Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 60
152
LÆKNABLADID
áratugi (23) og sé enn að breytast. Okkur er
hins vegar ekki kunnugt um eldri rannsóknir
af þessu tagi hérlendis og getum því ekkert
sagt um breytingar né breytingarhraða. Það er
hins vegar nokkuð ljóst, að íslendingar búa
ekki við kalíumskort, en sá ólíklegi möguleiki
var hugsanleg skýring á lágum K-gildum í
sermi (19).
Það er athyglisvert að Na/K hlutfallið er
hærra í morgunþvagi heldur en í sólar-
hringsþvagi. f>að virðist þess vegna vera vara-
samt að bera saman Na/K hlutfallið í einstök-
um þvagsýnum, sem tekin eru á einhverjum
óákveðnum tíma dagsins, ef Na/K hlutfallið er
sífellt að breytast. Lægri útskilnaður Na og K
á hverja kreatinin einingu í morgunþvagi en í
sólarhringsþvagi er í samræmi við það sem
áður hefur verið lýst (24), eða allt að 5 sinnum
minni útskilnaður þessara jóna að nóttu en
degi.
Það er líklegt að betra hefði verið að mæla
fleiri en eitt sýni (sólarhringsþvag) frá hverjum
einstaklingi vegna hugsanlegrar einstaklings-
bundinnar sveiflu í útskilnaði Na og K. Þetta
var ekki gert, enda hefði það kostað aukið
álag á þátttakendur. Dahl (1) rannsakaði þetta
og fann nokkrar sveiflur hjá einstaklingum frá
degi til dags, en meðaltal margra sýna eyddi
sveiflunni. Við höfum kannað tíðnidreifingu
útskilnaðargildanna og sýnist dreifingin fara
nálægt »normal« dreifingu.
Eins og að framan er getið hefur mikil Na-
neysla og lítil K-neysla verið nefnd sem ein af
orsökum hárrar tíðni blóðþrýstings á Vestur-
löndum (2). Breytingar þeirrar neyslu gætu svo
aftur skýrt lækkun á tíðni dauða af völdum
sjúkdóma í heilaæðum og hjarta (7), sem
fundist hefur síðustu áratugi í flestum löndum
hins vestræna heims (Evrópa og N-Ameríka)
(7, 15). í þjóðfélögum, sem lítið eru talin hafa
breyst í gegnum aldirnar og eru ósnortin af
vestrænni menningu, hefur fundist mjög lág
Na-neysla og lágur blóðþrýstingur, sem ekki
hækkar með aldri (7,22). Þannig eru útskilnað-
artölurnar, sem sýndar eru í töflu IV fyrir
Yanomamo indíánana sláandi.
Ekki fá allir hækkaðan blóðþrýsting þrátt
fyrir mikla saltneyslu. Þetta hefur Dahl skýrt
með mismunandi erfðum, sumir þola saltá-
lagið, aðrir ekki. Tilraunir á rottum hafa sýnt
mismunandi óþol eða næmi fyrir saltálagi og
tengdist það erfðum (25).
Frá íslandi hafa ekki birst greinar um
saltneyslu, sem könnuð hefur verið m.t.t.
blóðþrýstings. Okkur er þó kunnugt um niður-
stöður mælinga á Na og K útskilnaði í 22
körlum með vægan háþrýsting, sem gerð
hefur verið af Boga Andersen, lækni og
fleirum á Göngudeild háþrýstings á vegum
Lyflækningadeilda Borgarspítalans og Land-
spítalans. Þessir menn höfðu tekið þvagræsilyf,
en verið án þeirra í þrjár vikur, þegar mæl-
ingin var gerð. Þessi hópur hafði mun hærri
natríum útskilnað en hópur sá, sem hér er
kynntur. Einnig var Na/K hlutfallið í háþrýst-
ingshópnum hærra. Þessi mismunur milli hóp-
anna gefur vissulega ástæðu til að kanna
þessi mál betur hérlendis.
Pakkir. Höfundar pakka Rannsóknarstofu Hjartaverndar
og starfsfólki á Rannsókn 6, Rannsóknastofu Landspítalans
fyrir veitta aöstoð.
Table IV. Comparison between some published excretion values and our values for Na, K and Creatinine
and their ratios (x±SD: mmoies/24 hrs and mmoles/mmoles).
Year Na K Creat. Na/K Na/Cr K/Cr Ref.
1978 N. Zealund men 173±75 66 ±26 16 ± 5,4 2,62 10,75 4,10 21
women 140 ±53 55 ± 19 11 ±3,2 2,55 12,39 4,87
1982 West Indies 2,7 19,6 8,3 9
1982 Belgium men 162±61 71 ±24 16 ± 5,3 2,3 10,5 4,6 4
women 121 ±51 57 ±21 13 ± 4,4 2,1 9,6 4,5
1975 Brazil Yanomamo 1,02 ±1,5 152 ± 75 8,3 ±3,3 22
Indians
1958 N-America men 186 ± 60 1
1983 Iceland men 155 ± 40 73 ±22 15 ±2,6 2,3 10,5 4,8 pres.
women 109 ±45 56 ±24 11 ±1,6 2,2 10,0 5,3 pres.