Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 51
LÆK.NABLAÐIÐ 147 þriðjungi tímabilsins, tvö á öðrum þriðjungi og þrjú tilfelli á síðasta þriðjungnum sem næst liggur okkur í tíma, en greiningaárin eru sýnd í töflu I. Ef teknar eru tölur frá Bretlandseyjum til hliðsjónar hefði mátt búast við 9.3 tilfellum af mesótelíóma á íslandi á tímbilinu. Ef á hinn bóginn er miðað við tíðni illkynja mesótelí- óma í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum og Kanada) (2) kemur í ljós að búast má við 3.56 tilfellum karla og 0.89 tilfellum kvenna á umræddu tímabili eins og sýnt er í töflu II. Asbestmengun var talin hafa fylgt störfum níu einstaklinga (samanber dálka fjögur og fimm í töflu III.). Þau störf sem hér voru talin fela í sér asbestmengun samkvæmt áðurnefnd- um lista (2, 26) voru störf vélstjóra, vélgæslu- manna, kyndara, vinna við skiþaviðgerðir og húsasmíðar. 1 fjórum tilvikum var talið að asbestmengun hefði átt sér stað annarsstaðar en í vinnu. Tveir af þessum einstaklingun voru einnig taldir hafa orðið fyrir mengun í vinnu sinni (dálkar fimm og sex í töflu III). Fimm einstaklingar af sex með mesótelíóma voru taldir hafa orðið fyrir asbestmengun, en sex af tólf í viðmiðunarhópnum (dálkar eitt og tvö í töflu III). Samanburður milli tilfella og við- miða var gerður í mátuðum þríundum (tafla IV). Munurinn er tölfræðilega marktækur á 5 % stigi. UMRÆÐA Greining mesótelíóma byggist á vefjarann- sókn, sem er ýmsum annmörkum háð (5). Víða erlendis er talið að hún verði ekki áreiðanleg fyrr en um 1960 þar eð þekking á æxlinu hafi ekki verið næg meðal meinafræðinga fyrir þann tíma (28). Ætla má að þessar forsendur greiningar mesótelíóma hafi orðið til hér á landi um svipað leyti. Almennt er álitið að greining og skráning illkynja mesótelíóma sé þannig háð nokkurri óvissu sem veldur því að færri tilfelli finnast en í raun koma fyrir (8). Því má líta á þann fjölda tilfella, sem hér er sagt frá, sem lág- marksfjölda. Svo virðist sem tíðni illkynja mesótelíóma hafi aukist á síðustu árum hér á landi. Á næstu árum mun koma í ljós hvort unnt verður að sannreyna þá aukningu sem virðist vera á tíðni sjúkdómsins upp á síðkastið. Erlendis, svo sem í Kanada og Skotlandi, hefur reynslan verið sú að nýgengi mesótelíóma hefur aukist ár frá ári, Tafla II. Fjöldi einstakiinga sem greindir voru með illkynja mesótelíóma á tslandi 1965-1982 og fjöidi einstakiinga sem búast mætti við að finna ef tíðni þessa krabbameins væri söm hér á landi og í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum og Kanada). Miðað er við alla 15 ára og eldri. Fjöldi einstaklinga sem greindir voru með Áætlaður fjöldi mesótelíóma á fslandi miðað við tíðni 1965-1982 I Norður Ameríku Karlar .... 4 3.56 Konur ..... 2 0.89 Tafla III. Asbestmengun 6 einstaklinga með illkynja mesótelíóma greindra á tímabilinu 1965-1982 og 12 annarra einstaklinga sem teknir voru til viðmiðunar. Taldir hafa orðið Fjöldi ein- stakl- Ekki taldir hafa orð- ið fyrir asbest- mengun (2) fyrir asbestmengun í vinnu inga í könnun- inni 0) Alls (3) 1 vinnu w og utan vinnu (5) Utan vinnu (6) Tilfelli ... . 6 1 5 4 — i. Viðmið .. . 12 6 6 3 2 i Tafla IV. Asbestmengun tilfella og viðmiða ímátuð- um þríundum (matched triþlets). Asbestmengun 1 vinnu og utan vinnu Viðmið Töluröð Kyn Tilfelli 1 2 1 ........... kona — — — 2 .......... kona + — — 3 .......... karl + + — 4 .......... karl + + — 5 ............ karl + + + 6 .......... karl + + + sérstaklega hjá körlum (2, 9), í kjölfar aukinnar asbestnotkunar. Asbestnotkun hér á landi hefur aukist árlega. Samkvæmt verslunar- skýrslum hafa á árunum 1976-1981 verið fluttar til íslands »vörur úr asbestsementi og fleiru til bygginga« eins og hér segir (29); Árið 1976 Árið 1977 Árið 1978 Árið 1979 Árið 1980 Árið 1981
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.