Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 52
148
LÆKNABLADIÐ
Árin 1980 og 1981 var mikill innflutningur
vegna hitaveituframkvæmda, en í pær hafa
verið notuð asbeströr, sem innihalda krókídó-
lít. Auk þessa hafa á sömu árum verið fluttar
inn vélaþéttingar, núningsmótstöðuefni og
aðrar asbestvörur svo tugum tonna skiptir. Til
pess að stemma stigu við pessu var í reglum
nr. 75 og reglugerð nr. 74 árið 1983 (30) sett
bann við innflutningi og notkun asbests nema
til komi sérstök undanþáguheimild frá Vinnu-
eftirliti ríkisins.
Samanburður á tíðni mesótelíóma hérlendis
og á Bretlandseyjum og í Norður-Ameríku er
athyglisverður. Pessar viðmiðanir virðast sýna
að mesótelíóma komi fyrir hér í u.p.b. sama
mæli og par. Að sjálfsögðu er þessi samanburð-
ur háður nokkurri óvissu. Sem dæmi mætti
nefna, að hér á landi er önnur aldursdreifing
en hjá þeim þjóðum, sem miðað er við.
íslensku tölurnar byggja á söfnunarnýgengi,
en viðmiðunartölurnar á árlegu nýgengi og
þannig mætti tilfæra fleiri atriði. Engu að síður
kemur þetta nokkuð á óvart, þar sem asbest-
mengun hefur verið talin minni hér á landi en í
nágrannalöndum okkar, þar sem hér eru engar
asbestnámur eða iðnaður, sem byggir á fram-
leiðslu úr asbestvörum.
Sú staðreynd, að við finnum u.þ.b. jafn mörg
mesótelíóma og búast mætti við, þegar litið er
til Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada, gæti
e.t.v. skýrst af því að greining þessa illkynja
æxlis sé betri og nákvæmari hér. Þetta ber
einnig að skoða í ljósi þess að forsendur
greiningarinnar eru vefjarannsókn og hér á
landi má ætla að hærra hlutfall dáinna komi til
krufninga en í viðmiðunarlöndunum.
Vegna þess hve fáir einstaklingar eru í
könnuninni er ekki hægt að reikna út áhætt-
una (relative risk) á að fá mesótelíóma ef mað-
ur verður fyrir asbestmengun. Það hefði hins-
vegar verið unnt, ef mátunin hefði verið felld
niður og efniviðurinn meðhöndlaður eins og
ómátaður væri. Þarsem rannsóknin varí upphafi
lögð upp út frá mátuðum viðmiðum þótti rétt
að halda því og breyta ekki frá grunnáætlun
rannsóknarinnar.
Ef dregnar eru saman helstu niðurstöður
þessarar könnunar, kemur í ljós, að hið sjald-
gæfa æxli illkynja mesótelíóma, sem rakið er
til asbestmengunar, er einnig að finna á íslandi
og að því er virðist í svipuðum mæli
og í Bretlandi og Norður-Ameríku. Þetta
bendir því til að vinnuhættir og aðstæður hér
á landi hafi á margan hátt verið sambærileg
við það sem gerst hefur í nágrannalöndum
okkar.
Þorsteini Blöndal, Helga Sigvaldasyni og Hrafni Tulinius
eru þakkaöar ábendingar og ráðleggingar. Auk pess eru
sérstakar pakkir færðar Krabbameinsfélagi ísiands.
SUMMARY
A case control study of malignant mesothelioma in
Iceland with special regard to asbestos exposure is
described. Six cases of malignant mesothelioma of
pleura and peritoneum were found in the files of the
Icelandic Cancer Registry and the Institute of
Pathology of the University of Iceland for the years
1965-1982.
Five of six cases and six of twelve controls were
considered to have been exposed to asbestos, either
through occupation, close contact with another
individual with occupational asbestos exposure or
through living in a dwelling built from asbestos-
containing building materials. Comparison between
cases and controls, employing matched triplets,
revealed a statistically significant difference at the
5 % level (one-tailed). Relative risk was not calcu-
lated due to the small number of cases.
The number of cases observed is close to that
expected when North American and British inci-
dence figures are used for reference. This seems to
indicate that asbestos exposure at work and in the
home might be comparable to that of other
Western countries.
HEIMILDIR:
1) Wagner JC, Sleggs CA, Marchand P. Diffuse
pleural mesothelioma and asbestos exposure in
the North Western Cape Province. Br J Ind
Med 1960; 17:260-71.
2) McDonald AD, McDonald JC. Malignant meso-
thelioma in North America. Cancer 1980; 46:
1650-6.
3) Selikoff IJ, Hammond EC, Churg J. Mortality
experiences of asbestos insulation workers. In:
Shapiro HA, ed. Proceedings of the Interna-
tional Conference on Pneumoconiosis, Johan-
nesburg, 1969. Cape Town: Oxford Press, 1970:
180-6.
4) Selikoff IJ, Hammond EC. Multiple risk factors
in environmental cancer. In: Proceedings of
Conference: Person at High Risk of Cancer,
December 10-12, 1974, Key Biscayne, Florida,
1975; 467-83.
5) Selikoff IJ, Lee DHK. Asbestos and Disease.
Academic Press, New York 1978: 255-83.
6) Teta MJ, Lewinsohn HC, Meigs JW, Vidone RA,
Mowad LZ, Flannery JT. Mesothelioma in
Connecticut, 1955-1977. J Occup Med 1983; 25:
749-56.
7) Borow M, Conston A, Livornese LL, Schalet N.
Mesothelioma following exposure to asbestos:
a review of 72 cases. Chest 1973; 64: 641-6.