Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 28
134
LÆKNABLAÐIÐ
þekkingu og skilning stúdents, sérstaklega þar
sem kennarar sem prófa eru margir og mis-
munandi og verkefni sem stúdentar fá sömu-
leiðis.
í klínísku prófunum í handlæknis- og lyf-
læknisfræði, er sjálfsagt skoðað fyrst og
fremst hvernig stúdent notar þekkingu sína,
hvaða klíníska afstöðu og framkomu hann
hefur gagnvart sjúklingi og hvernig klínísk
verkkunnátta hans er a.ö.l. Við þessi próf er þó
við sömu erfiðleika að etja við mat á hæfni
stúdents og við er að fást í munnlegum próf-
um og áður eru nefndir.
í geðlæknisfræði hefur verið reynt að leggja
mat á ýmis verkefni er stúdent hefur unnið
meðan á námskeiðinu hefur staðið, t.d. ritgerð-
arverkefni, en einnig framsögu á klínískum
fundum, þátttöku í umræðum o.s.frv. Mest
hefur þó verið lagt upp úr mati á sjúkraskrám
er stúdent hefur unnið. í því sambandi verður
þó að hafa í huga, að sjúkraskráin ber fyrst og
fremst vott um, hvernig stúdent gerir sjúkra-
skrá og vel getur verið að stúdent vinni góða
klíníska vinnu a.ö.L, þó hann geri lélega
sjúkraskrá og eins hitt, að hann getur gert
sjúkraskrána vel, en unnið klínísku vinnuna
a.ö.l. illa. Lýsing í sjúkraskrá, t.d. á skoðun,
tryggir heldur ekki að skoðun hafi verið
framkvæmd. Það er því ekki hægt að byggja á
sjúkraskránni einni sér, heldur verður að
fylgjast með öllum þáttum klínískrar vinnu
stúdents, eigi að gera sér grein fyrir styrkleika
hans og veikleikum. Benda má á að s.k.
vandamálasjúkraskrá (problem oriented med-
ical record) er sérstaklega notagóð við mat á
klínískri vinnu, en á kennsluspítölum okkar
tíðkast ekki að nota þessa gerð sjúkraskrár.
í Læknadeild hefur oft verið rætt um, að
hve miklu leyti eigi að nota próf er ná til
tiltölulega afmarkaðs efnis, t.d. í lok nám-
skeiðs, og að hve miklu leyti eigi að nota löng
og yfirgripsmikil próf, t.d. í lok árs, eða jafnvel
í lok náms er tekur yfir meira en ár, eins og t.d.
í handlæknis- og lyflæknisfræði. Um þetta má
segja að hin minni og tíðari próf, koma að
betri notum stúdentunum, til hvatningar og
leiðbeiningar, en þau eru hins vegar síður
fallin til þess að meta hver hæfni stúdents er til
læknisstarfa, þar sem hann þarf að flétta
saman fræðilega þekkingu og verkkunnáttu
hinna ýmsu greina læknisfræðinnar. Hin yfir-
gripsmeiri próf eru því þýðingarmeiri, til að
gera sér grein fyrir hæfni stúdents til þess að
starfa sem læknir.
Aðrar prófgerðir
Nú skal lýst tveimur prófgerðum er mér sýnist
að vel mætti nota við okkar aðstæður.
Raunlík próf (patient management problems)
(4): Þessa gerð verkefna má nota, hvort heldur
er sem kennsluverkefni eða sem próf. Upp-
lýsingar eru gefnar um sjúkling síðan
er spurt og kostur gefinn á nokkrum svörum.
Það svar sem valið er, leiðir til frekari upplýs-
inga og/eða spurninga og svo koll af kolli.
Verkefnið er oftast útbúið á blöðum, þar sem
svörin, eða viðeigandi leiðbeiningar eru skrif-
uð ósýnilegu letri, sem svo eru framkölluð af
stúdent með sérstökum penna, en einnig má
t.d. vísa til svara sem eru í númeruðum,
lokuðum umslögum. Verkefni eru einnig til á
bandi, eða disk og er þá unnið með tölvu.
Stúdent er gefið stig fyrir rétt svar, en fær
refsistig, ef svarið er alls ekki viðeigandi. Gefa
má fleiri stig fyrir besta svar, en færri fyrir
svör sem ekki eru eins góð en þó ekki beinlínis
röng, o.s.frv. Verkefni sem þessi eru góð til að
prófa notkun þekkingar og ákvörðunartöku,
en ekki er hægt að prófa með þeim verk-
kunnáttu, t.d. við klíníska skoðun eða upp-
lýsingaöflun og framkomu við sjúkling.
Með notkun verkefna sem þessara gættu
tölvukerfi spítalanna orðið mikilvirk kennslu-
tæki.
Klínísk próf par sem hinir ýmsu pættir eru
skipulega aðskildir. (Objective Structured CIi-
nical Examination) (5): Aðferðin felst í því
leysa klíníska prófið upp í mörg atriði, sem eru
skoðuð og metin hvert fyrir sig. Stúdentinn fer
á milli prófstaða og á hverjum stað er kennari
með viðeigandi útbúnað eða sjúkling (e.t.v.
leikinn sjúkling). Hver stúdent er því prófaður
í sömu atriðum, af sömu kennurum, við sömu
aðstæður. Prófið í hverju atriði tekur aðeins
stutta stund og stúdentar færa sig milli staða
eftir tímaáætlun.
Kostir þessarar prófgerðar, umfram hina
venjulegu aðferð við klínískt próf, eru fyrst og
fremst aukinn áreiðanleiki og e.t.v. aukið gildi.
Þar við bætist að hún gerir prófun auðveldari
þegar stúdentar eru margir. Ókostir hennar
eru hins vegar þeir, að undirbúningsvinna er
töluverð, svo og það, að stúdent fæst ekki við
sjúkling í heild sinni, heldur mismunandi þætti,
en þetta er ólíkt því sem yfirleitt gerist í
klínískri vinnu.