Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 52
Af baksíðunni á fjórum nýjum bókum
fyrir yngstu lesendur má sjá að ekki
eru allar bækur um Herramennina
komnar út: Þær eru taldar 46 og er
JPV enn að staga í götin. Nú hefur
Guðni Kolbeinsson þýtt fjórar nýjar
sögur úr röðinni; Herra Hvolfi, Hera
Klár, Herra Þögull og Herra Klaufi
eru mættir á sviðið og eiga eftir að
skemmta ungum börnum bærilega.
Sögurnar eru heldur ekki of smá-
barnalegar til að geta þjónað ungum
lesendum við að stauta þótt ekki sé til
þess ætlast.-pbb
Spennusagnahöfundurinn Ken Follett er að gefa út víða um lönd sögu
síðustu aldar í þremur stórum skáldsögum. Sú fyrsta, sem er um þúsund
síður, er að koma út þessa dagana. Vefsíðan er opin og markaðssetning-
in að hefjast. Árin 1911 til 1923 verða honum að yrkis-
efni í fyrsta bindinu, en sagan er rakin í gegnum örlög
fimm fjölskyldna. Tvær breskar eru sín af hvorum enda
samfélagsins; önnur er í námunum, hin á óðalinu. Rúss-
inn gengur í lið með byltingunni, Kaninn er ráðgjafi
Wilsons forseta og Þjóðverjinn er diplómat. Fulltrúar
allra mæta svo í hið fáránlega stríð. Fyrsta bindið
kallar Follett Risar falla, Giants fall. Hann dregur inn í
rómaninn sögulegar persónur, fylgir víðast viðteknum
skilningi sagnfræðinga en reynir að draga upp víða
og margþætta mynd af aldarandanum og hugsjónum
þessa tíma. Af lýsingum má ráða að hér er efni á ferð
sem í eina tíð dugði í langar sjónvarpsseríur.-pbb
Herramönnum fjölgarFollett skrifar um öld öfganna
Sundkappar Í bókinni um Birgi eru fjölmargar myndir af verkum frá ferli hans. Þetta er glæsilegur prentgripur.
Bókadómur Birgir andrésson – Í Íslenskum litum
r it Þrastar Helgasonar sem löngum var kenndur við Lesbók Moggans er nú komið út á forlagi Crymogea,
brotið um af næmleika og naumleika Bark-
ar Arnarssonar í sínum i8-stíl. Allt eins og
það á að vera eða hvað?
Þröstur rekur í bókverkinu, sem er
prýðilega myndskreytt mest verkum eft-
ir Birgi sjálfan, feril hans frá upphafinu,
blindun föður hans í Eyjum, veikindi móð-
ur hans og andlát og loks hvernig Birgir
lendir barnungur inni á Blindraheimilinu.
Í sjálfu sér er gott að fá svona yfirlit um
sögu Birgis Andréssonar, bókin er að öllu
leyti kórrétt sem monograph, skrárnar
nákvæmar, kímnisögur af Birgi skemmti-
legar og rétt í þeim stíl sem hann talaði við
mann á göngu okkar kynslóðar gegnum
bæinn. Þröstur setur Birgi inn í sitt kerfi
hugsuða og einhvern veginn lemur hann
inn í format bókmenntafræðings sem
fæddur er 67 og sat opinmynntur undir
Matthíasi Viðari Sæmundssyni og hefur
eiginlega ekki fundið sitt síðan.
Það sker í gegnum alla sögu Birgis, verk
hans og vinnu, að hann var síðgotungur
þorpsins íslenska, slarkari og hrókur á
vertíðinni löngu sem lífið reynist okkur
sumum og hvergi er laust pláss. Hann fitt-
ar ekki inn í útlensku kenningarnar og
romsan með nöfnum hinna þekktu hugs-
uða, sem brátt taka að falla úr tísku og
verða að þurru torfi, passa ekki á Birgi
Andrésson frekar en pípuhattur, hvítir
hanskar og montprik.
Þresti gengur gott eitt til. Hann vill
koma sínum manni á stall með Price þeim
ameríska og er svo heppinn að rekast á
setningu í amerískum katalók sem klína
má á Andrésson með góðum vilja. En við
bókarlok er klíningurinn að losna, Birgir
hleypur frá ritara sínum og hoppar glaður
á hlaupunum.
Menningarkálfarnir sem koma vor
hvert úr akademíunni og geta sagt Son-
tag og Fúkó púko með réttri áherslu verða
nú að fara að losa sig við þessa barnaveiki.
Hún gengur um allt og hefst ætíð á sama
mátann: Vitnað er í einhvern spekinginn í
tilteknu riti (helst í enskri þýðingu) og svo
er kiminn hér uppi dreginn inn í bókar-
kafla Kristevu, barinn inn í mótið.
