Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 2
Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is Þ að á ekki að halda svona gögnum að nauðsynjalausu en mér er kunnugt um að verið er að vinna í þeim,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, spurð- ur um kæru ungs manns sem krefst afhend- ingar sex tölva, nokkurra síma, þriggja flakkara og fjölda pappírsgagna sem tekin voru í húsleit á heimili hans í janúar síðast- liðnum. Pilturinn, nýorðinn átján ára, var grunaður um að hafa stolið trúnaðargögn- um frá Gunnari Gunnarssyni lögfræðingi en þau vörðuðu fyrirtæki og einstaklinga sem hann hafði unnið fyrir, þar á meðal Milestone og eigendur þess fyrirtækis, Karl og Steingrím Wernerssyni. Talið var víst að fréttir sem DV birti vikum saman um mál- efni eigenda Milestone og fleiri hafi byggst á þessum gögnum. Í kærunni sem ungi maðurinn sendi Ríkislögreglustjóra í lok síðasta mánaðar óskar hann rannsóknar á tilurð og tilefni húsrannsóknarinnar og málsmeðferð hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu og að sér verði afhent öll þau gögn og búnaður sem tekin voru. Hann segir það sitt að koma því sem aðrir eiga til hlutað- eigandi. Þar segir og að þrátt fyrir að liðnir séu nær átta mánuðir (í septemberlok) hafi hann ekki verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu né fengið gögn sín afhent þrátt fyrir eftir- gangsmuni. „Kæra mín er þér [Ríkislög- reglustjóra] send þar sem ég tel fullreynt að málið fái eðlilega málsmeðferð hjá embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem mér er kunnugt um að málið mun með einhverjum hætti þegar búið að vera á borði Jóns H. B. Snorrasonar sak- sóknara um alllangt skeið,” segir m.a. þar. Jón H. B. Snorrason segir þessi orð ekki standast, hann kannist við málið sem yfir- maður hjá embættinu en það hafi ekki verið á sínu borði. Ungi maðurinn hafi verið yfir- heyrður á sínum tíma, þegar hald var lagt á gögnin, og málið sé í farvegi. Í kærunni kemur fram að lögreglumaður Pilturinn kærði lögregluna á höfuðborgarsvæðinu til Ríkislögreglustjóra og vill gögnin til baka, Ljósmynd/Hari  rannsókn vill aftur sex tölvur, nokkra síma og Þrjá flakkara Tölvuhakkarinn kærir og vill gögnin Verið að vinna með gögnin en þeim á ekki að halda að nauðsynjalausu, segir aðstoðarlögreglustjóri. hafi haft samband við piltinn og óskað eftir aðgangskóða að tölvum Milestone sem voru hluti gagnanna sem tekin voru. „Ætlunin væri,“ eins og segir þar, „að afhenda Gunn- ari Gunnarssyni lögfræðingi sem starfaði hjá Milestone og sem ég vann fyrir á sín- um tíma, tölvurnar.“ Ungi maðurinn hafn- aði beiðninni. „Ég neitaði að gefa honum aðgangsorðin án neinna annarra afskipta minna þar sem á tölvunum eru ýmis gögn sem mér tilheyra persónulega og öðrum auk þess sem ég tel að tölvurnar hljóti nú að vera í eigu þrotabús Milestone og inni á þeim eru margskonar gögn er varða ma. þrotabúið auk ýmissa annarra hluta eins og erlendra bankareikninga fyrrum forsvars- manna félagsins ...“ segir í kærunni. Jón H. B. Snorrason segir leiða leitað til að komast inn í tölvurnar, telji lögreglan það nauðsynlegt, þrátt fyrir þessa neitun. Pilturinn segir, í samtali við Fréttatím- ann, að hann hafi farið fram á öll gögn og lista yfir það sem tekið hafi verið sem og afrit af leitarheimild og dómsúrskurði til að leita í búnaðinum en engin viðbrögð fengið. Í kærunni kemur fram að ungi maðurinn og foreldrar hans hafi sætt ónæði og hótun- um, jafnvel líflátshótunum, sem hann hafi á endanum kært til lögreglunnar í Reykjavík. Í framhaldi af því hafi þær hótanir hætt. Pilt- urinn segir að hótað hafi verið í sms-skeyt- um og tölvupóstum. Hann viti frá hverjum þær bárust. Þessar hótanir byrjuðu aftur í síðustu viku, að sögn piltsins, sem segir ákveðinn aðila hafa verið kallaðan aftur til skýrslutöku og hann hafi ekki fengið skeyti frá honum síðan. Hafliði Þórðarson lögreglufulltrúi segir rannsókn málsins langt komna en ekki lok- ið. Ungi maðurinn verði kallaður til frek- ari yfirheyrslu. Það sé síðan ákvörðun sak- sóknara hvort pilturinn fái tækin og gögnin aftur. