Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1984;70:121-29 121 Guðmundur Björnsson, Guðmundur Viggósson, Jón Grétar Ingvason GLÁKA Á ÍSLANDI, 1. GREIN: ALGENGIHÆGFARA GLÁKU 1982 INNGANGUR í peim tilgangi að fá upplýsingar um notkun glákulyfja og um glákusjúklinga, sem eru á lyfjum hér á landi, m.a. til faraldsfræðilegra kannana, fengu greinarhöfundar leyfi heil- brigðisráðuneytisins til þess að innkalla alla útgefna lyfseðla er hjóða á glákulyf. Innköll- unarleyfið gilti frá 1. september 1981 til 1. mars 1982. Grein sú sem hér birtist er sú fyrsta, sem unnin er úr þessum gögnum og fjallar hún um algengi (prevalence) hægfara gláku hér á landi. Ekki er vitað að slíkri könnunaraðferð hafi verið beitt annarsstaðar. í síðari greinum verður m.a. borin saman faraldsfræði gláku í þessari könnun og fyrri könnunum, svo og algengi hægfara gláku hér á landi og í nágrannalöndum. Einnig verður fjallað um notkun glákulyfja m.t.t. magns og skömmtunar einstakra lyfja ásamt gerð sam- settrar meðferðar. EI NIVIÐUR OG AÐFERÐIR í þessari grein segir frá þeim einstaklingum á íslandi á tímabilinu 1. september 1981 til 1. mars 1982, sem vitað er að notuðu glákulyf, ennfremur þeim glákusjúklingum, sem gengist hafa undir aðgerð vegna hægfara gláku eftir 1970 og voru á lífi 31. desember 1981, en notuðu ekki glákulyf. Upplýsingar um sjúk- linga, sem eru ekki á lyfjameðferð, en hafa ver- ið skornir við gláku, fengust úr sjúkraskrám augndeildar Landakotsspítala og Fjórðungs- sjúkrahússins Akureyri, en þetta eru einu stofnanirnar hérlendis sem annast augnað- gerðir. Frá göngudeild augndeildar Landakotsspít- ala fengust upplýsingar um 706 sjúklinga af 1916, sem þessi könnun nær til eða tæplega 37 %. Fengust ekki aðeins upplýsingar um lyfjanotkun heldur einnig um augnhag þeirra almennt. Allir sjúklingar í þessari könnun 50 Frá augndeild Landakotsspítala. Greinin barst 20/10/1983. Samþykkt til birtingar og send í prentsmiðju 23/10/1983. ára og eldri, sem eru í eftirliti á göngudeild augndeildar eru með hægfara gláku. Skilgreining hægfara gláku (open-angle glau- coma) á göngudeild augndeildar, er sú sama og notuð var í Framinghamkönnuninni í U.S.A. 1973-74 (1), samanber og leiðara á öðrum stað í þessu tölublaði. Á árunum 1973- 1978 voru 816 sjúklingar skráðir á gláku- deildina, en af þeim voru sjö með glaucoma acutum eða subacutum (bráðagláku) og sjö voru með glaucoma secundarium (fylgigláku), allir innan við fimmtugt (2). Undantekning er, að bráðaglákusjúklingar noti glákulyf til lengd- ar, þar eð aðgerð veitir lækningu á sjúkdómn- um og við fylgigláku eru glákulyf lítið notuð. Af framansögðu má ráða, að næstum allir sjúklingar 50 ára og eldri í þessari könnun, sem nota glákulyf og engar aðrar upplýsingar liggja fyrir um, séu með hægfara gláku. Eins og fram kemur í þessari grein eru ekki allir á eitt sáttir með skilgreiningu hægfara gláku og gætu því einhverjir flokkast undir glákugrun (glaucoma suspectum). í töflu I greinir frá fjölda og hlutfallstölu glákusjúklinga, sem voru á lyfjameðferð á könnunartímabilinu og sjúklingum, sem gengist hafa undir gláku- aðgerð og eru án lyfja. Rúmlega 80 % af heildinni nota glákulyf (76..6 % karlar, 84.3 % konur). NIÐURSTÖÐUR Fjöldi og algengi glákusjúklinga á öllu landinu. í töflu II er árgangaskipan og kynskipting 1916 þekktra glákusjúklinga á íslandi á könn- unartímabilinu. Vegna fæðar glákusjúklinga undir fertugu eru glákusjúklingar á aldrinum 0-39 hafðir í einum flokki. Eru karlar í naumum meirihluta, 991 karl á móti 925 konum (51.7%, 48.3%). Rúmlega 91% af heildinni eru komnir yfir sextugt, rösklega tveir þriðju hlutar yfir sjötugt og tæplega 30 % yfir áttrætt. Á 1. mynd er sýndur fjöldi karla og kvenna eftir 40 ára aldur í hverjum tíu ára aldurs- flokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.