Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 26
Í Tösku- og hanskabúðinni finnur þú mikið úrval af handtöskum, tölvu- og skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum, ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt. Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á slóðina www.th.is þar sem hægt er að skoða úrvalið og gera góð kaup! Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is 21. til 23. október A f bókunum og kvikmynd-unum kenndum við Ljósa-skipti og þættina The Vamp- ire Diaries ber sjónvarpsþættina True Blood hæst í blóðsugugeiran- um þessi misserin enda um frábæra þætti að ræða sem hafa allt það til að bera sem heldur fólki límdu við skjáinn; spennu með hryllingsívafi, nekt, kynlíf og að sjálfsögðu ómót- stæðilegar blóðsugur. Þættirnir byggjast á The Southern Vampire Mysteries sem fjalla um æv- intýri gengilbeinunnar og hugsana- lesarans Sookie Stackhouse í hin- um sveittu Suðurríkjum sem verða ansi hreint æsileg og kynósa þegar vampírur stíga fram úr myrkri þjóð- sagnanna og vilja aðlagast mannlegu samfélagi. Ófétið sem varð kynvera Vampírur hafa skotið fólki skelk í bringu frá örófi alda og lifðu góðu lífi í munnmælasögum til forna. Á með- an vampírurnar léku aðalhlutverk í martröðum sauðsvarts almúga til forna voru þær ósköp ógeðslegar; illa lyktandi og andstyggilegar í útliti. Þegar rómantísku bresku skáldin tóku vampírurnar upp á sína arma fengu þær mannlegri eiginleika og eðalborna blóðsugan varð til. Dra- kúla greifi er vitaskuld þekktastur úr þeim ættboga. Vinsældir Drakúla, og vampírunnar almennt eftir að hún eignaðist göfugt ættartré, eru rakt- ar til þess seiðandi kynþokka sem fylgir hinum ódauðlegu. Þannig blasir til dæmis við að skáldsöguna um Drakúla má lesa sem dulbúna klámsögu fyrir teprulegan Viktoríu- tímann í Englandi. Bit blóðsugunnar er þá jafngildi samfara og ódauðleik- inn sem smitast við blóðblöndun við vampíru er þá kynsjúkdómur. Ást við fyrsta bit Á okkar tímum, þegar allt má, þýðir auðvitað ekkert að fara undan í flæm- ingi með kynsvall og lauslæti og í True Blood er heldur ekkert verið að fara fínt í hlutina; þar er allt löðrandi í nekt og kynlífi. Sama má segja um bækur Charlaine Harris sem þætt- irnir byggjast á. Þar eru nánast öll samskipti persóna keyrð áfram á kynferðislegri spennu. Flestar kven- persónur eru brjóstastórar píur sem eru óseðjandi við rúmstokkinn og vita ekkert betra en að leggjast með vampíru. Eðlilega þar sem allar aðal- blóðsugurnar í bókunum og þáttun- um eru stæltir strákar, vaxnir niður eins og klámmyndaleikarar og end- ast miklu, miklu lengur en dauðlegir menn í rúminu. Auk þess sem full- nægingin, sem næst þegar blóð- sugan bítur rekkjunautinn í hálsinn og drekkur af honum þegar leikar standa sem hæst, er engu lík. Bækur Harris eru bráðskemmti- leg og ávanabindandi lesning en munu seint teljast til alvöru bók- mennta. Bókaflokkurinn, sem nú telur tíu skáldsögur og nokkrar smásögur, minnir í raun um margt á Ísfólkið, það öndvegisdrasl sem hefur náð heljartaki á fjölda lesenda, ekki síst vegna fjörugs kynlífs. All- an Ball, sem á að baki hina stórfínu þáttaröð Six Feet Under, vinnur al- veg meistaralega úr þessum safa- ríka en grunna efnivið og hefur með True Blood töfrað fram alveg hreint magnaða sjónvarpsþætti. Fyrsti ár- gangur þáttanna náði strax flugi og sópaði að sér verðlaunum og síðan þá hefur þetta bara orðið betra en þriðji árgangur rann sitt skeið ný- lega í Bandaríkjunum við miklar vinsældir. Betri en bókin Ball fer þvers og kruss um bóka- flokkinn og sækir það sem honum hentar hverju sinni og færir í þann stíl sem hann hefur fundið þáttunum þannig að spennan og dýptin í þátt- unum er margföld á við það sem er að finna í bókunum. Leikaraval hans er óaðfinnanlegt þar sem hver pers- óna bókanna lifnar við og tútnar út. Anna litla Paquin, sem hlaut barn- ung Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í The Piano, er orðin fullorðin og ansi