Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 14
Í samstarf við Dahl-Sørensen & Partners A/S í Danmörku veitum við viðskiptavinum okkar víðtæka þjónustu við öflun fjárfesta og aðra M&A þjónustu á norðurlöndunum. Investis fyrirtækjaráögjöf • Lágmúla 7 • www.investis.is FYRIRTÆKJAEIGENDUR Erum með fjárfesta sem vilja taka þátt í yfirtökum, endurfjármögnun og sameiningum fyrirtækja. Frekari upplýsingar á skrifstofu okkar Árvekni gegn streitu Björgvin Ingimarsson sálfræðingur Sími: 571 2681 Árangursrík aðferð gegn síþreytu, krónískum verkjum og vefjagigt. Helgarnámskeið 13 . - 14. nóvember Nánari upplýsingar á www.salfraedingur.is É g óttast að það verði lítil þátt-taka, að úrslitin verði vefengd og niðurstaðan í skötulíki,“ segir Birgir Guðmundsson, dósent og for- maður félagsvísindadeildar Háskólans á Akureyri, um væntanlegar kosningar til stjórnlagaþings 27. nóvember næst- komandi en yfir 500 manns tilkynntu um framboð til þingsins. Birgir sér fyrir sér að framkvæmd kosninganna muni reynast torveld og snúin. „Mér skilst að kjörstjórnir hafi þegar sent sveitarstjórnum fyrirmæli um fleiri kjörklefa en venjulega því hver kjósandi verði mjög lengi í kjörklefan- um,“ segir hann, enda kosningin flókin þar sem merkja þarf við einstaklinga í framboði með númerum. „Ég sé t.d. mömmu gömlu fara í þetta,“ segir Birgir og býst við löngum biðröðum á kjör- stað. „Um hvað á síðan að kjósa? Fólk veit varla hvern það á að kjósa nema það þekki til einhvers frambjóðanda, hann sé kannski frænka eða systir. Það er ekki mjög sterkur hvati til að fara á kjör- stað nema menn ætli að gera það fyrir einhvern sérstakan. Ég á erfitt með að sjá málefni komast til skila í þeirri kynn- ingu sem fram undan er. Hætt við veiku umboði Þegar saman fer ótrúlega flókið og tímafrekt ferli og vesen á kosningadag- inn, og það að kjósendur hafa ekki mjög skýra valkosti, held ég að það sé ávísun á dræma kjörsókn. Verði hún dræm verður umboð stjórnlagaþingsins líka veikt. Spurningin er því hvaða stöðu til- lögur þess fá þegar þær fara til Alþingis, hafi t.d. 20% þjóðarinnar kosið þetta stjórnlagaþing, eða kannski 30-40%. Næðist 60-70% kosningaþátttaka væri það sigur, en mér finnst það ólíklegt,“ segir hann. Í hópi þeirra rúmlega 500 sem hafa boðið sig fram eru nokkrir þjóðkunnir menn. Birgir telur að sá hópur muni njóta þess að einhverju leyti nema þeir hinir sömu séu frægir að endemum, þ.e. þekktir „kverúlantar“. Spurningin sé fyrir hvað fólkið sé frægt. Hugsanlegt sé að kjósendur vilji alls ekki velja þetta fólk, fremur „venjulegt„ fólk. „Það er ómögulegt að segja hvert þetta stefnir hvað varðar hvern og einn frambjóðanda,“ segir Birgir. Engar línur séu í kosningunum til stjórnlaga- þingsins, ólíkt því þegar menn velji milli stjórnmálaflokka. Þótt gagnrýna megi og segja ýmislegt um stjórnmálaflokka vinni þeir að minnsta kosti ákveðna forvinnu, smali mönnum saman með svipaðar hugmyndir og bjóði val milli stefna. Fróðlegt verði að fylgjast með því hvernig frambjóðendur kynni sig en þar megi búast við „Facebook- sprengingu“. Kosningabaráttan verður að minnsta kosti öðruvísi en við höfum „Á kjörseðli skulu vera tuttugu og fimm vallínur. Í fyrstu vallínu standi auðkennistala þess fram- bjóðanda sem er 1. val kjósanda, í annarri vallínu standi auðkennistala þess frambjóðanda sem er 2. val kjósanda, í þriðju vallínu standi auðkennis- tala frambjóðanda sem er 3. val kjósanda o.s.frv. Fremst í hverri vallínu skulu vera ferningar fyrir stafi í auðkennistölu frambjóðanda, jafnmargir og nauðsynlegt er, sbr. 6. mgr. 8. gr. Á bakhlið kjörseðils komi auðkennis- tákn seðilsins. Dreifa skal til allra kjósenda í landinu afriti af kjörseðli, auðkenndum sem kynningarseðill, ásamt skýringum á því hvernig atkvæðagreiðslan fer fram. Kynningar- seðillinn skal jafnframt birtur á vefsíðu á vegum ráðuneytisins ásamt skýr- ingum. Kynningarseðilinn má kjósandi hafa með sér í kjörklefa.