Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Blaðsíða 14
miðvikudagur 4. apríl 200714 Fréttir DV
Ný skýrsla um neikvæð áhrif loftslagsbreytinga væntanleg í vikunni. Evrópskir sérfræðingar deila á
þjóðarleiðtoga Bandaríkjanna og Ástralíu fyrir að hafa ekki enn skrifað undir Kyoto samninginn. Árið í
ár verður það heitasta síðan mælingar hófust.
Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna leggur nú lokahönd á nýja
skýrslu um afleiðingar loftslagsbreyt-
inga. Þar er því spáð að breytingarn-
ar muni valda umfangsmeiri flótta-
mannastraumi en dæmi eru til um.
Þurrkar og skortur á drykkjarvatni
munu neyða á annan milljarð manna
til að yfirgefa heimili sín á næstu tíu til
tuttugu árum ef ekkert verður að gert.
Þetta er haft eftir einum af vísinda-
mönnum loftslagsnefndarinnar sem
nú fundar í Brussel í Belgíu. Taka um
tvö þúsund vísindamenn þátt í vinnu
við gerð skýrslunnar. Samkvæmt AP
fréttastofunni er ástandið málað mjög
dökkum litum í skýrslunni.
Dramatískar breytingar
Hitabeltissjúkdómar munu
breiðast út um allan heim gangi spár
skýrsluhöfunda eftir og lífríki sjáv-
ar gjörbreytast. Þannig munu kór-
alrif hverfa og margar fiskitegund-
ir sömuleiðis. Á sama tíma mun
fjöldi meindýra margfaldast. Borgir
við sjávarmál munu vera í hættu og
landbúnaður í hitabeltislöndunum
minnka. Þetta eru aðeins fá dæmi
um þær afleiðingar sem loftslags-
breytingarnar hafa í för með sér sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem lekið
hafa úr skýrslunni til fjölmiðla. Því er
einnig haldið fram að fólk sem er nú
á fertugsaldri muni sjá miklar breyt-
ingar þegar það kemst á eftirlauna-
aldur.
Þrýstingur á leiðtoga
Efni skýrslunnar verður kynnt
leiðtogum heimsins í júní næstkom-
andi. Í frétt danska blaðsins Polit-
iken kemur fram að mikið liggji við
að vísindamennirnir nái saman um
orðalag skýrslunnar til að auka vægi
hennar í augum þjóðarleiðtoga, þar
með talið George W. Bush. Hann
hefur ennþá ekki skrifað undir Kyoto
sáttmálann og sömu sögu má segja
um Ástrali. Rök beggja þjóða eru þau
að sáttmálinn muni valda miklu at-
vinnuleysi í löndunum. Í frétt BBC er
bent á að losun gróðurhúsaloftteg-
unda hafi minnkað um tvö prósent
meðal aðildarlanda Evrópusam-
bandsins frá upphafi Kyoto samn-
ingsins. Er þá aðeins átt við þau lönd
sem tilheyrðu sambandinu á þeim
tíma. Hins vegar hefur losun auk-
ist um tuttugu prósent í Bandaríkj-
unum á þessum árum. John How-
ard, forsætisráðherra Ástralíu segir
hins vegar að Kyoto samkomulagið
henti ekki áströlskum aðstæðum og
myndi hafa mjög slæmar afleiðingar
fyrir landið. Hann fullyrðir að fjöldi
Evrópulanda hafi aukið losun gróð-
urhúsalofttegunda þrátt fyrir aðild
sína að Kyoto. Haft er eftir forsætis-
ráðherra Belgíu að leiðtogar ríkjanna
verði að taka mark á niðurstöðum
vísindarmanna og grípa til aðgerða.
Þróunarlöndin verða
fyrir barðinu
Í frétt á heimasíðu Greenpeace
umhverfissamtakanna í gær vegna
fundarins í Brussel er bent á að fjöldi
fórnarlamba nátturuhamfara hefur
þrefaldast síðustu tvo áratugi. Það
sé bein afleiðing hækkandi hitastigs
í heiminum.
Breytingarnar hafa leikið íbúa
þróunarlandanna verst. Segja sam-
tökin að fyrsta skrefið til að berjast
gegn þessari þróun sé að afla orku á
umhverfisvænni hátt en nú er gert,
t.d. með aukinni nýtingu vindorku.
Hafa samtökin gefið frá sér tillögur
um hvernig megi vinna gegn þróun-
inni.
Nýliðinn vetur er sá heitasti norð-
urhveli jarðar síðan mælingar hófust
fyrir 125 árum síðan. Var hitastig 0,7
gráðum heitara en í meðalári sam-
kvæmt mælingum bandarískrar veð-
urstofu sem vitnað er til í frétt BBC.
Þar segir einnig að sérfræðingar telji
að árið í ár verði það heitasta manna
minnum.
kristjan@dv.is
Höfðabakki 9 • Sími 544 5330 • Fax 544 5355
straumur@straumur.is
26
20
/
TA
K
TÍ
K
2
00
7
11
Vinnustaðir - íþróttahús
Eigum fyrirliggjandi ódýra, læsanlega skápa fyrir föt
eða persónulega muni.
Verðdæmi: 5 skápar í röð
kr. 40.910 + vsk
Fiskhræ vatnsmagn í nokkrum vötnum í Colarado fylki í
Bandaríkjunum er minna en það hefur verið í 100 ár.
KOLSVÖRT SKÝRSLA
Verksmiðja í Sjanghæ kínverjar eru sakaðir
um að hafa dregið lappirnar í umhverfismálum.
Bangkok í Tælandi mengunarský liggja yfir
höfuðborg Tælands yfir háannatíma dagsins.