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is ... á tölv- unum eru ýmis gögn sem mér tilheyra persónu- lega og öðrum, auk þess sem ég tel að tölvurnar hljóti nú að vera í eigu þrotabús Milestone ... María Guðrún Rúnarsdóttir, ljósmyndari og grafískur hönn- uður, hefur lengi mátt þola það að óprúttnir aðilar í útlöndum noti myndir af f jögurra ára dóttur hennar, Ísabellu, á alls kyns spjallrásum. Myndunum hefur verið stolið í stórum stíl af myndasíðum Maríu á bæði Barnalandi og myndadeilisíð- unni flickr.com. Henni var endanlega nóg boð- ið í síðustu viku þegar hún fékk ábendingu að utan um að kona, sem er sögð haldin barnagirnd, skreyti sig með myndum af Ísabellu litlu. „Ég veit svo sem ekkert hvort þetta er í einhverju perralegu samhengi en það breytir engu um það að þetta er viðbjóður. Þegar ég fór að skoða þessa spjallsíðu, sem virðist að- allega vera full af brasilískum unglingum, fann ég helling af möppum sem voru stútfullar af myndum af barninu mínu,“ seg- ir María og hvetur foreldra til að huga vel að því hverjir kom- ist í myndir af börnum þeirra á netinu. „Þarna er fólk sem notar ekki bara myndirnar heldur líka nafnið hennar og þykist vera hún. Ísabella tók eftir myndun- um af sér þegar ég var að skoða þetta og spurði af hverju það væri svona mikið af myndum af sér þarna og fór að hágráta. Þetta er bara hrein og bein mis- notkun á börnum.“ „Eftir að ég fékk þessa ábend- ingu um daginn hef ég hent fullt af fólki út af vinalistum hjá mér og takmarkað aðgang að mynd- um af Ísabellu en það breytir því auðvitað ekki að það er fullt af myndum af henni í umferð og vonlaust að eiga við það.“  netdólgar misnota myndir af íslensku barni á spjallsíðum Fela sig á bak við andlit fjögurra ára stúlku María Guðrún Rúnarsdóttir fann myndir af lítilli dóttur sinni í tugatali á brasilískri vefsíðu. María segir myndastuld af börnum á netinu þekkt vandamál sem vinkonur hennar á flickr.com hafi einnig lent í: “Ég veit ekki um neina aðra en mig á Íslandi sem hefur lent Þarna eru börn Britney Spears, dóttir Tom Cruise og svo barnið mitt!” Dýrt að dýpka Tilboð í viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar voru opnuð í gær. Alls bárust tilboð frá sex fyrirtækjum, þar af tveimur innlendum. Kostnaðaráætlun nam 245,5 milljónum króna en öll tilboðin sem bárust voru talsvert yfir þeirri upphæð, að því er vefur Eyja- frétta greinir frá. Lægsta tilboðið átti Íslenska gámafélagið, 325,8 milljónir króna, en Björgun ehf. skilaði inn frávikstilboði sem nam 332,2 milljónum króna. Hæsta tilboðið var frá Belgíu, 1.204,6 milljónir króna. Skaðabætur til skurðlæknis Ríkinu ber að greiða Stefáni Einari Matthíassyni, sem starfaði sem sérfræðingur á skurðlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, fimm milljóna króna skaðabætur með dráttarvöxtum og verðtryggingu frá desember 2006, samkvæmt dómi Hæsta- réttar í gær. Læknirinn var áminntur 2005 og honum sagt upp störfum í kjölfar deilna um stofurekstur utan sjúkrahússins. Óumdeilt þótti að uppsögnin hefði verið ólögleg. Hjón létust í bíl- slysi í Tyrklandi en barn þeirra bjargaðist Íslensk hjón létust í bílslysi í Tyrklandi í fyrradag en hálfs árs sonur þeirra slapp ómeiddur. Hjónin hétu Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, 34 ára, og Jóhann Árnason, 25 ára. Þau voru búsett í Danmörku en voru á ferðalagi í Tyrklandi. Bíll hjónanna lenti framan á sendibíl og síðan á vegriði. Mikil rigning var þegar slysið varð. Fulltrúar fjölskyldna hinna látnu héldu til Tyrklands til að sækja barnið. Kokkurinn úr „Eldhúsi helvítis“ prúður á íslensk- um veitingastað Bretinn Gordon Ramsay, betur þekktur sem stjórnandi sjónvarps- þáttarins „Hell’s Kitchen“ eða „Eldhús helvítis“, gisti nýlega á Flughóteli og borðaði á Vocal, veitingastað hótelsins, að því er vefur Víkurfrétta greinir frá. „Hann var hér í Íslandsferð, gisti hér og borðaði, var hinn prúðasti og var ekki með neina „helvítis“ stæla,“ sagði Bergþóra Sigurjónsdóttir, hótel- stjóri á Flughóteli í Keflavík, í léttum dúr, að því er fram kemur í fréttinni. „Kappinn hefur oft farið hamförum í þáttum sínum þar sem hann hreinlega „sker upp“ veitingahús um allan heim en hann hefur líka verið dómari í mat- reiðsluþáttum ýmiss konar,“ segir enn fremur. 2 fréttir Helgin 22.-24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.