Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Page 58
miðvikudagur 4. apríl 200758 Páskablaðið DV Á föstunni er tilvalið að gæða sér á góðum fiskrétti og í síðustu viku skoraði Guðný Aradóttir einkaþjálf- ari og stafgönguleiðbeinandi á kol- lega sinn, Dísu í World Class. Guð- ný óskaði sérstaklega eftir uppskrift að hollustudrykk. Dísa, Hafdís Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Lauga, brást vel við og sendi okkur þessar dýrindis uppskriftir. Hér kemur einn góður fiskréttur. Ofnbakaður karrýfiskur l 600 - 700 g ýsa eða annar fiskur l Einn og hálfur til tveir bollar soðin hrísgrjón l paprika, brokkolí, laukur og fleira grænmeti eftir smekk l 3-4 tómatar l 1 dl karrýsósa l 1,5 dl mjólk Hitið ofninn í 200°C. Setjið soðin hrísgrjónin í botninn á eldföstu móti, grænmetið þar ofan á fyrir utan tóm- atana, síðan fiskinn og dreifið kar- rýsósunni ofan á fiskinn. Loks eru tómatarnir settir ofan á og mjólkinni hellt yfir. Bakað í um það bil 20-25 mínútur. Gulróta OG epladrykkur með enGifer Ljúffeng safablanda sem veitir orku og er frábær fjölvítamíngjafi. l 2 epli l 1 stór gulrót l 1 cm engiferbiti l allt sett í gegnum safapressuna og hvers dropa notið vel Engiferkalkúnn með krydd- jógúrtsósu Undirbúningur 20 mínút- ur + kæling, matreiðslutími 25 mínútur 450 gr beinlaust kalkúnakjöt, skorið í bita (fjarlægið skinnið) 1½ dl hreint jógúrt 2 msk. tómatmauk 1 msk. paprika 25 gr engiferrót, söxuð 1 hvítlauksrif, marið 1 tsk. kúmen, malað ½ tsk. kardimommufræ - möluð 1 msk. jurtaolía 2 laukar, sneiddir 1 rauð paprika, skorin til helminga, fræin fjarlægð og hún skorin í sneiðar 100 gr okra (grænir fræbelgir) Setjið kalkúninn í skál, blandið jógúrtinni, tómatmaukinu, paprikunni, engiferinu, hvítlauknum, kúmeninu og kardimommunum saman og hellið yfir kalkúninn. Blandið saman og látið í kæliskápinn, breiðið yfir og látið marinerast í 3-4 klukkustundir. Setjið olíu á pönnu, bætið lauknum saman við og sjóðið þar til laukurinn verður mjúkur. Hrærið papriku og okra saman við og sjóðið í 2-3 mín. Hrærið kjötinu varlega saman við og steikið í 4-5 mínútur hrærið varlega 1½ dl af vatni saman við og látið suðuna koma upp. Setjið lok á og látið krauma í 10-15 mínútur. Berið fram með kókosmjöli stráðu yfir. gott er að bera fram hrísgrjón með réttinum. brudkaup.is U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s &Matur vín Heppilegur sessunautur kínverskur viðskiptajöfur missti sig alveg í vínbúð í fríhöfninni á Charles de gaulle-flugvellinum í parís. meðal þess sem hann keypti var koníak frá árinu 1806, flaska af armaníaki árgerð 1900 og Château mouton-rothschild frá árinu 1945. venjulega eru slík verðmæti ekki í hillum fríhafnarinnar en starfsfólkið fær pantanir frá kínverjanum áður en hann fer í flug. Ef heppnin er með okkur gætum við lent við hliðina á honum í flugi milli Frakklands og kína og hver veit nema hann bjóði okkur að dreypa á einhverjum fjársjóðnum. Hafdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Lauga Matgæðingurinn grænn hollustudrykkur Dísa skorar á tengdamóður sína, Grétu, að vera næsti matgæð- ingur DV: „Gréta er mikill matgæðing- ur og hún býr til bestu kjötsúpu í heimi!“ segir Hafdís Jónsdóttir, Dísa í í World Class - Laugum. Full búð af flottum vor- og sumarvörum Nærföt, sundföt, sokkabuxur, barnaföt og margt fleira. Verið hjartanlega velkomin Skál fyrir góðri helgi Þurru góðu freyðivíni, t.d. prosecco, er hellt í hátt kampavínsglas. Hellið smávegis af kirsuberja- líkjör þar út í (t.d. kirsberry),eða kirsuberja- sírópi. Skellið heilu kirsuberi út í hvert glas og skálið fyrir páskafríinu, lífinu og tilverunni. Ofnbakaður fiskur og dýrindis hollustudrykkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.