Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 49
DV Sport miðvikudagur 4. apríl 2007 49 þeir áttu að vera í líkamlegri upp- bygginu. „Stefán Arnarsson, sem var landsliðsþjálfari á þeim tíma, kvart- aði yfir formi leikmanna í deildinni. Ég spyr hvar voru leikmennirnir þeg- ar þeir áttu að vera í þessari líkam- legu uppbygginu? Þeir voru einmitt í landsliðsverkefnum á þeim tíma- bilum og það er það sem ég er að gagnrýna. Við þurfum að fá tíma til að byggja upp okkar leikmenn svo þeir nýtist landsliðunum betur þegar á þarf að halda,“ sagði Aðalsteinn og er mikið í mun að koma því á fram- færi að hann hafi ekkert persónulega á móti núverandi landsliðsþjálfara. Margt gott í íslenskum handknattleik „Við Íslendingar erum frábært keppnisfólk. Við hefjum keppni strax ung að árum og lærum fljótt að til- einka okkur klókindi inni á vellinum. Það þekkist sjálfsagt á fáum stöðum að börn æfi skipulagða íþróttagrein þrisvar til fimm sinnum í viku. Þetta veitir okkur ákveðið forskot á önnur lönd til að byrja með og veitir okkur ákveðið sjálfstraust. Við höfum séð yngri lið okkar ná frábærum árangri í gegnum tíðina. Vandinn eykst hins vegar þegar við eldumst. Þá erum við að tapa gegn sömu þjóðum og við unnum áður, þar sem þau hafa þá náð meiri lík- amlegum styrk. Þau eiga auðveldara með að brjóta sóknarleik okkar nið- ur og vinna okkur maður á mann lík- amlega,“ sagði Aðalsteinn. Hann tel- ur að með aukinni nýtingu á þeirri frábæru þekkingu sem til er innan íslensks íþróttalífs, sé hægt að bæta líkamlega þáttinn til mikilla muna og nýta sér enn betur þá kosti sem við búum yfir. „Það er allt fullt af þekkingu í kringum okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið aftur og aftur. Við höfum Akademíuna í Reykjanesbæ og Kennararháskólann á Laugar- vatni. Þar býr mikil þekking sem okk- ur stendur til boða að nýta okkur. Ég tel að við ættum að stunda líkamleg- ar prófanir í ríkari mæli og nýta okk- ur þessi próf til að auka markvissa vinnu með leikmenn líkamlega. Ragnar hefur aldeilis opnað augu mín fyrir þessari markvissu langtíma vinnu sem skilar svo miklum árangri til lengri tíma. Við erum algjörir kerf- asnillingar og stöndum öðrum þjóð- um framar þegar kemur að skipu- lagningu innan vallar. Þetta hefur fleytt okkur langt í gegnum tíðina og skilað okkur góðum árangri. Árangri sem gæti orðið betri og stöðugri en við eigum að venjast, ef við bætum líkamlega þætti okkar í íþróttinni.“ Kornabarn í stúkunni Þegar Aðalsteinn er spurður út í handknattleiksiðkun sína og hvern- ig hans þjálfaraferill hófst, gerir hann sem minnst út á sinn feril sem leik- manns. „Ég var bara þokkalegur yngri flokka spilari, ekkert frábær og ekki lélegur. Ég smitaðist mjög fljótt af handboltaáhuga enda gat ég ekki annað. Ég var kominn í stúkuna sem kornabarn þegar faðir minn var að spila og vandist því fljótt að flækjast á milli húsa að fylgjast með honum,“ sagði Aðalsteinn en þess má geta að faðir hans, Eyjólfur Bragason, er mar- greyndur handboltakappi og þjálfari til margra ára. „Ég þekki lítið annað en lífið með handbolta og get hrein- lega ekki hugsað mér lífið án þess að lifa og hrærast í þessu.“ Þegar við spurðum út í feril Að- alsteins kemur í ljós að hann hef- ur oftar en ekki stigið niður fæti þar sem faðir hans var áður. „Já, það er rétt,“ segir Aðalsteinn hlæjandi. „Það má segja að ég hafi að vissu leyti elt gamla manninn. Hann þjálfaði Stjörnuna á sínum tíma, fór út í Eyjar að þjálfa þar og starfaði um tíma hjá ÍR. Þetta eru einmitt þau félög sem ég hef þjálfað hjá á mínum ferli. Ég byrjaði minn feril sem iðkandi hjá Stjörnunni og sleit þar barnskónum, fór síðar á flakk og kynntist fullt af góðu fólki. Ég átti góðan tíma í Eyjum tímabilið 2003-2004 með þeim Hlyn Sigmarssyni, Svavari Valtý Stefáns- syni og Viktori Ragnarsyni. Svo lærði ég mikið á að þjálfa lið Tus Wibern í Þýskalandi árið eftir enda alveg nýtt umhverfi að starfa í.“ Á þessu ferðalagi sínu hefur Aðal- steinn verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa með sér leikmenn sem hann hóf að þjálfa strax í 5. flokki ÍR á sín- um tíma. „Já ég er sérstaklega stolt- ur nú þegar við erum orðnar meist- arar, að hafa þjálfað þessa leikmenn síðan þær voru ungar að árum og sjá þær þroskast í þá leikmenn sem þær eru í dag. Nú er þessu flakki lokið hjá mér. Ég er búinn að leita mér þekk- ingar um víðan völl og nú er ég kom- inn heim í Garðabæinn aftur. Hér er eru mínar rætur og hér vil ég láta gott af mér leiða í framtíðinni,“ sagði Að- alsteinn Eyjólfsson. Kristinn Guðmundsson Annar titillinn aðalsteinn var að vinna sinn annan íslandsmeistaratitil á þjálfaraferlinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.