Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 22.10.2010, Blaðsíða 24
Einu sinni kom á Blindró hálfpartur af manni frá Finnlandi – hann var svo lítill. Hann hafði verið sýningar- atriði í Sirkus og var blindur þar að auki. B irgir Andrésson var einn fremsti myndlistarmaður þjóð-arinnar, hafði verið fulltrúi Ís- lands á Feneyjatvíæringnum og sýnt verk sín víða um lönd, þegar hann féll frá, rétt fimmtugur að aldri 25. október 2007. Þröstur Helgason bókmennta- fræðingur og fyrrverandi ritstjóri Les- bókar Morgunblaðins og Birgir voru nágrannar á Vesturgötunni í Reykja- vík. Fljótt eftir að þeir kynntust hóf Þröstur að draga saman efni í bók um Birgi, tók við hann viðtöl og skráði hjá sér magnaðar sögur hans. Bókin átti að vera úttekt á list Birgis en við frá- fall hans varð hún jafnframt að lífssögu hans og í bókinni er tæmandi skrá yfir sýningar hans og feril. Hálfpartur af manni frá Finnlandi Ég ólst upp á Blindraheimilinu og held þetta hafi byrjað þar. Mörgum þykir það svolítið skrýtið að fara í mynd- list og vera alinn upp á Blindró. En ég held það hafi verið eini möguleikinn. Þetta var svona lýsingasamfélag. Fólk kom í kvöldkaffi til mömmu og pabba og sagði sögur af skrýtnum mönnum. Oft var ekki einu sinni kveikt ljós enda voru allir blindir nema ég. En maður hlustar betur í myrkri. Og ég sat oft í myrkrinu og hlustaði. Núna eru svona heimsóknir liðin tíð. Kvöldkaffi heldur bara vöku fyrir fólki. Pabbi var bólstrari og það gat ver- ið forvitnilegt að heyra hann tala við blinda kollega sína um einhver ný pa- tent í iðninni. Þeir þurftu að útskýra fyrir hver öðrum hvernig hluturinn var og virkaði. Þeir gátu ekki teiknað hann upp eða skoðað ljósmynd. Orð voru því notuð. Lýsingarnar voru æði skrautleg- ar. Og svo sögðu þeir: Jaaá, þú átt við það! Þarna liggur kannski grunnurinn að myndlist minni. Einu sinni kom á Blindró hálfpartur af manni frá Finnlandi – hann var svo lítill. Hann hafði verið sýningaratriði í Sirkus og var blindur þar að auki. Birgir heitinn Andrés- son myndlistarmaður var annálaður sagna- meistari og þeir eigin- leikar koma vel fram í bókinni Birgir Andrés- son Í íslenskum litum, eftir Þröst Helgason. Hér eru birtir kaflar úr bókinni sem Crymogea gefur út.  Lífssaga Það verður að vera hamingjusáLdur Sagnameistarinn og myndlistarmaðurinn Hann hét Manu og hélt sýningar á Röðli og víðar þar sem hann fór í gegnum hring. Hann kom á þorrablót á Blindró. Árshá- tíðir og þorrablót á Blindró voru mjög skemmtileg. Maður beið í marga mánuði. Fólkið borðaði í mötuneytinu og svo var farið niður í burstagerð. Og þangað kom Manu í sundskýlu. Það var búið að setja dýnu, sem pabbi reddaði, á gólfið og hann fór tvöfaldur í gegnum stálhring. Nema hvað, ég þurfti að lýsa þessu fyrir blinda fólkið. Þá heyrðist úr salnum: Og hvað er hann að gera núna? Þegar skemmtiatriðin voru búin var slegið upp balli. Þá fékk ég að spila með hljómsveitinni sem var skipuð blindum músíköntum, sló með kjuðum í sembala, alveg út úr takti. Og mamma og pabbi dönsuðu. Þetta var blint stuð. Það var stór- kostlegt að fá að taka þátt í þessu. Þetta var svo