Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 50
146 LÆKNABLAÐIÐ Tilgangur pessarar könnunar var að athuga tíðni mesótelíóma á íslandi og bera hana saman við tíðnitölur í öðrum löndum. Einnig var reynt að komast að því hvort einstakling- ar, sem greindir voru með mesótelíóma, hefðu oftar orðið fyrir asbestmengun en almennt gerist. EFNIVIÐUR Leitað var að einstaklingum með illkynja mesótelíóma í Krabbameinsskrá fyrir árin 1955-1982. Auk pess var leitað í greininga- skrám Rannsóknarstofu Háskólans við Bar- ónsstíg árin 1955-1976. í priðja lagi var leitað að einstaklingum með mesótelíóma í krufn- ingaskýrslum og peim öllum flett frá árun- um 1976-1982. Farið var yfir sjúkraskýrslur, lýsingar á vefjasýnum og krufningaskýrslur og öll smá- sjárgler frá sjúklingum með mesótelíóma voru endurskoðuð af einu okkar (H.B.). Einu tilfelli var hafnað par sem pað uppfyllti ekki skilyrði vefjagreiningar. Pegar viðmiðunareinstaklingar voru valdir, var tekið tillit til pess að sjúklingarnir voru látnir og höfðu verið krufnir. Því var leitað að viðmiðum í krufningaskýrslum Rannsóknar- stofu Háskólans. Fundin voru tvö viðmið fyrir hvern einstakling með mesótelíóma. Viðmiðin voru mátuð (matched) við tilfellin hvað varðar kyn, aldur og dánartíma. Enginn í viðmiðunar- hópnum hafði fengið lungna — eða meltingar- færakrabbamein. Pegar grennslast var fyrir um hvort tilfellin og viðmið peirra hefðu orðið fyrir asbest- mengun var haft samband við aðstandendur viðkomandi símleiðis og með beinum viðtölum. Hjúkrunarfræðingur, sem í upphafi vissi ekki hvort um tilfelli eða viðmið var að ræða, spurði aðstandendur um atvinnusögu, vinnuaðstæður, félagslegar aðstæður og störf náinna ættingja eftir stöðluðum spurningalista. Peir sem spurðir voru, fengu ekki að vita, hvort hinn látni aðstandandi peirra væri í tilfella- eða viðmiðahópnum og ekki heldur að verið væri að athuga afleiðingar hugsanlegrar asbestmengunar. Petta var gert til pess að girða eins og hægt var fyrir hlutdrægni í söfnun pessarra upplýsinga. Við mat á mengun í vinnu bæði hjá pátttak- endum og aðstandendum peirra var notaður listi yfir pau störf, sem talið er að asbest- mengun fylgi og notaður hefur verið áður í rannsóknum af pessu tagi (2, 26). Þátttakendur voru taldir hafa orðið fyrir mengun utan vinnu ef peir höfðu búið langtímum saman í húsi, sem byggt var utan eða innan úr asbestbygg- ingarefni eða ef peir höfðu verið samvistum við ættingja, sem höfðu unnið við asbestmeng- uð störf. Við samanburð á tíðni illkynja mesótelíóma á íslandi og í öðrum löndum voru notaðar nýgengitölur frá Norður-Ameríku 1972, en par fundust 2.8 tilfelli á hverja milljón karla og 0.7 tilfelli á hverja milljón kvenna pegar miðað er við alla 15 ára og eldri (2). Ennfremur var miðað við tölur frá Englandi, Wales og Skot- landi par sem árin 1967 og 1968 greindust 2.2 ný tilfelli á ári á hverja milljón íbúa, pegar reiknuð eru saman konur og karlar á öllum aldri (11). Reiknað er með að 70.600 karlar og 70.300 konur séu 15 ára og eldri að meðaltali á hverju ári á íslandi 1965-1982 og að alls séu 235.300 karlar og konur að meðaltali á öllum aldri á hverju ári á sama tímabili. Samanburður á tíðni asbestmengunar hjá tilfellum og viðmiðum var gerður í mátuðum príundum (matched triplets) og var notað afbrigði af McNemar prófi (27). Mismunurinn var álitinn tölfræðilega marktækur fyrir p< 0.05 (einhliða). NIÐURSTÖÐUR Sex illkynja mesótelíóma fundust miðað við tímabilið 1965-1982. Fjögur peirra greindust hjá körlum, en tvö hjá konum og öll æxlin voru vaxin frá fleiðru, nema eitt, sem reyndist vaxið frá lífhimnu (önnur konan). í tveimur tilfellum var greiningin gerð á vefjasýni (biop- sy), en í fjórum við krufningu. Yfirleitt leið stuttur tími frá pví að sjúkling- arnir fengu fyrstu einkenni um æxlið, par til pað leiddi pá til dauða eða frá fjórum dögum og upp í prjú ár. Á peim átján árum sem rannsóknin náði yfir greindist eitt tilfelli á fyrsta Tafla 1. Greiningaár illkynja mesótelíóma á íslandi. Ár Fjöldi tilfella Ár Fjöldi tilfella 1965 ... .. 1 1974 . . . .. 1 1966 ... .. — 1975 ... .. — 1967 .. . .. — 1976 ... .. — 1968 . . . .. — 1977 ... .. 2 1969 . . . . . — 1978 . . . . . — 1970 ... .. — 1979 . . . . . — 1971 ... . . — 1980 . . . . . — 1972 ... .. 1 1981 ... .. — 1973 ... ■ • — 1982 ... . . 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.