Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2007, Síða 43
DV Akureyri miðvikudagur 4. apríl 2007 43 Hjá sumum snýst lífið bara um ís... Aðalstræti 3 - Akureyri Það hefur verið mikil uppgangur á síðustu misserum hjá Leikfélagi Akureyrar. Aðsókn í leikhúsið hefur margfaldast á síðustu árum og aldrei hefur verið meira um að vera hjá félag- inu en nú um páskahelgina. Þrjú leikverk verða sýnd á fjölum leikhúsins um páskana. Þeirra á meðal er nýtt íslenskt leikverk, Lífið notkunar- reglur. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, er himinlifandi með leik- árið. Einvala lið listamanna kemur að Lífið notk- unarreglur. Þorvaldur Þorsteinsson skrifaði verkið, Megas samdi tónlistina og leikstjórn var í höndum Kjartans Ragnarssonar. „Þetta eru miklir reynsluboltar og mikill akkur fyr- ir leikhúsið að fá þessa frábæru listamenn til liðs við okkur. Þeir stýra hér kraftmiklum hópi nýrrar kynslóðar íslenskra leikara.“ segir hann, en verkið er unnið í samvinnu við útskriftarár- gang leiklistardeildar Listaháskóla Íslands og er lokaverkefni þeirra við skólann. „Leikritið hefur hlotið góða dóma og afbragðs aðsókn, þegar er uppselt á 22 sýningar. Á fimmtudag og laugardag verðum við með tvær sýningar á dag. Það er virkilega ánægjulegt að leikritið nái svona góðu gengi. Þetta er hrífandi og falleg sýning sem veltir upp ýmsum spurningum og snertir við fólki.“ Leiksýningin Bezt í heimi, sem sýnd var í Iðnó við miklar vinsældir, verður gestasýn- ing Leikfélags Akureyrar í kringum páskana. „Við ákváðum í upphafi leikárs að fá eina gestasýningu sem yrði sýnd undir vorið. Við völdum Bezt í heimi vegna þess að hún er mjög vel lukkuð sýning, sem unnin er út frá innflytjendamálum, en í mjög létt- um dúr. Það eru erlendir leikarar sem leika að mestu á íslensku. Það er mjög gaman að fá þessa sýningu til Akureyrar á þess- um tímapunkti, enda fjallar hún um mál- efni sem eru mjög viðeigandi í umræðunni í dag. Í leikritinu er gert grín að þjóðarsál- inni, þjóðarstoltinu og hvernig við höfum tekið á útlendingum í gegnum tíðina.“ Einleikurinn Ausa Steinberg er þriðja sýningin sem sýnd verður í kringum pásk- ana. „Ilmur Kristjánsdóttir leikur í þess- um einleik, hún fékk glimrandi dóma fyr- ir frammistöðu sína. Þetta er yndislegt verk og mjög mannbætandi. Það fjallar um níu ára einhverfa stúlku og hennar sýn á lífið og tilveruna. Ilmur var tilnefnd til Grímunnar á sínum tíma fyrrr frammistöðun sína. Þetta er gamansamt, hlýtt og fallegt verk sem læt- ur engan ósnortinn. Í tilefni páskanna ætl- um við að sýna það í Akureyrarkrikju. Okkur fannst það viðeigandi út frá efni verksins að sýna þetta í kirkjunni, það ætti því að vera há- tíðleg stemming,“ segir Magnús Geir og bætir við: „Þetta verða leikhúspáskar í leikhúsbæn- um Akureyri.“ valgeir@dv.is Leikhúspáskar á Akureyri Leikfélag Akureyrar sýnir þrjú leikverk í kringum páskana. Leikritið Lífið notkunarreglur hefur hlotið frábærar viðtökur, en auk þess verða leikverkin Bezt í heimi og Ausa Steinberg sýnd í kringum páskana. Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Leikfélags Akur- eyrar segist himinlifandi með árangur Leikfélagsins. Ausa Steinberg ilmur kristjándsdótti r leikur níu ára einhverfa stúlku í ein leiknum. Magnús Geir Þórðarson„Það er mikill akkur fyrir leikhúsið að fá þessa frábæru listamenn til liðs við okkur“ Næsta kynslóð leikara lífið notkunarreglur hefur hlotið frábærar viðtökur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.