Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 58
miðvikudagur 4. apríl 200758 Páskablaðið DV Á föstunni er tilvalið að gæða sér á góðum fiskrétti og í síðustu viku skoraði Guðný Aradóttir einkaþjálf- ari og stafgönguleiðbeinandi á kol- lega sinn, Dísu í World Class. Guð- ný óskaði sérstaklega eftir uppskrift að hollustudrykk. Dísa, Hafdís Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Lauga, brást vel við og sendi okkur þessar dýrindis uppskriftir. Hér kemur einn góður fiskréttur. Ofnbakaður karrýfiskur l 600 - 700 g ýsa eða annar fiskur l Einn og hálfur til tveir bollar soðin hrísgrjón l paprika, brokkolí, laukur og fleira grænmeti eftir smekk l 3-4 tómatar l 1 dl karrýsósa l 1,5 dl mjólk Hitið ofninn í 200°C. Setjið soðin hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, grænmetið þar ofan á fyrir utan tóm- atana, síðan fiskinn og dreifið kar- rýsósunni ofan á fiskinn. Loks eru tómatarnir settir ofan á og mjólkinni hellt yfir. Bakað í um það bil 20-25 mínútur. Gulróta OG epladrykkur með enGifer Ljúffeng safablanda sem veitir orku og er frábær fjölvítamíngjafi. l 2 epli l 1 stór gulrót l 1 cm engiferbiti l allt sett í gegnum safapressuna og hvers dropa notið vel Engiferkalkúnn með krydd- jógúrtsósu Undirbúningur 20 mínút- ur + kæling, matreiðslutími 25 mínútur 450 gr beinlaust kalkúnakjöt, skorið í bita (fjarlægið skinnið) 1½ dl hreint jógúrt 2 msk. tómatmauk 1 msk. paprika 25 gr engiferrót, söxuð 1 hvítlauksrif, marið 1 tsk. kúmen, malað ½ tsk. kardimommufræ - möluð 1 msk. jurtaolía 2 laukar, sneiddir 1 rauð paprika, skorin til helminga, fræin fjarlægð og hún skorin í sneiðar 100 gr okra (grænir fræbelgir) Setjið kalkúninn í skál, blandið jógúrtinni, tómatmaukinu, paprikunni, engiferinu, hvítlauknum, kúmeninu og kardimommunum saman og hellið yfir kalkúninn. Blandið saman og látið í kæliskápinn, breiðið yfir og látið marinerast í 3-4 klukkustundir. Setjið olíu á pönnu, bætið lauknum saman við og sjóðið þar til laukurinn verður mjúkur. Hrærið papriku og okra saman við og sjóðið í 2-3 mín. Hrærið kjötinu varlega saman við og steikið í 4-5 mínútur hrærið varlega 1½ dl af vatni saman við og látið suðuna koma upp. Setjið lok á og látið krauma í 10-15 mínútur. Berið fram með kókosmjöli stráðu yfir. gott er að bera fram hrísgrjón með réttinum. brudkaup.is U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Heppilegur sessunautur kínverskur viðskiptajöfur missti sig alveg í vínbúð í fríhöfninni á Charles de gaulle-flugvellinum í parís. meðal þess sem hann keypti var koníak frá árinu 1806, flaska af armaníaki árgerð 1900 og Château mouton-rothschild frá árinu 1945. venjulega eru slík verðmæti ekki í hillum fríhafnarinnar en starfsfólkið fær pantanir frá kínverjanum áður en hann fer í flug. Ef heppnin er með okkur gætum við lent við hliðina á honum í flugi milli Frakklands og kína og hver veit nema hann bjóði okkur að dreypa á einhverjum fjársjóðnum. Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Matgæðingurinn grænn hollustudrykkur Dísa skorar á tengdamóður sína, Grétu, að vera næsti matgæð- ingur DV: „Gréta er mikill matgæðing- ur og hún býr til bestu kjötsúpu í heimi!“ segir Hafdís Jónsdóttir, Dísa í í World Class - Laugum. Full búð af flottum vor- og sumarvörum Nærföt, sundföt, sokkabuxur, barnaföt og margt fleira. Verið hjartanlega velkomin Skál fyrir góðri helgi Þurru góðu freyðivíni, t.d. prosecco, er hellt í hátt kampavínsglas. Hellið smávegis af kirsuberja- líkjör þar út í (t.d. kirsberry),eða kirsuberja- sírópi. Skellið heilu kirsuberi út í hvert glas og skálið fyrir páskafríinu, lífinu og tilverunni. Ofnbakaður fiskur og dýrindis hollustudrykkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.