erfið. Sigurður Tómas Magnússonsettur ríkssaksóknari í Baugsmálinu mun ekki verða hissa þegar hann fær tilkynningu um að hann fái djobbið... Mugison til Súðavíkur Tónlistarmaðurinn Mugison flutti nýverið til Súðavíkur. Nánar til- tekið í byrjun mars. Hann hafði sótt um að kaupa gömlu slökkvistöðina í Hnífsdal sem er skammt frá Ísa- firði. Þar hugð- ist hann reisa stúdíó og sinna tónlist sinni. Það fór út um þúfur en ástæðan mun vera sú að maður sem hafði stefnt Ísafjarð- arbæ bauðst til þess að láta af stefnuninni ef bærinn léti hann fá stöðina gömlu. Maðurinn höfðaði málið vegna þess að Ísa- fjarðarbær reif bílskúr í hans eigu fyrir misgáning. Mugison hyggst samkvæmt heimildum innrétta bílskúr í staðinn sem tónlistar- aðstöðu. Plokkfiskur og faðmlag Og meira af Ísafirði því hátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin um páskahelgina. Allir þeir lista- menn sem fram koma munu gefa sitt framlag til hátíðarinnar. Það hefur gefist vel að sögn kunnugra en babb kom í bátinn um daginn. Þá forfallaðist hljóðmaður sem hefur hingað til séð um hátíð- ina. Þetta kom staðarhöldurum í opna skjöldu og leita þeir nú ljósum logum að arftaka hljóð- mannsins góða. Þeir bjóða engin laun frekar en fyrr, aftur á móti vilja þeir koma til móts við þann sem hugsanlega býður sig fram og bjóða honum plokkfisk og faðmlög fyrir vinnuframlagið. Tengsl Lindu Pétursdóttur að hafa verið kjörin ungfrú heimur Linda á það sameiginlegt með Margréti J. Pálmadóttur, söngkonu og kórstjóra, að hafa búið á Húsavík. Margrét á það sameiginlegt með agli Ólafssyni tónlistarmanni að hafa átt stóran þátt í uppfærslunni á Eva Luna. Egill á það sameiginlegt með Jakobi frímanni Magnússyni að vera í Stuðmönn- um Jakob frímann á það sameiginlegt með Kristni H. gunnarssyni að hafa skipt um flokk. Kristinn á það sameiginlegt með Ellert B. Schram að eiga maka sem er hjúkrunarfræðingur. Ellert á það sameiginlegt með Páli Óskari Hjálmtýssyni, söngvara að búa við Sörlaskjól. Páll Óskar á það sameiginlegt með Skildi Eyfjörð að hafa verið dragdrottning. Skjöldur Eyfjörð á það sameigin- legt með unni Birnu Vilhjálms- dóttur að hafa verið valinn drottning númer eitt. ...unnur Birna Vilhjálmsdóttir á það sameiginlegt með Drengjakórinn starfar í Hall- grímskirkju og syngur þar í messu einu sinni í mánuði. Einkunnarorð kórsins eru: ,,Syngja eins og engl- ar, hegða sér eins og herrar og leika sér eins og strákar.“ Friðrik segir þau lýsandi fyrir hið mikla uppeldislega gildi kórstarfsins, en það kenni strák- unum að vinna saman og taka tillit til annarra. ,,Einhvern veginn tekst okkur að halda uppi aga þótt strákarnir komi beint úr skólanum og séu stundum frekar hátt stemmdir. Við reynum að hafa mikinn aga, við gerum þær kröf- ur að allir séu kurteisir, komi fallega fram og sitji og standi beinir í baki. Það er ólíkt því sem gerist í dag þegar krakkar fá að valsa um og eru svolítið ráðríkir. Ég þarf að glíma við að snúa þessu við áður en æfingarnar hefjast. Strákarnir taka aganum vel því þeir finna hvað allt gengur betur þeg- ar allir eru stilltir og prúðir. Margir þeirra fá aukinn áhuga á tónlist og fara í alls kyns tónlistarnám. Þetta spilar allt saman. Yfirleitt helst það í hendur að þeir sem eru duglegir í tónlistarnámi eru duglegir að læra því þeir hafa tamið sér öguð vinnu- brögð. Fyrir tveimur árum var stofn- uð undirbúningsdeild fyrir 6 til 8 ára stráka og um þessar mundir eru sjö strákar í þeim hópi. Þeir fengu að koma fram með kórnum um jólin og gera það aftur í maí. Einnig fá þeir að taka þátt í tónleikunum okkar í vor ef þeir standa sig vel.“ Það komast ekki allir í kórinn því allir þurfa að taka inntökupróf þar sem röddin er prófuð og látið reyna á tónheyrnina. Verkefni kórsins eru þess eðlis að gera þarf vissar kröfur til strákanna. ,,Kórinn syngur í þriggja radda útsetningum og stundum fjögurra og kemur fram jafnt utan sem inn- an kirkjunnar. Við komum fram við ýmis tækifæri, ráðstefnum og hátíð- um og strákarnir eru mjög spenntir þegar þeir fá að syngja fyrir forset- ann og erlenda gesti. Annað hvert ár förum við í söngferðalag til útlanda og hitt árið höldum við tónleika hér heima. Þetta er góður kór sem er að gera góða hluti. Nú erum við að taka upp disk sem kemur út um næstu jól. Á honum er blanda af andlegri og veraldlegri tónlist og strákarnir syngja á latínu, frönsku, þýsku og ís- lensku. Við erum einnig að undirbúa ferð til Barselóna á næsta ári. Það verður spennandi að heyra hvern- ig diskurinn heppnast og einnig eru vortónleikarnir tilhlökkunarefni. Ég skora á fólk að fylgjast með þessum duglegu strákum.“ Friðrik er einnig stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur og hefur ver- ið það í 17 ár. Aðspurður hvort það sé mikill munur á því að stjórna „gömlu körlunum“ og strákunum segir hann lítinn mun þar á. „Málið er það að í Karlakórn- um eru strákar sem voru áður í barnakórnum. Það finnst mér mjög skemmtilegt. Í Karlakórnum eru ungir menn í meirihluta, marg- ir þeirra á aldrinum 20 til 25 ára. Það hefur orðið mikil endurnýj- un í kórnum og það er af sem áður var þegar kórfélagar voru yfirleitt af eldri kynslóðinni. Ungum mönnum í dag þykir upphefð að því að syngja í karlakór.“ Tvisvar í viku safnast 40 strákar á aldrinum 8 til 13 ára saman í Hallgrímskirkju, stilla sér upp eins og litlir englar og hefja upp raust sína. friðrik S. Kristinsson, stjórnandi Drengjakórs Reykjavíkur, segir marga tónlistarmenn framtíðarinnar leynast í hópnum og það sé lítið mál að halda uppi aga í þessum hressa hópi. ENGLAR, HERRAMENN OG HRESSIR STRÁKAR Í SÁTT OG SAMLYNDI drengjakór reykjavíkur ,,Þetta er góður kór sem er að gera góða hluti.“ friðrik S. Kristinsson kórstjóri ,„við komum fram við ýmis tækifæri, á ráðstefnum og fleira og strákarnir eru mjög spenntir þegar þeir fá að syngja fyrir forsetann og erlenda gesti.“ 4 44 8 7 12 8 7 10 79 12 6 4 7 4 6 7 9 7 1 1 -1 0 -2 -3 14 0 43 11 3 1 1 4 55 4 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.