Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 44
 Leiðtogar ÍsLands UngLiðar stjórnmáLahreyfinganna horfa tiL framtÍðar Þau eiga sér draum Hvert stefnir Ísland? Eru ungliðar sáttir við forystu flokka sinna? Ætla þau að erfa íslensk stjórnmál? Það er harla ólíklegt því þótt þau eigi sér sína framtíðardrauma bendir fátt til þess að þau kjósi að feta framabraut stjórnmálanna. Starf stjórnmálamannsins heillar ekki þessa stundina. Fréttatíminn lagði fyrir þau fjórar lykilspurningar. 1. Hvernig hefur flokksforystan staðið sig frá bankahruni? 2. Hefðir þú gert hlutina öðruvísi, og þá hvernig? 3. Hvar sérðu Ísland eftir tíu ár? 4. Hvar verður þú? Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is xD Nafn: Ólafur Örn Nielsen Aldur: 25 ára Flokkur: Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna Búseta: Garðabær Starf: Í markaðsdeild Eddu-útgáfu Byrjaði í flokknum: 18 ára 1 Flokksforystan hefur staðið sig vel. Ungt fólk hefur tekið við forystu flokksins og eðlilegt að það hafi þurft sinn tíma til að fóta sig. Mér hefur fundist þau á síðustu dögum og vikum vera að sækja í sig veðrið. Þá hefur mér fundist þau standa sig vel við að berjast á móti Icesave-samningn- um, þar sem þau lögðu allt í að koma í veg fyrir að samningurinn væri samþykktur. Ég myndi þó ekki segja að flokkurinn hafi jafnað sig frá hruni. Það þarf örugglega einar kosningar þar sem þing- menn sem sitja á þingi og voru mest í umræðunni í tengslum við prófkjörsstyrki og fyrirgreiðslu í bönkunum þurfa að endurnýja umboð sitt. En í stórum dráttum hefur orðið heilmikil endurnýjun í flokknum, já og Alþingi almennt, frá hruni. 2 Hlutverk okkar ungliða hefur verið að halda flokknum við efnið. Við erum róttækari og vilj- um að hann taki afdráttarlausari stefnu hvað varð- ar frelsi einstaklingsins. Ég hefði því staðið fastar á því að verjast ágangi stjórnmálamanna inn í okkar persónulega líf og hefði barist gegn því að flokkurinn færðist um of nærri miðjunni í stefnumálum sínum – eins og hann hefur gert. 3 Ég vona að samfélagið verði frjálslegt þar sem hver geti notið krafta sinna en eins og þingið er núna óttast ég verulega að þetta verði samfélag þar sem allt verður sett í reglur og reglugerðir og ekkert leyft nema fyrir því sé sérstök lagaheimild. Heyrst hefur í umræðunni að annar hægri flokkur sé í bígerð – en mað- ur hefur ekkert heyrt frá hon- um og því held ég að eftir tíu ár verði Sjálfstæðisflokkurinn enn þetta stóra afl á hægri vængnum. Þá sé ég ekki fyrir mér að landið verði í Evrópusambandinu eftir tíu ár. 4 Ég á mér þann draum að reka lítið sveitaveitingahús. Vonandi verð ég þar eftir tíu ár. Ég hef hins vegar ekki sett mér markmið um að vera á þingi eftir tíu ár. xB Nafn: Sigurjón Norberg Kjærnested Aldur: 24 ára Flokkur: Formaður Sambands ungra fram- sóknarmanna Búseta: Uppalinn og býr í Reykjavík Byrjaði í flokknum: Fyrir tveimur árum Nám: Í vélaverkfræði í Háskóla Íslands, á sviði jarðvarmaorku 1 Ég er mjög sáttur við flokksfor-ystuna frá hruni. Það er loksins að renna upp fyrir ríkisstjórninni að það þarf að leiðrétta skuldir fólks vegna for- sendubrests. Okkar formaður og vara- formaður hafa sagt þetta núna í tvö ár. Ég er mjög ánægður með að Framsókn hefur staðið með heimilunum frá byrj- un. Þá erum við í baráttu núna fyrir því að klára endurnýjunina í flokkn- um. Við þurfum að skilja almennilega við fortíð hans áður en við verðum almennilega trúverðug. Ég sem for- maður ungra framsóknarmanna hef aldrei hitt Halldór Ásgrímsson. Ég hef heldur aldrei hitt Finn Ingólfsson, hvað þá Ólaf Ólafsson! Ég hefði ekki nokk- urn áhuga á því. 2 Ég hefði viljað að flokkurinn allur tæki tveggja ára hlé frá umræðum um Evrópumál og hugsaði meira um atvinnu- og iðnaðarmál; nokkuð sem skiptir alvöru máli. Það er engin þörf á að ræða þau á meðan inngönguferlið er í gangi. 