Þetta er falleg bók um vænan dreng og
ágætan myndlistarmann sem dó um aldur
fram. Hún gefur okkur sama yfirlitið og
stóra sýningin hans, bætir ekki miklu við
en hér er það allt til bókar fært. Við sjáum
eftir áratugi hvað hann stenst tímann. Svo
fer brátt að verða kominn tími á að ein-
hver eftirbátur Birgis hafi vit og skop til að
safna saman í eitt bindi helgisögum af síð-
ustu postulum myndlistarinnar hér á landi,
Sigurði, Kristjáni og Magnúsi Páls. Er ekki
kominn tími til að brjóta þær styttur?
Falleg bók um vænan dreng
Birgir andrés-
son – Í íslensk-
um litum
Þröstur Helgason
Crymogea 2010
Hann færi ekki fram hjá neinum sem mætti honum
á götu. Stór vexti, búklangur og þykkur um sig
miðjan, kýttur í herðum og hálsstuttur, hrjúfur í andliti
og leggur höfuðið aftur þegar hann ávarpar fólk
þannig að dökkt og mikið hárið tekur frá andlitinu.
Augun geta verið starandi, jafnvel stingandi undir
miklum og grásvörtum augabrúnum. Röddin er
glettnisleg og hann hallar jafnan undir flatt þegar
hann stendur á snakki. Hendurnar eru sverar en
fingurnir fíngerðir. Hæggengur og þungstígur,
útskeifur og kringilfættur. Jafnan í svörtum frakka,
bláum gallabuxum og svörtum skóm.
LITIR:
ÍSLENSKUR PANTONE 445
ÍSLENSKUR PANTONE 158
Birgir Andrésson
Í íslenskum litum
Þröstur Helgason
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
52 bækur Helgin 22.-24. október 2010
Kjell Espmark var hér um síðustu helgi til að fylgja
eftir útkomu þýðingar Njarðar Njarðvík á Vetrarbraut,
Vintergatan, frá 2007. Kjell er Svíi, kominn á efri ár,
og á að baki fjölda bóka. Vetrarbrautin vísar til þess
heims sem við búum við eða bjuggum okkur frá örófi
því þar eru rakin augnablik úr sögu mannsins. „Ljáðu
mér rödd þína“ biður hann í inngangi og kallar síðan
til vitnisburði frá mörgum ólíkum tímabilum sögunn-
ar, ólíkum persónum og aðstæðum, frá forsögulegum
manni sem verður úti til konu í bílslysi, stúlku sem
verður undir skriðdreka í Ísrael.
Vetrarbrautin er merkilegur kveðskapur, ljóðmæl-
andinn er oft sá sem er í núinu, skáldið dregur upp
sammannlegar aðstæður sem lýsa langt út fyrir tím-
ann og snerta djúpstæða strengi í brjósti lesandans.
Hér er skáldskapur sem snertir ljóðaunnandann og
minnir hann á hverrar tegundar hann er, ekki einn,
heldur stak í stórum skara, andlitamergð sem liggur
langt aftur í söguna og drepur skáldið niður á öllum
tímum. Stundum vitum við hvar, en sum dæmin eru
ókunnug, þótt á nokkrum stöðum fylgi athugasemd,
en ljóðin eru yfir hundrað.
Tungutakið á þýðingu Njarðar er aðgengilegt, hugs-
un alls staðar skýr, hefði að mínum smekk mátt vera
torræðari á köflum, fyrnd í takt við tímann hverju
sinni, en það er einungis sérviska þessa lesanda.
Njörður hefur um áratugaskeið verið útvörður fyrir
landnám í ljóðheimum norrænna, einkum sænskra,
skálda og þar unnið þolinn og ötull að opna okkur
heima sem viljum lesa ljóðið. Þessi makalausa bók er
skyldugripur í skápum þeirra sem unna glæsilegri og
nærfærinni ljóðlist. -pbb
Okkar stjörnukerfi
Bókadómur kjell espmark VetrarBraut
Í efsta sæti
Mest selda bókin í
síðustu viku í bóka-
búðum Eymundsson
er hin 76 ára gamla
bók, Íslenzkir þjóð-
hættir, eftir Jónas
Jónasson. Þetta er
falleg endurútgáfa
frá bókaforlaginu
Opnu.
Hann fittar ekki inn í útlensku kenningarnar og romsan
með nöfnum hinna þekktu hugsuða sem brátt taka að falla
úr tísku og verða að þurru torfi, passa ekki á Birgi Andrés-
son frekar en pípuhattur, hvítir hanskar og montprik.
Vetrarbraut
Kjell Espmark
Njörður Njarðvík þýddi
Uppheimar 2010
HELGARBLAÐ
Þú getur nálgast
Fréttatímann frítt á
þjónustustöðvum
N1 um land allt