hreint kræf í kynlífinu þegar hún kemst upp á blóðbragðið af fyrsta kærastanum sínum, vampírunni Bill sem Stephen Moyer ljær rómantísk- an blæ töffarans sem er dæmdur til eilífs lífs. Bill er að vísu á stöðugu undanhaldi í bókunum eftir því sem hinn þúsund ára gamli víkingur Eric Northman gerist frekari til fjörsins og gráðugri í Sookie. Sænski leik- arinn Alexander Skarsgård er eitur- svalur í hlutverki Erics og er óum- deildur aðalgæinn í þáttunum þótt ætla megi að Ball muni passa betur upp á Bill en Harris hefur gert. Annars er auðvitað ómögulegt að spá fyrir um hvaða leiðir Ball velur í framhaldinu en hitt er þó víst að hann hefur enn úr haug af skemmti- legum grunnhugmyndum frá Harris að moða og gera að einhverju miklu magnaðra en hún hefur sett á blað. Ferskt blóð á skjánum Vampírur eru með lífseigustu skrímslum í sögu bókmennta og kvikmynda. Þær hafa sjaldan verið öflugri en nú og hafa læst tönnunum bæði í unglinga og fullorðna í bókum, bíó og sjónvarpi.  blóðsugur: FornAldArFyrirbæri leggjA undir sig 21. öldinA Dáðadrengurinn Dexter Spennuþættirnir um hinn geðþekka raðmorðingja Dexter Morgan, sem drepur bara illmenni sem eiga það skilið, eru ekki síður blóðugir en True Blood. Þættirnir eiga það sameiginlegt með True Blood að þeir taka frumtextanum sem þeir byggjast á fram í gæðum, dýpt og spennu. Fyrsta bók bandaríska rithöfundarins Jeff Lyndsay um Dexter var prýðislesning en síðan hefur grautur- inn verið að þynnast jafnt og þétt með framhaldsbók- unum þremur. Þættirnir hafa hins vegar orðið betri eftir því sem á líður. Fyrsta þáttaröðin fylgdi fyrstu bókinni nokkuð vel eftir en síðan skildi leiðir og miklu skemmtilegri sögur í sjónvarpinu voru vægast sagt laustengdar framhaldsbókunum. Á meðan Lyndsay á í bölvuðu basli með að halda dampi vindur sögu Dexters áfram með frábærum fléttum og persónum á skjánum. Þetta er meira að segja svo langt gengið að í seinni bókum sínum er Lyndsay farinn að sækja hugmyndir í þættina og útfæra í bókunum. Víkingurinn Eric gerir harða hríð að Bill og ætlar sér að komast yfir Sookie með öllum tiltækum ráðum. Bill hefur átt undir högg að sækja gegn Eric í bókunum en Alan Ball er líklegur til að halda yfir honum verndarhendi á skjánum. Sookie Stackhouse springur út sem kynvera eftir að hún leggst með blóðsugunni Bill. Fram í sviðsljósið Lafayette Reynolds Samkynhneigði kokkurinn á Merlotté s er einn allra mesti töffarinn í röðum dauðlegra manna í True Blood. Hann varð þó ekki langlífur í bókaflokknum þar sem hann fannst dauður í upphafi bókar númer tvö. Alan Ball sá hins vegar gullið í dásamlegri persónunni, framlengdi líf Lafayette í þáttunum og gaf honum miklu meira vægi. Sam Merlotte Bareigandinn, hamskipt- ingurinn og vinnuveitandi Sookie lætur stundum til sín taka í bókunum. Sjón- varpsþættirnir kafa samt sem áður miklu dýpra ofan í persónu hans og bakgrunn þannig að miðlungspersóna í bókunum fær að njóta sín í fremstu röð. Jason Stackhouse Kynóði ónytjungurinn Jason, stóri bróðir Sookie, er frekar þreytandi í bókum Charlaine Harris og hefur lítið til málanna að leggja. Í þáttunum er hann hins vegar orðinn alger lykilpersóna sem ástralski leikarinn Ryan Kwanten blæs ótrúlegu lífi í. Hoyt Fortenberry Hinn einlægi og fremur treggáfaði vinur Jasons Stachouse er ein fyndnasta og áhuga- verðasta persóna True Blood en í bókunum er hann varla mikið meira en nafnið. Breytingin sem á honum verður á skjánum er gott dæmi um hugmyndaauðgi og útsjónarsemi Alans Ball. Tara Thornton Æskuvinkona Sookie er algert aukanúmer í bókunum. Á skjánum er hún í forgrunni, snaróð í skapinu, fljótfær, grimm og til alls líkleg. Tara er jafn heillandi og spennandi persóna í sjónvarpinu og hún er litlaus og leiðinleg í bókunum. Bækurnar um Dexter fara versnandi á meðan sjónvarps- þættirnir um morðingjann eflast. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is sjónvarp 26 sjónvarp Helgin 22.-24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.