Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 10

Fréttatíminn - 22.10.2010, Page 10
10 fréttir Helgin 22.-24. október 2010 www.friform.is TIL AFGREIÐSLU AF LAGER EÐA MEÐ STUTTUM FYRIRVARA LÆGRA VERÐ Í OKTÓBER ELdhúS - BAÐ - ÞVOTTAhúS - FATASKÁPAR 33 hurðategundir og -litir Afmælishátíð Fríform 10 ára 20% - 25% - 30% - 35% VIÐ BjÓÐUM BETUR: Gæði, þjónusta og verð, sem þú getur ekki hafnað! Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst. kl. 09-18 Laugard. kl. 11 - 15 HREINT OG KLÁRT 6% Möguleg Fækkun AtvinnulAusrA Fyrir 2013 Hagdeild ASÍ V ið höfum áhuga.“ Svör Páls Magnús-sonar útvarpsstjóra, Ara Edwald, for-stjóra 365, og Hilmars Björnssonar, sjónvarpsstjóra Skjás Golf, voru öll á sama veg þegar Fréttatíminn athugaði hug þeirra til sýn- ingarréttarins á Evrópukeppni U-21 árs lands- liða í knattspyrnu. Ísland er á meðal átta þátt- tökuþjóða eftir frækilega sigra á Skotum fyrr í október. Eftir því sem Fréttatiminn kemst næst bárust útboðsgögn frá Knattspyrnusambandi Evrópu á mánudag og hafa aðilar tíma til hádegis þriðju- daginn 26. október til að skila inn tilboðum. Ljóst er að allir leikir íslenska liðsins verða í opinni dagskrá hvar sem mótið verður sýnt þar sem það er skilyrt í samkomulaginu. Páll Magnússon útvarpsstjóri segir í samtali við Fréttatímann að það sé í samræmi við stefnu Ríkisútvarpsins að fylgja íslenska landsliðinu í alþjóðlegri keppni líkt og þessi keppni sé. „Við viljum sýna alla leiki með íslenska landsliðinu. Stundum tekst það og stundum ekki. ég reikna með keppni frá öðrum um þennan rétt en mið-  SJÓNVARPSRÉTTUR EVRÓPUKEPPNI U-21 Þrír berjast um réttinn á ungmennalandsliðinu ríkisútvarpið, 365 og skjár einn hafa fengið útboðsgögn varðandi sjónvarpsréttinn á lokakeppni evrópumóts u-21 árs landsliða í knattspyrnu sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Allir þrír aðilarnar eru áhugasamir um að ná sýningarréttinum. að við það skilyrði að sýna þarf leiki ís- lenska liðsins í opinni dagskrá er keppnin nú ekki eins aðlaðandi fyrir áksriftarsjónvarp,“ segir Páll. Ari Edwald, forstjóri 365, segir í samtali við Fréttatímann að ekki sé búið að ákveða þeirra megin hvort gert verði tilboð. „Þetta fellur ágæt- lega að okkar dagskrá. Ég geri ráð fyrir því að það verði mikill áhugi fyrir þessu móti og það væri skemmtilegt að geta sýnt þetta,“ segir Ari. Hilmar Björnsson, sjónvarpsstjóri Skjás Golf, sagði að menn þar á bæ væru að skoða hlutina. „UEFA hafði samband við okkur að fyrra bragði og bauð okkur útboðsgögn. Þetta er að sjálfsögðu spennandi en það liggur ekki fyrir hvort við bjóðum í réttinn,“ segir Hilmar. Mótið hefst 11. júní og fer úrslitaleik- urinn fram 25. júní. Dregið verður í riðla 9. nóvember næstkomandi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Páll Magnússon útvarpsstjóri og Ari edwald, forstjóri 365, eru báðir áhugasamir að ná sýningarréttinum. UEFA hafði samband við okkur að fyrra bragði og bauð okkur útboðsgögn. Þetta er að sjálfsögðu spennandi en það liggur ekki fyrir hvort við bjóðum í réttinn.