Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 24
132
1984;70:132-5 LÆKNABLAÐID
Jón G. Stefánsson
NOKKUR ORÐ UM PRÓF í LÆKNADEILD
INNGANGUR
Fyrir nær 20 árum skrifadi ég hugleiðingu um
próf og einkunnir í Læknanemann (1). Þetta
átti að vera hugvekja og hvatning til umræðu
og breytinga, en pó meiningin væri góð, pá er
ég í vafa um árangurinn, enda sagði eini
maðurinn, sem ég veit með vissu að greinina
las, við mig, í vinar hreinskilni að hún væri
ósköp lítilfjörleg. Þetta var Baldur Sigfússon,
páverandi ritstjóri blaðsins.
Nú vil ég reyna aftur, enda haft tíma og
tækifæri til að hugsa málið frekar. Það er og,
að ég finn til nokkurrar skyldu, til að setja
saman um petta pistil nú, vegna pess að lækna-
deild sendi mig með ærnum kostnaði á fund, er
haldinn var á vegum Nordisk Federation for
Medicinsk Undervisning (NFMU) í Kuopio
(24.-26. febr. 1983), en par var fjallað um próf í
læknaskólum. Sagt hefur verið frá pessum
fundi, m.a. í Ugeskrift for læger (2).
Fundir NFMU um próf
NFMU hefur gengist fyrir umræðu um próf
nokkrum sinnum áður. Árið 1969 var haldinn
fundur í Uppsölum með George Miller frá
Chicago, par sem aðal efnið var samband
prófa og kennslumarkmiðs. Árið 1972, pegar
læknaskólinn í Kuopio hóf kennslu, var hald-
inn par fundur um efnið »Mat á árangri
læknisfræðikennslu«. Á pessum fundi var
áhersla lögð á kosti og galla mismunandi
prófgerða og sérstaklega pau áhrif er próf
hafa á námsvenjur og hvað lært er. Sérlegur
fyrirlesari pessa fundar var Hilliard Jason frá
Michigan State University. Árið 1975 héldu
svo Christine McGuire og samverkamenn frá
Chicago námskeið í gerð raunlíkra prófa
(patient managemant problems). Síðasti fund-
urinn um próf var svo haldinn í Kuopio 1983,
eins og áður er nefnt, er par var m.a. Mrs
Suezette Sowden, sem unnið hefur með Ro-
nald Harden við læknamenntunarstofnunina í
Dundee. Hún gerði grein fyrir prófum sem par
Barst 23/11/1983. Samþykkt 07/12/1983 og send 1 prent-
smiðju.
hafa verið gerð og kallast á ensku; »Objective
Structured Clinical Evaluation« (OSCE).
Tilgangur prófa
Með prófum er litið eftir pví, að verðandi
læknar hafi nauðsynlega pekkingu og kunn-
áttu í starfi, til að sinna peim verkefnum er peir
fá sérstök réttindi til að vinna sem læknar, svo
og öðrum störfum, t.d. rannsóknum í læknis-
fræði. Prófin, með gerð sinni og innihaldi,
stýra að verulegu leyti, hvað læknanemar
leggja áherslu á að læra og niðurstöður
Prófanna upplýsa nemendur og kennara um
hvernig námið eða kennslan hafi tekist og
hverju purfi úr að bæta. Próf gegna pannig
mikilvægu hlutverki og gerð peirra og tíma-
setning í náminu parf að vera slík, að pau komi
að sem mestum notum. M.a. vegna pess hve
verkefni lækna eru margvísleg, er læknisnám-
ið mjög margbrotið og fjölpætt. Til pess að
meta árangur í hinum ýmsu mismunandi pátt-
um námsins, verður að beita mismunandi
aðferðum, pannig að flestir, eða helst allir,
pættir námsins séu skoðaðir. Ekki er hægt
með einni prófaðferð að meta alla pætti. Hins
vegar má nálgast pað, að fá sanna mynd af
getu nemanda með pví að nota margar
mismunandi prófaðferðir.
Áreiðanleiki og gildi
Eins og aðrar mælingaaðferðir, purfa próf að
vera áreiðanleg. Áreiðanleiki prófs felst fyrst
og fremst í pví, að um sömu niðurstöðu verði
að ræða pegar prófúrlausn er metin sjálfstætt
af fleiri en einum, t.d. kennara og prófdómara.
Sé próf endurtekið innan mjög skamms tíma,
ætti pað líka að skila sömu niðurstöðu og hið
fyrra, en á pað reynir sjaldan í raun.
Þá verða próf að vera gild sem mælikvarði á
pað sem nemandinn á að kunna. Lýsing á
markmiði námskeiðs, kennslan sem par fer
fram og próf í lok pess, eiga að vera í rökréttu,
eða a.m.k. skiljanlegu samhengi. Sé ekki ljóst
hvert markmið námskeiðs er, verður gildi
prófs í námskeiðs lok, a.m.k. jafn óljóst. Próf á
að hafa forspárgildi um frammistöðu nemand-