Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 22
130
LÆKNABLADID
NABLAÐIÐ
THE ic:
B
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafélag Islands og
Læknafélag Reykjavíkur
70. ÁRG. - MAÍ 1984
Hægfara gláka
Langalgengasta gerð gláku er svokölluð hæg-
fara gláka (glaucoma chronicum, glaucoma
simplex, open angle glaucoma), sem er nær
eingöngu sjúkdómur roskins og aldraðs fólks.
Sjúkdómurinn lýsir sér í pví að taugapræðir í
sjóntaugarósi skemmast smám saman vegna
hækkaðs prýstings inni í auganu. Þræðir peir
sem bera boð frá sjónujöðrum eru viðkvæm-
astir og hverfur hliðarsjónin fyrst. Mestan
prýsting pola aftur á móti taugapræðir frá
miðsvæði sjónu (macula). Halda sjúklingar pví
oft skörpu sjóninni, par til sjúkdómurinn er
langt genginn og hliðarsjón að mestu horfin.
Að lokum hverfur einnig skarpa sjónin og
augað verður alblint.
Þessi hægfara próun veldur pví, að fólk gerir
sér ekki grein fyrir skerðingu á sjón fyrr en
miklar skemmdir eru orðnar. Oft er annað
augað nánast blint og hitt með byrjandi
glákuskemmdir, pegar læknis er fyrst leitað. í
pessu sambandi er vert að taka fram, að
augnprýstingur sem hækkar smám saman,
veldur ekki verkjum.
Við vitum ekki ennpá, hvað veldur hægfara
gláku. Sumir álíta, að frumorsökin sé léleg
blóðrás í sjóntaugarósi, sem leiði til hinna
einkennandi sjónsviðsskemmda og að hækkun
augnprýstings sé aðeins afleiðing hennar.
Aðrir, og peir eru fleiri, telja að sjúklegar
breytingar á síuvef (trabeculum) í framhólfs-
horni augans valdi frárennslishindrun augn-
vatnsins og par með hækkuðum augnprýstingi,
sem aftur prýsti á taugapræði í sjóntaugarósi
og skemmi pá smám saman.
Afleiðingar sjúkdómsins eru vel pekktar svo
sem breytingar á útliti sjóntaugaróss og skerð-
ing á sjónvídd. Auðvelt er einnig að mæla
augnprýsting. Allt fram á sjöunda áratug
pessarar aldar voru allir taldir hafa gláku, sem
höfðu augnprýsting hærri en 21 mmHg (»hár
augnprýstingur«). Nú vita menn að augu pola
prýsting misjafnlega vel og að sumir geta
polað augnprýsting yfir 30 mm Hg alllengi, án
pess að bíða tjón, par sem aftur á móti aðrir fá
glákuskemmdir við prýsting innan við 20 mm
Hg. Segja má pví að hver einstaklingur hafi
sinn ákveðna prýstingspröskuld (pressure sen-
sitivity) og fari prýstingur yfir hann verði
skemmdir á taugapráðum. Líklegt má telja að
prýstingspröskuldurinn sé bundinn ætterni og
lækki með aldrinum. Því miður er ekki unnt að
mæla prýstingspröskuldinn, en víst er, að pví
hærri sem augnprýstingur er, peim mun meiri
líkur eru á glákuskemmdum. Öruggasta leiðin
til greiningar hægfara gláku er nákvæm sjón-
sviðsmæling og skoðun á útliti sjóntaugaróss.
Þótt hugmyndir manna um orsakir hægfara
gláku hafi breyst í tímans rás, hefur meðferðin
ávallt beinst að pví að lækka augnprýstinginn,
ýmist með lyfjum eða aðgerð. Erfitt er oft að
ákveða hvenær hefja skuli meðferð t.d. hjá
fólki með augnprýsting í hærra lagi (25-30 mm
Hg) og engar finnanlegar glákuskemmdir.
Þessir sjúklingar flokkast undir glákugrun
(glaucoma suspectum) og fá meðferð með
prýstingslækkandi lyfjum hjá sumum augn-
læknum, en aðeins reglubundið eftirlit hjá
öðrum. I pessu sambandi getur búseta sjúk-
lings, p.e. hve auðveldlega hann nær fundi augn-
læknis skipt máli, svo og hvort gláka finn-
ist hjá nánum skyldmennum.
Á öðrum stað í pessu tölublaði, er fjallað um