Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 15
LÆK.NABLAÐID
127
arsstaðar, þar sem augnlækningaferðir eru
farnar, má gera ráð fyrir að um 80 % af allri
hægfara gláku meðal 50 ára og eldri hafi
komið í leitirnar, en kynni að leynast meðal
þeirra 20 %, sem ekki hafa verið skoðaðir. Má
því segja, að frá því að augnlækningaferða-
lögin voru endurskipulögð 1974, hafi augn-
læknisþjónustan í sumum tilvikum, s.s. gler-
augnamátun og leit að leyndum sjúkdómum,
sem valdið geta blindu, verið betri á lands-
byggðinni, þar sem augnlæknaferðalög eru
farin reglulega, en á höfuðborgarsvæðinu.
Sennilega er hin lága algengistala á Suður-
landi sökum þess, að í Árnes- og Rangárvalla-
sýslu hafa ekki verið farnar augnlækningaferð-
ir og hafa íbúar þar átt í erfiðleikum með að
ná til augnlækna. Eftir að þessari könnun lauk
hafa nokkrir augnlæknar skipst á að fara til
Selfoss og augnlæknisþjónusta hófst á Hellu
sumarið 1983. AJgengi gláku á Austurlandi
er allmikið fyrir ofan landsmeðallag sbr. 9.
mynd. Ástæðuna fyrir þessu mikla fráviki er
torvelt að skýra. Nánari rannsókna er þörf til
þess. Athyglivert er að blinda var mjög mikil á
Austurlandi í samanburði við aðra landshluta í
blindukönnunum, sem gerðar voru 1940 og
1950(4, 5, 6, 7).
Árið 1940 voru 6.4 af þúsundi íbúa blindir á
Austurlandi, en landsmeðaltal var 3.4 (4). Árið
1950 voru 5.0 af þúsundi taldir þar blindir en á
öllu landinu 3.0 af þúsundi. í þessum könn-
unum var talið að um 60-70 % hafi verið blind-
ir af völdum gláku.
Við blindukönnun, sem gerð var í árslok
1979 var heildaralgengi lögblindu 1.85 af
þúsundi, en blinda á Austurlandi var aðeins
1.09 af þúsundi (8).
Hin háa blindutíðni á Austurlandi fyrr á
árum kynni því að hafa stafað af meiri
glákutíðni þar en annarsstaðar á landinu.
Meðan samgöngur voru lélegar, augnlæknis-
þjónusta var af skornum skammti og lítið sem
ekkert var hægt að fylgjast með glákusjúkling-
um, blinduðust þeir margir hverjir. Eftir að
samgöngur bötnuðu og augnlækningaferðalög
komust í núverandi horf með auknu eftirliti, er
unnt að tefja þróun sjúkdómsins og oftast
hægt að koma í veg fyrir blindu, eins og
raunar hefur átt sér stað á Austurlandi og
víðar þar sem unnt er að greina gláku fyrr en
áður og fylgjast betur með sjúklingum.
Munur á algengi meðal karia og kvenna. Eins
og í fyrri könnunum hér á landi er hægfara
Table VI. Eye examination of 1939 individuals in
Borgarnes Medical District, Mid-west Region, Ice-
land 1976-1982. Patients who have been examinedin
the period expressed as percentages of population
groups 31. December 1980.
Age groups Both sexes Males Females
0-4 ... 33.6 27.4 40.8
5-9 ... 47.4 44.4 50.6
10-14 ... 59.1 54.1 64.5
15-19 ... 38.5 26.9 52.3
20-29 ... 40.8 31.9 50.6
30-39 ... 45.9 34.1 60.1
40-49 ... 83.3 75.9 90.9
50-59 ... 84.6 82.5 87.2
60-69 ... 79.0 77.7 80.4
70-79 ... 69.9 74.0 65.9
80 + ... 83.8 81.4 86.2
AU age groups 55.8 49.2 63.0
0-49 ... 48.9 40.6 58.1
50 + ... 79.7 79.3 80.1
Table VII. Estimated number of open angle glauco-
ma patients 50 years and older in Iceland at the end
of the year 1981 by age and sex and estimated
overall prevalence per 1000 population 50years and
older.
Both sexes Males Females
50-59 144 66 78
60-69 594 329 265 '
70-79 959 519 440
80 + 607 293 314
Total 2304 1207 1097
Overall prevalence
per 1000 population 43.5 47.8 39.5
Table VIII. Estimated number of patients and pre-
valence of GVFD (Glaucomatous Visual Field
Defects) in Iceland 1 December 1981. Prevalence
per 1000population in each age group.
Age-groups Number Prevalence
50-54 ......................... 27 2.4
55-59 ......................... 38 3.8
60-64 ......................... 86 9.9
65-69 ........................ 132 18.2
70-74 ........................ 192 32.5
75-79 ........................ 211 46.0
80-84 ........................ 165 55.4
85 + ......................... 163 71.2
Total 1014 19.1