Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 13

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 125 Á 10. mynd er borið saman algengi í aldursflokkum á Vesturlandi og Norðurlandi eystra. Á Vesturlandi hefur einn höfunda (GB) leitað skipulega að hægfara gláku meðal 80- 90 % af öllum íbúum 50 ára og eldri (3). Á Akureyri eru starfandi augnlæknar, sem fara í augnlækningaferðir í nágrannasveitarfélögin. í þessum tveimur landshlutum er algengið að- eins fyrir ofan landsmeðallag með svipaðri stígandi eftir aldri, uns 80 ára aldri er náð, en í þessum elsta aldursflokki er algengið meira á Vesturlandi, þar sem algengið eykst línulega frá 60-70 ára aldurshópnum til þeirra sem komnir eru yfir áttrætt. Glákusjúklingar á göngudeild augndeildar Landakotspítala. Af þeim 1916 glákusjúkling- um, sem þessi könnun nær til eru 706 (361 karl, 345 konur) skráðir á göngudeild augndeildar á könnunartímabilinu, sjá töflu IV. Eru þeir 36.8 % af heildartölu glákusjúklinga í þessari könnun og 37 % af 50 ára og eldri. Allir sjúklingar 50 ára og eldri eru með hægfara gláku (open-angle glaucoma), þar með talin glaucoma capsularis. í sömu töflu eru gláku- sjúklingar á könnunartímabilinu sem skráðir eru á göngudeild flokkaðir eftir aldri og kynferði. í töflu V er flokkun eftir búsetu og prósentutala þeirra af heildartölu glákusjúkl- inga. Um helmingur allra glákusjúklinga, sem %o Fig. 8. Prevalence in 1982 of open angle glaucoma in the population fifty year and older in Iceland in the Capital City and suburbs and in other regions regularly visited by ophthalmologists. Both sexes by age. Rates per 1000 population in each age group. %o Fig. 9. Prevalence in 1982 of open angle glaucoma in the population fifty and older in Iceland and in the Southern and Eastern Regions. Both sexes by age. Rates per 1000 population in each age group. %o Fig. 10. Prevalence in 1982 of open angle glaucoma in the population fifty years and older in Iceland and in the Midwestern and Northern-east Regions. Both sexes by age. Rates per 1000 population in each age group.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.