Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 16
128
LÆKNABLAÐID
gláka algengari meðal karla en kvenna. Er
munurinn meiri utan Reykjavíkursvæðisins.
Athyglivert er að heildaralgengi karla og
kvenna er nær það sama í Reykjavík og bilið í
aldursflokkum milli karla og kvenna þar mun
minna en annarsstaðar á landinu, sjá 11. mynd.
Áberandi er línuleg aukning í Reykjavík frá
60-69 ára aldurshópi og upp í elsta aldurshóp-
inn. Þetta bendir til flutnings gamals fólks til
Reykjavíkur og þá einkum þeirra, sem þurfa
að vera undir læknishendi. í Reykjavík er
tiltölulega fleira aldrað fólk en annarsstaðar á
landinu.
íbúar sjötíu ára og eldri á öllu landinu eru
6.8 % en í Reykjavík 8.8 % af heildaríbúatölu,
(manntal 1. desember 1981).
Hver er ástæðan fyrir mismunandi aigengi
gláku eftir landshlutum ? Við athugun á 6. og 7.
mynd er áberandi hversu algengi gláku er
mismunandi í landshlutum. Stígandi í aldurs-
flokkum er mjög svipuð, hvar á landinu sem er
og er stöðug línuleg aukning á algengi frá 60-
69 ára aldri til 80 ára aldurs, en eftir það fer
glákusjúklingum aftur hlutfallslega fækkandi
einkum úti á landsbyggðinni. Ástæðan er
sennilega sú að eftir áttræðisaldur leitar fólk
síður til augnlæknis vegna ellihrumleika.
Áberandi er hversu algengið er meira, þar
sem reglulegar augnlækningaferðir eru farnar,
þ.e. frá Vesturlandi norður um til Austfjarða
en í Reykjavík og nágrenni, þar sem algengið
er undir landsmeðallagi, sbr. 8. mynd. Ástæðan
fyrir lægra algengi í öllum aldursflokkum á
höfuðborgarsvæðinu er sennilega sú, að íbúar
í Reykjavík og nágrannabyggðum hafa um
alllangt árabil átt í erfiðleikum með að ná til
augnlæknis. Það er ekki fyrr en þetta er
skrifað (1983) að augnlæknar eru orðnir það
margir að ekki er vandkvæðum bundið að ná
fundi þeirra. Aftur á móti hefur verið auð-
veldara fyrir fólk úti á landi að komast í
augnskoðun, þar sem augnlæknar koma reglu-
lega. Hafa augnlæknar yfirleitt dvalist það
lengi á hverjum stað að allir, sem þess óskuðu,
gátu komist að hjá þeim. Um 15-20 % héraðs-
búa sækja árlega til augnlækna á augnlækn-
ingaferðum.
Er hægt að meta heildarfjölda hægfara gláku-
sjúklinga á íslandi, pekktra og ópekktra eftir
peim algengistölum, sem fyrir liggja í pessari
könnun? Næst því verður sennilega komist
með því að miða við algengið í þeim landshlut-
Fig. 11. Prevalence of open angle glaucoma by age
and sex in the population fifty years and older in
Reykjavík in 1982. Rates per 1000 population in
each age group.
%o
Fig. 12. Prevalence of open angle glaucoma and of
estimated Glaucoma Visual Field Defects in the
population fifty years and older in lceland. Both
sexes by age. Rates per 1000 population in each age
group. Estimated of GVFD are based on records of
691 patients attending the Glaucoma Clinic, St.
Joseph’s Hospital, Reykjavik.
um, þar sem augnlækningaferðir eru farnar og
gefa sér þær forsendur að gláka leynist meðal
20 % þeirra, sem komnir eru yfir fimmtugt og
ekki hafa verið skoðaðir. Er þá gengið út frá
því, að aðsókn til augnlækna, sem fara í
augnlækningaferðalögin, sé svipuð og í Borg-
arneslæknisumdæmi.