Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 60
60 bíó Helgin 22.-24. október 2010  bíódómur: Inhale  Saksóknarinn Paul Stanton er harð- ur og heiðarlegur nagli sem trúir á lagabókstafinn og fylgir honum út í hörgul. Líf hans og eiginkonu hans væri ósköp notalegt ef dauðinn vom- aði ekki yfir ungri dóttur þeirra sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þegar sjúkdómurinn nær lokastigi og engin von er til þess að barnið fái ný lungu í tæka tíð stígur saksókn- arinn út úr öruggum og formföstum heimi sínum yfir í helvíti óreiðu og lífsháska þegar hann fer til Mexíkó í þeim tilgangi að kaupa þar lungu eftir ólöglegum leiðum. Raunirnar sem Paul gengur í gegnum í leit sinni að lífsbjörg dóttur sinnar eru skelfilegar og eftir því sem hann sekkur dýpra í ógeðið nálgast hann hina stóru sið- ferðislegu spurningu um hversu langt hann sé tilbúinn að ganga og hverju megi fórna til þess að barnið hans lifi. Baltasar Kormákur segir hér átakanlega og áleitna sögu með miklum stæl og látlausum tilþrifum og byggir upp magnaða spennu um leið og hann kemur róti á hug áhorf- andans. Myndin er erfið og krefj- andi og ekkert foreldri kemst hjá því að taka viðfangsefni myndarinnar með sér heim og inn í svefninn. Dermot Mulroney er fantagóður í hlutverki hins heiðarlega manns sem kastast um stefnulaust eins og Björgunarleiðangur í helvíti Dermot Mulroney tekur áhorfendur með sér í hryllilegt ferðalag. F Á K A F E N I 9 - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 www.gabor.is Sérverslun með HEILSUSKÓR St. 35-44 Verð 7.495.- Fyrsta flokks innlegg korktappi í hafróti spillingar og við- bjóðs í Mexíkó og skilar innri bar- áttu örvæntingarfulls föður býsna vel. Gamla brýnið Sam Shepard er flottur að vanda í mikilvægu auka- hlutverki og svo er auðvitað alltaf jafn gaman að sjá krúttið hana Ros- anna Arquette í bíó. Inhale er ekki gallalaust verk en sterk og eftirminnileg heildin er enn ein rósin í hnappagat Baltas- ars sem sýnir og sannar með hverri mynd að hann er fagmaður fram í fingurgóma. Þórarinn Þórarinsson Luhrmann spáir í Gatsby Mjög líklegt þykir að ástralski leik- stjórinn Baz Luhrmann (Romeo + Juliet, Moulin Rouge!) geri The Great Gatspy að sínu næsta verk- efni. Hann hefur þegar skrifað handrit upp úr hinni margróm- uðu skáldsögu F. Scott Fitzgerald og fékk ekki ómerkari leikara en Leonardo DiCaprio og Tobey Ma- guire með sér í samlestur á dög- unum. Ekkert hefur þó verið gefið út um hvort Luhrmann ætli sér að leikstýra myndinni en hann hefur það fyrir venju að fá leikara í sam- lestur á öllum handritum sem hann skrifar. DiCaprio las hlutverk Gatsbys og verður að teljast bæði verðugur og ansi líklegur til að leika millj- ónamæringinn dularfulla. Hann myndi þá feta í fótspor Roberts Redford sem lék Gatsby árið 1974. Tobey Maguire er þá að sama skapi líklegur til að leika sögumanninn Nick Carraway og Rebecca Hall og Natalie Portman eru báðar í sigt- inu fyrir rullu Daisy Buchanan, sem Mia Farrow lék á sínum tíma. Leonardo DiCaprio yrði varla í vandræðum með að skila hinum mikla Gatsby með stæl.  baltasar KormáKur: Fór á subbulegar hættuslóðIr Baltasar Kormákur á tökustað með Dermot Mulroney og Diane Kruger. Hann tók Mulroney fagnandi þegar hann lýsti áhuga á hlutverkinu og þeir unnu náið saman áður en tökur hófust. I nhale segir frá örvænt-ingarfullri ferð föður til Mexíkó þar sem hann freistar þess að kaupa lungu á svörtum markaði fyrir dauð- vona dóttur sína. „Mér voru send mjög mörg handrit, mis- spennandi, á þessum tíma. Mér fannst hugmyndin að baki In- hale strax spennandi þegar ég las handritið en þurfti að hafa aðeins fyrir því að sannfæra framleiðendurna um að ég væri rétti maður- inn t i l að gera þessa mynd,“ segir Baltasar. „Viðskipti með líffæri eru mjög mikilvægt málefni en öðr- um megin er l í f færum úr fólki komið á markað og hinum megin eru svo allir þeir sem þurfa á líffærum að halda en fá ekki. Báðum meg- in týnir fólk svo lífinu út af stöðu þessara mála.