3 Eftir tíu ár sé ég Ísland komið út úr kreppunni og með alvöru áherslur á atvinnuuppbyggingu. Ég hef trú á því að orkan skapi störf og með jarð- varmaorku, geti flott starfsemi virki- lega blómstrað hér eftir tíu ár. Og ég sé Íslandi eftir tíu ár stjórnað af meiri- hlutastjórn Framsóknarflokksins eins. 4 Ég verð líklega að vinna sem verk-fræðingur við rannsóknir á jarð- varmaorku. En hugsanlega reyni ég við Alþingi einhvern tímann, sjái ég að ég geti komið einhverju í gegn þar. Það fer þó eftir því hvernig starf al- þingismanna þróast. Ef það felur í sér eggjahríð hef ég lítinn áhuga. Áður en við unga fólkið tökum þátt verður Alþingi að sýna að kerfið virki og sé víst til ár- angurs. Við eigum nefni- lega valkost. Við getum farið út á Austurvöll, öskrað og hent eggj- um og látið okkur sjálf- um líða vel, en viljum við breytingu þurf- um við að taka þátt í kerfinu og breyta því innan frá. xS Nafn: Guðrún Jóna Jónsdóttir Aldur: 30 ára Flokkur: Formaður Ungra jafnaðarmanna Búseta: Reykjavík Byrjaði í flokknum: Í Samfylkingunni frá upphafi, en virk síðustu þrjú ár. Starf: Tölvunarfræðingur hjá Marorku 1 Það hafa verið tvær forystur í Samfylkingunni frá hruni. Það er auðvelt að horfa til baka og gagnrýna það sem gert var í hringiðunni, en í grunninn hefur forystan staðið sig ágætlega. Þá er ég ágætlega sátt við samstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þetta eru ólíkir flokkar með ólíkar skoðanir sem reyna að mynda samstöðu. 2 Ég hefði viljað sjá forystuna taka fyrr á skulda-vanda heimilanna. Einnig hefði mátt ræða hugmyndirnar um niðurskurð áður en þær voru bornar fram. Ég hefði til dæmis haft samráð við starfsmenn um niðurskurð til heilbrigðisstofnana úti á landi og rýnt betur í útgjöld utanríkisþjónust- unnar og skýrt fyrir öðrum hvaða áhrif á gjaldeyr- istekjur landsins það hefði að loka sendiráðum. Þá hefði ég viljað sjá heildstæða stefnu áður en gripið var til niðurskurðar og meiri sátt um aðildarvið- ræðurnar við Evrópusambandið. 3 Ég sé meiri breytingar eftir fjörutíu ár en tíu. Þá verður ekkert álver í Helguvík heldur þrjú til fjögur græn fyrirtæki sem nýta orkuna sem ætluð er álverinu, til dæmis gagnaver, reikniver og líftæknifyrirtæki. En sé litið til tíu ára vona ég að við sjáum öflugra skóla- starf og færri háskóla. Þá verðum við komin í Evrópusambandið og búin að taka upp evru. Skoðun mín er sú að þegar ekki er þörf fyrir stjórn- málaflokka eigi að leggja þá nið- ur. Ég tel að eftir tíu ár verði enn þörf fyrir Samfylkinguna enda hafi þá ekki algjör jöfnuð- ur náðst. Hugsanlega verða breyt- ingar á flokknum en hann mun þó sem fyrr einblína á frelsi, jafnrétti og bræðralag. 4 Eftir tíu ár bý ég enn á Freyju-götunni, sátt og vonandi með mastersgráðu. Ég sé mig ekki í pólitík. Stjórnmálamenn þurfa að vera rosalega óeigingjarnir og tilbúnir að vinna hvenær sem er og hvar sem er – margir eru góðir í því, aðrir eru ekki hæfir. Mig langar frekar að einbeita mér að mínum markmiðum þegar ég horfi til næstu tíu ára. HELGARBLAÐ Sími 531 3300 44 spurningar og svör Helgin 22.-24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.