Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 27
LÆKNABLADID
133
ans við samskonar verkefni í framtíðinni. Próf-
ið á því að fjalla fyrst og fremst um þau atriði
sem nemandinn þarf frekast að fást við í starfi
síðar, en ekki snúast nema að mjög litlu leyti
um vandamál sem sjaldgæf eru.
Algeng vandamál eiga að vera algeng þróf-
verkefni, sjaldgæf vandamál sjaldgæf þrófverk-
efni. Prófið þarf þannig að vera sniðið eftir
því, sem nemandinn mun í raun fást við sem
læknir. Þá á þrófið einnig að reyna mest á þá
þætti sem eru þýðingarmestir. Til glöggvunar
má spyrja, hvort atriðið sé algengt viðfangs-
efni, hvort vanþekking á því muni hafa alvar-
legar afleiðingar fyrir sjúkling eða nem-
andans sem læknis almennt og hvort það
sé atriði sem gera verði ráð fyrir að allir
kunni skil á. Á þennan veg má draga atriði í
dilka og meta, hve stór hlutur þeirra skulli vera
í prófi (3).
Fyrir utan vankanta tengda áreiðanleika og
gildi, eru helstu gallar prófa venjulega þessir:
a. Prófuð eru minnisatriði, sem fljótt gleymast
og verða úrelt að stórum hluta, jafnvel áður
en nemandinn lýkur námi.
b. Prófað er mest úr því sem sagt er í
fyrirlestrum, en það dregur úr lestri, bæði
kennslubóka og tímarita.
c. Ekki er prófað í hæfni til að leysa úr
vandamálum.
d. Ekki er prófað í getu til að tvinna saman
kunnáttu í mismunandi greinum.
Að lokum skal þess minnst, að próf verður að
vera framkvæmanlegt, en kostnaður og ýmsir
tæknilegir erfiðleikar geta reynst ofjarlar fá-
tækum læknaskóla.
Próf við Læknadeild Háskóla íslands
Próf við Læknadeild Háskóla íslands eru
nokkuð mismunandi, en lang algengast er að
þau séu gerð úr spurningum sem svarað er í
stuttu máli og fjölvalsspurningum eða afbrigð-
um af þeim, (t.d. rétt-rangt spurningum).
Ritgerðarverkefni eru mun sjaldnar notuð og
munnleg próf og verkleg próf enn sjaldnar.
Fjölþættasta prófið í Læknadeild er próf í
lyflæknisfræði í lok námsins. Prófið er í 3
hlutum; skriflegum, munnlegum og verklegum
hluta. Skriflegi hlutinn, þar sem um er að ræða
fjögurra stunda próf, er samsettur úr fjölvals-
spurningum er gilda 40 % og tveimur ritgerð-
arverkefnum, er hvort um sig er metið til
30 % prófsins. í munnlega prófinu dregur
stúdent verkefni og fær eitt aðal- og eitt
aukaverkefni. Prófið mun taka 30-40 mínútur.
í verklega prófinu gengur stúdent á fund þess
kennara er prófar hann og fær þar sjúkling til
skoðunar, en kennarinn og prófdómari fylgjast
með er stúdent leitar eftir upplýsingum hjá
sjúklingnum og skoðar hann. Mjög svipað er
farið að í lokaprófi í handlæknisfræði.
í geðlæknisfræði er munnlegt próf í lok
námskeiðs. í því prófi er gengið út frá, annað
hvort sjúkraskrá er stúdent hefur ritað á
námskeiðinu eða ritgerðarverkefni er hann
hefur skrifað undir handleiðslu kennara í
náminu. Til skamms tíma var lagt mat á
sjúkraskrár er stúdent ritaði meðan á nám-
skeiðinu stóð, frammistöðu i klíníkum og um
ræðufundum, svo og aðra frammistöðu á
námskeiðinu og stúdent gefin fyrir þetta eink-
unn, er reiknuð var sem hluti af lokaeinkunn.
Þetta er þó niður lagt að sinni. Munnlegt próf
er einnig í réttarlæknisfræði. í heimilis-
læknisfræði er ekki um eiginlegt próf að
ræða, heldur er einkunn gefin eftir mæt-
ingu og annarri frammistöðu meðan á nám-
skeiðinu stendur. Próf í öðrum greinum eru
fyrst og fremst skrifleg.
Um þessi próf má segja þetta:
Próf sem fyrst og fremst eru byggð upp úr
spurningum sem svarað er í stuttu máli eða
fjölvalsspurningum, en þetta er algengasta
prófgerðin í Læknadeild, eru tiltölulega auð-
veld í gerð, þannig að þau verði áreiðanleg.
Þau fjalla þó oftast að verulegu leyti um
minnisatriði og oft um aukatriði og þegar svo
er verður að draga í efa að þau hafi mikið
gildi. Ritgerðarverkefni reyna meira á skilning
stúdents og notkun á því sem hann kann, en þó
fer oft svo að nemendur draga ekki saman og
gera upp, heldur skrifa allt sem þeir vita og
gera lítinn greinarmun á aðal- og aukaatriðum.
Þá er erfiðleikum háð að meta verkefnin til
einkunnar, þannig að áreiðanlegt sé, nema
gerð sé fyrirfram skýr áætlun um hvaða atriði
skuli koma fram í ritgerðinni, hvernig gefið
skuli fyrir hvert þeirra og hvað draga skuli frá
fyrir þau atriði sem vantar.
í munnlegu prófi er hægt að fara nánar út í
þau atriði sem þykja þýðingarmikil og kanna
þar bæði þekkingu og skilning stúdents. Að-
stæður í munnlegu prófi nálgast að vera það
sem gerist við vissar kringumstæður í klínískri
vinnu, en hins vegar mun raunin sú, að
stúdentum er illa við munnleg próf og flestir
kjósa fremur skrifleg. í munnlegu prófi, eins
og þau gerast í Læknadeild, er þó mjög erfitt
að komast að áreiðanlegri niðurstöðu um