“ Svo segir m.a. um hvernig kjósa ber til stjórnlaga- þingsins á vefnum kosning.is.  Stjórnmál dóSent SÉr fyrir SÉr torvelda koSningaframkvæmd Flókin kosning er ávís- un á dræma kjörsókn Fráleitt að fara í svona flókna kosningu án þess að hafa hana rafræna. Niðurstöður verði vefengdar verði kosningaþátttakan til stjórnlagaþingsins dræm. Hætta á að kjósendur ógildi kjörseðla sína. Hópur hinna frægu fram- bjóðenda mun njóta þess að einhverju leyti nema þeir hinir sömu séu frægir að endemum þ.e. þekktir “kverúlantar”. Hausverkur kjósandans átt að venjast, að mati Birgis sem er ekki viss um að fésbókarkosningabaráttan muni virka vel. „Ég er ekki viss um að umboð þeirra sem verða valdir verði mjög sterkt og í framhaldinu muni menn vefengja niður- stöðu stjórnlagaþingsins, efast um að þar komi fram þjóðarvilji,“ segir Birgir og bendir á að þegar valið sé á milli 500 manna verði kannski einhver hundruð eða fá þúsund atkvæða á bak við þann sem fyrstur fer inn. „Viji menn vefengja niðurstöðuna gera þeir það. Það er fráleitt að fara í svona flókna kosningu og hafa hana ekki rafræna, þ.e. að kjósendur smelli á nöfn á tölvu- skjá, til þess að koma í veg fyrir þessa handavinnu. Það er fáránlegt að þurfa að skrifa einhverjar fjórar tölur fyrir hvert einasta nafn. Þetta er eins og tölvufor- ritarar gerðu í gamla daga. Af hverju er þetta svona rosalega flókið? Það er eins og þetta sé aðeins fyrir einhverja sudoku- meistara.“ Birgir segir ljóst að hætta sé á að seðl- ar verði ógildir þótt menn fái að fara með sýnishorn í kjörklefann, en kjörstjórnir geti varla leyft sér að vera mjög strangar í þeirri túlkun. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Birgir Guðmundsson „Um hvað á síðan að kjósa? Fólk veit varla hvern það á að kjósa nema það þekki til einhvers frambjóðanda, hann sé kannski frænka eða systir.” Ljósmynd/Bragi Bergman  BílaSala tekur Stökk Milljóna króna bílar greiddir út í hönd Sala nýrra bíla hefur tekið stökk og aukist um rúm fjörutíu prósent frá því í fyrra. Bílalán frá fjármálafyrirtækjum aftur í boði. Sala nýrra bíla hefur tekið stökk og seljast bílar á verðbilinu fjórar til tíu milljónir króna best. Þá eru fjármálafyrirtækin einnig farin að bæra á sér og bjóða lán til kaup- anna, segir Özur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands Íslands. „Því er samt ekki fyrir að fara að menn taki 100% lán eins og gerð- ist á mektarárunum, heldur er nú algengast að menn greiði bíla út í hönd,“ segir Özur. Alls hafa ríflega 2.630 nýir fólks- bílar selst það sem af er árinu, sem er tæplega 42% aukning miðað við sama tímabil árið á undan. „Þetta er ekki mikið og langt í frá að halda í við eðlilega endurnýjun en þetta er samt upp á við, sem eykur okkur bjartsýni,“ segir hann. „Sala nýrra bíla datt niður strax eftir páska 2008 og hefur verið nán- ast engin þar til nú í vor. Þá varð viðsnúningur,“ segir Özur. „Maður hefði nú kannski haldið að ódýrustu bílarnir seldust best, en svo er ekki heldur seljast bílar á verðbilinu fjór- ar milljónir til tíu best.“ Hann segir þetta vel búna, millistóra bíla. Özur segir tímann frá hruni hafa verið bílaumboðunum erfiður og eins og allir viti hafi sum þessara fyrirtækja verið í gjörgæslu hjá bönkum og önnur í sölu, á meðan enn önnur standi á eigin fótum og hafi mikið fyrir því. „Þetta var þannig að enginn kom inn í sýning- arsali bílasalna heldur dreif menn fram hjá eins og veðhlaupahesta. Nú er fólk hins vegar farið að koma inn, skoða og spekúlera og athuga hvað er í boði,“ segir hann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is 2.632 nýjir bílar Seldir Á ÁrinU. Heimild: Bílgreinasamband Íslands 14 fréttir Helgin 22.-24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.