“ gylfi Þór sigurðs- son og félagar hans verða í eldlínunni í Danmörku á næsta ári. Fjárhagsleg endurskipulagning icelandair group í höfn lokasamningar vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar icelandair group hafa verið undirritaðir, að því er fram kemur í kauphallartilkynningu. nýtt hlutafé í reiðufé kemur inn en fjárfestar hafa skráð sig fyrir um 5,5 milljörðum króna að markaðsvirði. stærstu lánveitendur félags- ins hafa breytt skuldum að fjárhæð 3,6 milljarðar króna í hlutafé. Þá lækka vaxta- berandi skuldir um ríflega 10 milljarða með yfirfærslu og sölu á tilteknum eignum. Þær verða 26 milljarðar eftir endur- skipulagn- inguna. Félagið fyrirhugar að safna um 2,5 milljörðum króna til viðbótar með útgáfu nýs hlutafjár. -jh Hagdeild ASÍ spáir tæplega 4% samdrætti í lands- framleiðslu á þessu ári en þá taki við tveggja ára hægur vöxtur. Á næstu árum munu ráðstöfunar- tekjur aukast lítið og atvinnuástandið verður erfitt. Hægt mun draga úr atvinnuleysi sem gert er ráð fyrir að komið verði niður undir 6% á árinu 2013. Verðbólga verður hófleg, um eða innan við 2% næstu árin, og vextir fara lækkandi. Gert er ráð fyrir að gjaldeyrishöftum verði létt af í áföngum næstu misserin. Vegna óvissu um áframhaldandi framkvæmdir við álver í Helguvík er ekki gert ráð fyrir þeim né orkuframkvæmdum þeim tengdum í spá hagdeildar. „Takist hins vegar að nýta þau tækifæri sem þar liggja til að skapa ný störf og aukin verðmæti myndi hagvöxtur næsta árs nær tvöfaldast og atvinnulausum fækka um 1.300 manns auk þess sem betri skilyrði sköpuð- ust fyrir styrkingu krónunnar,“ segir í spánni. ASÍ gerir ráð fyrir hægfara bata  HÓPUPPSögN í ORKUVEITU REyKJAVíKUR Fólk með áratuga reynslu missti vinnuna Trúnaðarmaðurinn Stefán Pálsson missti vinnuna í gær eins og 64 aðrir starfsmenn. Þeir fá ekki að vinna uppsagnarfrestinn. Minjasafni Orkuveitunnar lokað, hálf almanna- tengsladeildin horfin og starfsfólk tínt út úr öllum deildum. 65 fastráðnum starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur var sagt upp störfum í gær, 45 körlum og 20 konum. Fastráðnu starfs- fólki fækkar um ellefu prósent og svipað margir starfa nú hjá fyrirtækinu og árið 2004. „Þetta er fyrsta hópuppsögnin í sögu Reykjavíkur- borgar,“ segir Stefán Pálsson, forstöðumaður Minjasafnsins og fyrrum trúnaðarmaður sem nú missir vinnuna. „Mér finnst svona frekar að fólk hafi verið rekið og því fylgt út heldur en að það missi vinn- una í sparnaðarráðstöfun. Fólki var ekki gefinn langur tími til að ryðja borðin,“ segir hann og bendir á að engum hafi verið boðið að vinna uppsagnarfrestinn. „Innan fyrirtækisins er hár meðalaldur og ég þekki því fólk sem er komið yfir sextugt og missti vinnuna eftir áratuga störf hjá fyrirtækinu. Það er sárt að sjá enda fólkið ekki í sömu aðstöðu og ég, 35 ára, og sá mig ekki eldast í starfinu.“ Erfiðast af öllu segir Stefán þó síðustu vikur hafa verið starfsfólkinu. „Uppsagnirnar í Orku- veitunni eru skólabókardæmi um hvernig ekki á að standa að slíku. Fyrirtækið hefur verið í viðvarandi gíslingu í fjörutíu til fimmtíu daga,“ segir hann. „Á sama tíma og málið velktist um í fjölmiðlum var afstaða stjórnenda sú að þeir segðu ekki neitt og litu starfsmenn hornauga, segðu þeir eitthvað. Ég held að þessi leynd hafi ekki orðið til að bæta ástandið.“ Margt starfs- fólk sé því reitt og tætt. „Það verða talsverð sár eftir hjá mörgum.“ Ástæða uppsagna Orkuveitunnar eru vegna erfiðar fjárhagstöðu fyrirtækisins. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.