“ Baltasar virðist nú þegar hafa náð að hreyfa við fólki á Íslandi með myndinni þar sem hann hefur haft spurnir af fólki sem fór og skráði sig sem líffæragjafa eft- ir að hafa séð myndina. Stórstjarnan Matt Damon kom á tímabili til greina í að- alhlutverk hins örvæntingar- fulla föður en að lokum tók Dermot Mulroney hlutverkið að sér. Diane Kruger leikur eiginkonu hans og gamli töff- arinn, leikarinn og leikskáld- ið Sam Shepard gerir sig svo heldur betur gildandi í mikil- vægu aukahlutverki. „Það var mjög merkilegt að vinna með Sam. Hann er þannig leikari að þegar hann hittir í mark þá er hann frábær. Hann er líka leik- skáld og hestamaður þannig að við eigum ýmislegt sam- eiginlegt og hann bauð mér á hestbak á meðan ég var úti og þar áttum við frábæran dag.“ Inhale gerist að mestu leyti í mexíkóskum landamærabæ sem er algert víti á jörðu og Baltasar segir að subbulegt umhverfið sé síður en svo ýkt í myndinni. „Ég gat ekki tekið jafn mikið þarna og ég hefði viljað vegna þess að ekkert tryggingafélag vildi tryggja leikarana á meðan þeir væru að störfum þarna. Þetta er hryllilegur staður. Eins slæm- ur og heimurinn getur orðið. Það er ekkert í lagi þarna, ekk- ert virkar. Allt er skítugt og hórur og dópistar út um allt. Þetta er bara allt mjög dapur- legt. Þetta er svakalegur stað- ur og það er í raun ekki hægt að vinna þarna vegna þess að það er ekki einu sinni hægt að fara út með snúru, þá er búið að stela henni um leið þótt maður haldi enn í hinn endann á henni.“ Ekkert félag vildi tryggja leikarana Spennumyndin Inhale í leikstjórn Baltasars Kormáks er loks komin í bíó á Íslandi en nokkuð er liðið frá því að tökum lauk. Þar hefur Baltasar yfir einvalaliði leikara að ráða en sögusviðið í Mexíkó þótti of hættulegt lífi og limum leikara og tökuliðs þannig að myndin var að mestu tekin handan landamæranna, í Bandaríkjunum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Ódýrt er gott Bíómyndirnar The Town, The Social Network og Secretariat þykja allar líklegar til að láta til sín taka á næstu Óskarsverð- launaafhendingu auk þess sem þær laða fólk í bíó í löngum röðum. Þessar myndir valda einnig mógúlunum í Hollywood heilabrotum þar sem þeir sjá það nú svart á hvítu að ekki þarf að eyða meira en 100 milljónum dollara til þess að gera frábærar bíómyndir. Þvert á móti virðist minni fjáraustur koma öllum sem að bíómyndum koma til góða ef marka má ofangreind dæmi þar sem meiri áhersla er lögð á sterkan söguþráð en fokdýrar stórstjörnur. Submarino verðlaunuð Danska kvikmyndin Submarino, í leikstjórn Thomasar Vinterberg, hlaut norrænu kvikmyndaverðlaunin í ár. The Good Heart eftir Dag Kára var framlag Íslands að þessu sinni laut í lægra haldi fyrir Dönum. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík á þingi Norðurlandaráðs í byrjun nóvember. Græna ljósið sýnir myndirnar fimm sem voru tilnefndar í Bíó Paradís í byrjun nóvember. Sigursælir Danir. Styrkur The Social Network liggur í handritinu. Járnkarlinn kemur aftur 2013 Framhald verður á ævintýrum Iron Man í bíó eftir velgengni tveggja fyrstu myndanna. Búið er að tilkynna að Iron Man 3 komi í byrjun maí 2013. Stærsta vafaatriðið varðandi þriðju Iron Man- myndina virðist vera hvort leikstjórinn Jon Favreu haldi áfram með myndaflokkinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.