Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 18
Ég hef aldrei
fundið þörf
fyrir að vera
fremstur
á sviðinu.
Vörnin er
ekki síður
mikilvæg en
sóknarlínan.
Tónelsk fjölmiðla
fjölskylda
Móðurafi Pétur
Pétursson,
þulur á Ríkis útvarpinu.
Móðir ragnheiður
Ásta Pétursdóttir,
þulur á Ríkis útvarpinu.
faðir gunnar
eyþórsson
blaðamaður.
stjúPi jón Múli
Árnason,
þulur á Ríkisútvarpinu
og lagahöfundur.
Bróðir Pétur
gunnarsson
blaðamaður.
eiginkona ellen
kristjÁnsdóttir
söngkona.
MÁgur kk
tónlistarmaður.
dæturnar þrjÁr
sigríður,
í námi við Listaháskólann
í tónsmíði, syngur og hefur
gefið út disk.
elísaBet,
syngur og hefur gefið út
disk með tónlist við ljóð
Einars Más Guðmunds
sonar.
elín,
syngur og hefur gefið út
disk.
tengdasonur þor
steinn einarsson,
söngvari í
Hjálmum.
sonurinn eyþór ingi
eyþórsson,
13 ára, er yngstur barna
Eyþórs og Ellenar. Sýnir
tónlistinni einnig áhuga og
semur og spilar.
l
eiðir okkar Eyþórs lágu
fyrst saman um fimm ára
aldur. Við lékum okkur
saman og vart bar skugga
á vináttuna nema hugsan-
lega þegar deilt var um hlutverkaskip-
an í mömmuleiknum.
Seinna – mun seinna – sátum við
í sama bekk á menntaskólaárunum,
nema hvað maðurinn var mjög sjald-
an við. Fáir komust upp með það hjá
Guðna rektor. Eyþór Gunnarsson
varð þó stúdent frá Menntaskólanum
í Reykjavík án þess að sjást þar meira
en endrum og eins í fimmta bekk og
var utan skóla í sjötta bekk. Reynd-
ar kveðst hann tvisvar hafa farið til
rektors til að segja sig úr skólanum.
Rektor fékk hann ofan af þeim áform-
um og stúdent varð hann frá MR, þótt
hugurinn dveldi fremur við tónlist en
skólaskruddur. Enda segir hann tón-
list einstaka að því leyti að hún sendi
sálina á flug.
Oftar en ekki er Eyþór maðurinn í
bakgrunni á sviðinu. Hann sinnir sínu
af fagmennsku þótt hann hrópi ekki á
torgum.
Tónlistarmaðurinn er nýbúinn að
taka upp jólaplötu með Memfismafí-
unni þegar við spjöllum saman. Ekki
er ráð nema í tíma sé tekið – jólastemn-
ingin getur hafist á hvaða árstíma sem
er í hljóðverum landsins.
Afinn lagði grunninn
„Ég var átta eða níu ára þegar ég hóf
tónlistarnám, sá eini minna systkina.
Móðir mín og afi sendu mig af stað. Ég
sýndi tónlistaráhuga.“ Hann var send-
ur í einkatíma til Jórunnar Norðmann.
„Hún var góður kennari – og frænka
Jórunnar Viðar. Hún var góð við mig.
Ég var nú ekkert sérstaklega duglegur
að æfa mig. Það kom snemma í ljós að
ég yrði vart klassískur tónlistarmaður
því ég var ekki duglegur að sitja við og
æfa mig og lesa nótur.“
Unglingurinn kom upp í Eyþóri eins
og gengur, og hann hætti tónlistar-
námi. „Það var ekkert gaman að sitja
inni og æfa sig þegar allir aðrir voru
að gera eitthvað annað!“ Þar setti hann
nánast punktinn við eiginlegt tónlist-
arnám, að því frátöldu að hann lauk
fyrsta stigi á trompet. Átján ára fór
hann þó, að eigin frumkvæði, í Tón-
skóla Sigursveins og lærði hjá Brynju
Guttormsdóttur. „Hún tók mig í tækni-
lega tilsögn og reyndi að leiðrétta ósiði
sem ég var kominn upp á af því að vera
að spila próflaus og réttindalaus,“ seg-
ir Eyþór og hlær. „Það var mjög gott
nám, þar spilaði ég nokkuð krefjandi
klassísk píanóverk. Að öðru leyti er ég
sjálfmenntaður í faginu.“ Afinn keypti
orgel og magnara handa stráknum
og útvegaði æfingahúsnæði. Æfinga-
húsnæði Lúðrasveitar verkalýðsins.