klikkað. Þetta var veröld innan veraldarinnar. Við vorum fyrsta familían sem fluttist inn í gamla húsið sem við köll- uðum svo. Það var hræðilegur arkitektúr. Íslensk menning er strigapoki Ég lenti einhvern tímann í því að fara með Helga frá Grund, sem bjó á Blindra- heimilinu, til systur hans, Beggu. Hún átti heima rétt hjá Blindró. Hann var svo stirður að ég var örugglega kortér að draga hann leið sem ég var þrjár mínútur að ganga sjálfur. Síðan kom karlinn heim og fór að segja okkur að kerlingarnar kæmu mikið út á tröppur og töluðu um það hvað hann væri lepur. Ég sagði við mömmu að ég skildi ekkert í því hvers vegna Helgi væri að tala um hvað hann væri lepur því að svo þyrfti ég að draga hann þarna til Beggu sestur. Farið var í árlegar sumarferðir, þar á meðal á Kirkjubæjarklaustur. Við tjöld- uðum á túni í bænum. Þar voru einhverjir krakkar að flækjast með strigapoka sem Helgi fékk lánaðan. Karlinn fór ofan í strigapokann og í pokahlaup. Hann var eins og statt naut þegar þurfti að labba á milli húsa í bænum en þarna hoppaði hann í strigapokanum eins og krakki, menn voru helst hræddir um að hann myndi hoppa ofan í skurð. Hann var loksins frjáls þegar hann var kominn ofan í poka. Íslensk menning er kannski strigapoki, þegar maður fer ofan í hann þá hoppar maður og djöflast. Komdu hérna helvítið þitt Ég fyrirgef þeim aldrei þarna í Slunkaríki að hafa ekki boðið mér til Ísafjarðar. Ég hef alltaf sent verkin vestur. Kristján Guð- mundsson sagði þeim að það yrði bæjar- prýði af Bigga Andrésar á Ísafirði en þau þvertóku fyrir það. Ég sýndi 10 ný stjörnu- merki, gerð úr steypustyrktarjárni. Það komu tvær bæjarfyllibyttur sem vanalega skoða ekki myndlistarsýningar en þær skoðuðu mína. Annars er yfirleitt myndarlegt fólk þarna að vestan. Bryndís Schram sagði mér þegar hún uppgötvaði að ég væri Vestmannaeyingur að munurinn á þeim og Ísfirðingum væri sá að þegar Eyjamenn dyttu í það þá segðu þeir: Komdu hérna og fáðu þér sopa. En Ísfirðingar segðu: Komdu hérna helvítið þitt, ég ætla að kýla þig. Ísfirðingar eru flottir. Hamingjusáldur Ég er enginn rökhyggjumaður. Mér þykja myndlistarmenn sem vinna út frá rök- hyggju yfirleitt leiðinlegir. Það vantar í þá þetta klikk. Það verður að vera ham- ingjusáldur. Það orð kemur frá Þórði Ben Sveinssyni myndlistarmanni. Hann fór í Bernhöftsbakarí og vildi fá vínarbrauð og konan spurði hvernig: Ég vil fá það með svona hamingjusáldri, sagði Þórður. Og átti sennilega við glassúr. Það verður að vera hamingjusáldur á myndlistinni. Annars verður hún bara við- brunnin. Og myndlistarmenn verða að vera svo- lítið klikkaðir – þó að það sé kannski hall- ærislegt að segja það. Það er jafnvel nauðsynlegt að lenda í lélegu uppeldi, vera laminn og svona. Það kemur eitthvað út úr því. Birgir Andrésson Ólst upp með blindum foreldrum sínum á Blindraheimilunu frá því hann var fjögurra ára. Dvölin þar setti síðar svip sinn á list hans. Ljósmynd/Goddur Frægir lopafánar Birgis. Voru í öndvegi þegar hann sýndi á Feneyjatvíæringn- um fyrir hönd Íslands. 24 bækur Helgin 22.-24. október 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.