Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 43
LÆKNABLADID
143
Upplýsingar eins og þessar kalla að sjálfsögðu
á frekari rannsóknir, sem gætu varpað ljósi á
orsakir og dreifingu einstakra sjúkdóma og
hvernig væri best að koma í veg fyrir þá, eða
hvernig best mætti lækna þá. Hér við bætist
auðvitað áhugi sjúklinga og annarra, sem
standa undir kostnaði af meðferð sjúkdóma, á
að ná sem bestum árangri fyrir það, sem til er
kostað eða tii að ná ákveðnum árangri, hvað
sem það kostar.
Staðlaðar iækningaaðferðir eru enn mjög
fáar, hvar sem borið er niður í læknisfræðinni,
hvort heldur sem um er að ræða meðferð með
lyfjum eða aðrar aðferðin. Flestum lækninga-
aðgerðum fylgir nokkur áhætta, sem reynt er
að draga úr eftir föngum, en menn kynnast oft
ekki fyrr en að fenginni mikilli reynslu. í
leitinni að betri lækningaaðferðum og til þess
að koma í veg fyrir óæskilegar aukaverkanir
DDD per 1.000 inhabitants per day
TrnnrmillÍ7f»rc
Antidepressants
Psycholeptic combinations
1975-1980 1975-1980 1975-1980 1975-1980 1975-1980
Denmark Finland lceland Norway Sweden
Mynd. 3. Notkun gedlyfja á Nordurlöndum 1975/80
(Tekin úr Bergman, U., Agenas, I. & Dahlström, M.:
Utilization of psychotropic drugs in Sweden and
other Nordic Countries. I: Usdin, Dahl & Gram
(eds.): Clinical Pharmacology in Psychiatry. Mac-
Millan Press, London 1982.
er nauðsynlegt að beita ýmsum rannsóknarað-
ferðum. Hægt er að beita faraldsfræðilegum
aðferðum þar sem bornar eru saman lækn-
ingaaðferðir á mismunandi stöðum eða í
mismunandi löndum og mun það hafa verið
von frumkvöðla þessa fundar, að umræðurnar
á honum gætu orðið til þess að stuðla að
slíkum rannsóknum. Lyfjaflokkunin og skil-
greiningarnar, sem norræna lyfjanefndin notar
í skýrslum sínum, eru einnig til þess ætlaðar,
að stuðla að slíkum rannsóknum.
Á þriðju mynd eru línurit, sem sýna breyt-
ingar á notkun ýmissa geðlyfja á Norðurlönd-
um á árabilinu 1975-1980. Við athugun á þess-
ari mynd læðist strax að sá grunur, að
ábendingar og ávísanavenjur séu mjög mis-
munandi á Norðurlöndunum, þar eð tíðni
geðsjúkdóma er nokkuð alíka í þessum lönd-
um. Sé ísland borið saman við hin Norður-
löndin er áberandi, að neuroleptica eru minna
notuð á íslandi en á hinum Norðurlöndunum.
Antidepressiva er heldur meira notuð á íslan-
di, en hypnotica og tranquillizers eru á árinu
1980 notuð í svipuðu magni á íslandi og í
Noregi og Svíþjóð, en mun minna en í
Danmörku. Einnig er áberandi, að notkun á
hypnotica og tranquillizers hefur minnkað
mjög verulega á íslandi síðan 1975, en á
þessum tíma hefur orðið aukning á antidepres-
siva, að vísu ekki jafnmikil og minnkunin á
tranquillizers og hypnotica. Nærliggjandi er
að geta sér til um, að stjórnvaldsaðgerðir hér
á íslandi, sem stuðluðu að minnkun á benzodi-
azepam skömmtum, eigi hér nokkurn þátt.
í umræðum á fundinum og í gögnum, sem
þar voru lögð fram, var upplýst, að á hinum
Norðurlöndunum væri talsverð notkun á neu-
roleptica í miklu minni skömmtum en DDD
þannig að PDD (prescribed daily dosis) var frá
því að vera helmingur niður í rúmlega 1/10
hluti af DDD af neuroleptica. DDD af neuro-
leptica er sá skammtur, sem venjulega er
notaður við meiri háttar geðsjúkdómum.
Greinilegt er samkvæmt þessu, að sam-
kvæmt öðrum upplýsingum, sem fram komu i
grein Bergmans og félaga, að mikið af neuro-
leptica eru notuð við taugaveiklun, þunglyndis-
sjukdómum og svefntruflunum.
í umræðunum kom fram ótti margra heimil-
islækna við vanabindandi áhrif benzodiazepi-
na án þess kannski að gera sér næga grein
fyrir hugsanlegum aukaverkunum af langvar-
andi potkun neuroleptica. Margir læknar virð-
ast heldur ekki gera sér grein fyrir að