„Afi gerði mér algjörlega kleift að
komast inn í tónlistina. Hann keypti
mitt fyrsta hljóðfæri. Rándýrt á sínum
tíma. Það lagði grunninn að mínum
græjukosti því svo seldi ég það upp í
aðrar græjur.“
Hljómsveit stráklinga varð til. Aldrei
fékk hún nafn né kom fram opinber-
lega. Upphaflega voru hljómsveitar-
meðlimir aðeins tveir, hann sjálfur og
Ludvig Forberg trommuleikari. Eirík-
ur Eyvindsson gítarleikari, elsti bróðir
Erps Eyvindarsonar, bættist seinna í
hópinn og þeir fiktuðu sig áfram, eins
og Eyþór orðar það.
Lærði á slagverkið með
Bubba á Kúbu
Píanó og slagverk játar Eyþór að
kunna ágætlega á – annað sé ein-
göngu gutl. Slagverkið heillar hann
ekki hvað síst eftir ferð til Kúbu með
Bubba Morthens við plötuupptöku.
„Hér á landi er ekki mikil slagverks-
hefð. Kúba er hins vegar Mekka slag-
verksins. Þessir flinku menn sem léku
með okkur á plötunni hans Bubba voru
að hluta til úr Buena vista social club.
Þeir kenndu mér nokkur handtök og
svo keypti ég konga-trommur af þeim
þegar þeir komu til Íslands til að spila
með Bubba.“
Á tónleikum KK um daginn voru
mörg hljóðfæri á lofti. „Jú, í sumum
lögum er ekkert að gera fyrir píanóið,
þá grípur maður í gítar eða banjó eða
eitthvert annað hljóðfæri, bara til að
vera með,“ segir hann og kímir. „Það
gengur ekki að sitja verklaus á svið-
inu ef það er hægt að gera eitthvert
gagn.“ Þögnin er þó ekki síður mikil-
væg í tónlist. „Maður verður líka að
vita hvenær á að þegja.“
Hljómsveitin Mezzoforte hefur ver-
ið rauði þráðurinn í tónlistarlífi lista-
mannsins. Sveitin var stofnuð 1977.
Hún hefur fylgt Eyþóri upp frá því og
hann henni. Þeir félagar hafa leikið í
um fjörutíu löndum heims og nú er um
mánaðartónleikaferð að hefjast í tilefni
af plötuútgáfu.
Samhliða Mezzoforte hefur Eyþór
leikið og hljóðritað með ýmsum hljóm-
sveitum. Með Mannakornum lék hann
fyrst aðeins sautján ára og skömmu
síðar var hann farinn að spila inn á
hljómplötur fyrir ýmsa tónlistarmenn,
til dæmis Gunnar Þórðarson. Hann
kynntist því fljótlega vinnubrögðum
við upptökur og útsetningar og fór inn
á braut tónlistarstjórnar. „Listamað-
urinn ræður ferðinni en hlutverk upp-
tökustjóra í upptökum er að finna hver
sýn listamannsins er og gera hana að
veruleika. Upptökustjórinn verður oft
ósýnilegur og á að vera það, því hann
á að láta listamanninn njóta sviðsljóss-
ins.“
Lítillætið einkennir einmitt Eyþór
Gunnarsson. Hann er þó oftar en ekki
nærri þar sem fleiri en tveir tónlistar-
menn koma saman, gjarna í bakgrunn-
inum. Lætur ekki fara mikið fyrir sér
en það munar um manninn. Hann
hlær að þessari athugasemd. „Já, það
er reyndar ótrúlegur hellingur af fólki
sem hringir og biður mig að vera með!
