Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 66
66 dægurmál Helgin 22.-24. október 2010 Sigur lífSviljanS Fawad er ungur drengur í Afganistan sem hefur kynnst stórum sorgum en heldur samt ávallt í lífsgleðina. Allt frá fyrstu síðu nær þessi dásamlega saga tökum á hjarta lesandans. Fæddur í dimmum skugga er áhrifamikil saga sem mun heilla þá sem kunnu að meta Flugdrekahlauparann. „fallega skrifuð, hjartnæm og rækilega brydduð gamansemi ... Ótrúlega sterk.“ The News oF The wor ld www.forlagid.is Í slendingar hafa byggt upp eitt flottasta rafmagnskerfi í heimi og ætti því að vera leiðandi í rafbílavæðingu heims- ins. Við höfum til að bera allt sem þarf til að verða fyrsta þjóðin sem rafbílavæðist sem heild en höfum því miður ekki gert okkur gildandi í þessum efnum,“ segir sjónvarps- konan Jóhanna Vilhjálmsdóttir sem er lögst á árarnar með þeim sem vilja leggja grunn- inn að því að Íslendingar geti sem fyrst los- að sig við olíu og keyrt bílaflota sinn á inn- lendri og umhverfisvænni orku. Jóhanna leggur áherslu á hversu þjóð- hagslega hagkvæm rafbílavæðingin sé þar sem mikill gjaldeyrir myndi sparast ef olíuinnflutningur drægist saman í takt við fjölgun rafbíla auk þess sem stórfé myndi einnig sparast í innflutningi varahluta. „Stærstu borgir í heimi horfa til raf- bílanna og stórir bílaframleiðendur á borð við Nissan og Chevrolet eru komnir á kaf í þróun og framleiðslu rafbíla. Það er gríð- arlega mikil gróska í þessum iðnaði og ég held að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir því hversu langt þetta er komið og að rafbíllinn er nú þegar orðinn raunveru- legur möguleiki. Og við erum með þetta fullkomna kerfi og alla þessa orku og verð- um að stökkva á þetta. Verkefnið er leitt af EVEN, hópi fólks sem hefur safnað saman öllum upplýsingum sem þarf til að koma á orkuskiptum hérlendis. Við viljum fá fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög í þjóðarátak um rafbílavæðingu. Auðvitað vildi ég sjá stjórnvöld í broddi fylkingar í rafbílavæð- ingunni og ég veit að það eru góðir hlutir að gerast hjá Katrínu Júlíusdóttur í iðnaðar- ráðuneytinu. Stefnan er í lok árs 2012 verði öll undir- bygging dreifikerfisins tilbúin með kerfi hleðslupósta út um allt land. Við erum líka að fá framleiðendur rafbíla til liðs við okk- ur til þess að tryggja að við getum feng- ið bíla hingað fljótt og örugglega og svo snýst þessi vinna ekki síst um hugarfars- breytingu og að fá fólk til þess að ákveða að næsti bíll sem það fær sér verði rafmagns- bíll.“ Við erum með þetta fullkomna kerfi og alla þessa orku og verðum að stökkva á þetta.  Jóhanna VilhJálmsdóttir hugsar um heilsu og rafbÍla Jóhanna vill rafbílavæða landið og spara þjóðar- búinu milljarða með því að nýta innlenda og umhverfisvæna orku í samgöngum. Rafmögnuð sjónvarpsstjarna Eftir að Jóhanna Vilhjálmsdóttir yfirgaf Kastljós Sjónvarpsins hefur hún sinnt hugsjónum sínum af kappi og vinnur nú rafbílum brautargengi á Íslandi og boðar heilbrigða lifnaðarhætti á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Samband hugar og heilsu Jóhanna hefur undanfarin 15 ár verið með hugann við heilsu og heilbrigði og fær nú útrás fyrir þau hugðarefni sín á sjónvarpsstöðinni ÍNN þar sem hún er með Heilsuþáttinn á mánudags- kvöldum. Mataræði hefur verið í brennidepli hjá henni í fyrstu þáttunum en hún stefnir að því að fjalla um heilsu og heilbrigði í víðu samhengi. „Þetta snýst ekki bara um mataræði og hreyf- ingu heldur líka það sem við setjum í hausinn á okkur. Jákvætt hugarfar hefur svo mikið að segja fyrir líkamlega heilsu,“ segir Jóhanna sem kann vel við sig á hinni litlu stöð ÍNN þar sem flest er ólíkt því sem hún átti að venjast á Stöð 2 og risanum RÚV. Kardashian mjólkaði þrítugsafmælið sitt Þokkadísin Kim Kardashian gekk sennilega lengra en flestir aðrir í að mjólka peninga út úr af- mælinu sínu. Hún varð þrítug í gær en er samt búin að halda nokkrar veislur undanfarna viku í Las Vegas, New York og Toronto. Hún fékk risastóra bleika og svarta afmælisköku í Toronto með lógói snyrtivöruframleiðandans Fusion Beauty sem hún auglýsir. Hún fékk líka kökur á næturklúbbi í Las Vegas og veitingastað í New York. Hún heldur upp á afmælið sitt með því að sitja fyrir á bleiku bikiníi á forsíðu ástralska tímaritsins Cleo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.