Jú, sjálfsagt hef ég áratuga reynslu og
hef leikið mismunandi stíl. Svo hef ég
gaman af að taka þátt í að láta hlutina
virka. Ef til vill er það þess vegna sem
leitað er til mín.“
Mezzoforte stærri úti í
heimi en á Íslandi
Mezzoforte ævintýrið stendur enn þótt
ekki fari það sérstaklega hátt á Íslandi.
Árlega fara þeir félagar í tónleikaferð-
ir. Á árinu hafa þeir meðal annars
spilað í Suður-Afríku. Mezzoforte er
með umboðsskrifstofu í Þýskalandi
og vefsíðu sem berast margar fyrir-
spurnir. Auk þess að leika á djasshá-
tíðum eru þeir með eigin tónleika. Nú
stendur fyrir dyrum sextán tónleika
röð í átta löndum. „Við spilum frá
Spáni í suðri, í Þýskalandi, Hollandi,
Slóvakíu, Tékklandi, Noregi og Hvíta-
Rússlandi auk þess að spila þrenna
uppselda tónleika austast í Rússlandi,
í Vladivostok.“ Eyþór viðurkennir að
sveitin eigi eldheita aðdáendur, gjarna
úr hópi tónlistarmanna sem finnst þeir
hafa lært af Mezzoforte. Hvers vegna
er aðdáendahópurinn á Íslandi þó ekki
stærri en raun ber vitni? „Ja, þetta er
tónlist fyrir minnihlutahóp, svona sér-
vitringa, og á Íslandi er sá hópur svo
lítill,“ segir Eyþór og kímir. „Við erum
svo sem ekki á allra vörum þarna úti í
heimi heldur, en minnihlutahóparnir
þar eru það fjölmennir að við getum
starfað þar.“
Stofnendur Mezzoforte voru Eyþór,
Gunnlaugur Briem, Friðrik Karlsson
og Jóhann Ásmundsson. Friðrik er enn
í teyminu og kemur að plötuupptöku
en hefur of mörg járn í eldinum í Lond-
on til að fara í tónleikaferðalögin með
hópnum. Óskar Guðjónsson leikur á
saxófón og einnig hafa Þjóðverjar, gít-
arleikari og trompetleikari, spilað með
þeim. „Oftast erum við sex, stundum
sjö, og svo allt upp í tíu manns. Þetta
getur verið heilmikil skipulagsvinna.
Slagverksleikarinn okkar hefur verið
að ferðast með tónlistarkonunni Shak-
iru. Heimsbyggðin sá hann á sviðinu
með henni í Suður-Afríku við setning-
arathöfn Heimsmeistaramótsins í fót-
bolta. Hann fer einmitt beint af tón-
leikunum okkar í Vladivostok yfir til
Lyon í Frakklandi. Þar á hann að mæta
á æfingu hjá Shakiru.“
Sálin er í jassinum, játar Eyþór. Þar
nær hann að koma því á framfæri sem
honum liggur á hjarta. Einhvern dag-
inn ætlar hann að vinna tónlist aðeins
á eigin forsendum. „Mér finnst gaman
að mínimalisma og látlausu spili, eins
og til dæmis sálmadiskinum sem við
Ellen gerðum saman. Þótt líka sé gam-
an að stórum útsetningum. Það ein-
falda er oft best en jafnframt erfiðast.“
Eyþór hefur sungið bakraddir, en
hefur hann einhvern tíma langað til
að verða söngvari? Svarið er einfalt:
„Nei. Ég hef aldrei fundið þörf fyrir að
vera fremstur á sviðinu. Vörnin er ekki
síður mikilvæg en sóknarlínan. Það er
gott að vera í vörninni.“
Líður best aftast á sviðinu
tónlistarferill Eyþórs Gunnarssonar spannar rúm þrjátíu ár. hann er einn afkastamesti og virtasti upptökustjóri landsins, hefur ferðast með
Mezzoforte til um fjörutíu landa, skroppið til kúbu með Bubba Morthens, leikið með stuðmönnum, ellen kristjánsdóttur konu sinni og fjöl
mörgum fleiri. Hann verður á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar og á glæsilegum tónleikum KK nýlega var vart hægt að koma tölu á þann
fjölda hljóðfæra sem hann lék á. Ólöf Rún Skúladóttir ræðir hér við þennan gamla skólafélaga sinn.
18 viðtal helgin 22.24. október 2010