Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1984, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.05.1984, Qupperneq 43
LÆKNABLADID 143 Upplýsingar eins og þessar kalla að sjálfsögðu á frekari rannsóknir, sem gætu varpað ljósi á orsakir og dreifingu einstakra sjúkdóma og hvernig væri best að koma í veg fyrir þá, eða hvernig best mætti lækna þá. Hér við bætist auðvitað áhugi sjúklinga og annarra, sem standa undir kostnaði af meðferð sjúkdóma, á að ná sem bestum árangri fyrir það, sem til er kostað eða tii að ná ákveðnum árangri, hvað sem það kostar. Staðlaðar iækningaaðferðir eru enn mjög fáar, hvar sem borið er niður í læknisfræðinni, hvort heldur sem um er að ræða meðferð með lyfjum eða aðrar aðferðin. Flestum lækninga- aðgerðum fylgir nokkur áhætta, sem reynt er að draga úr eftir föngum, en menn kynnast oft ekki fyrr en að fenginni mikilli reynslu. í leitinni að betri lækningaaðferðum og til þess að koma í veg fyrir óæskilegar aukaverkanir DDD per 1.000 inhabitants per day TrnnrmillÍ7f»rc Antidepressants Psycholeptic combinations 1975-1980 1975-1980 1975-1980 1975-1980 1975-1980 Denmark Finland lceland Norway Sweden Mynd. 3. Notkun gedlyfja á Nordurlöndum 1975/80 (Tekin úr Bergman, U., Agenas, I. & Dahlström, M.: Utilization of psychotropic drugs in Sweden and other Nordic Countries. I: Usdin, Dahl & Gram (eds.): Clinical Pharmacology in Psychiatry. Mac- Millan Press, London 1982. er nauðsynlegt að beita ýmsum rannsóknarað- ferðum. Hægt er að beita faraldsfræðilegum aðferðum þar sem bornar eru saman lækn- ingaaðferðir á mismunandi stöðum eða í mismunandi löndum og mun það hafa verið von frumkvöðla þessa fundar, að umræðurnar á honum gætu orðið til þess að stuðla að slíkum rannsóknum. Lyfjaflokkunin og skil- greiningarnar, sem norræna lyfjanefndin notar í skýrslum sínum, eru einnig til þess ætlaðar, að stuðla að slíkum rannsóknum. Á þriðju mynd eru línurit, sem sýna breyt- ingar á notkun ýmissa geðlyfja á Norðurlönd- um á árabilinu 1975-1980. Við athugun á þess- ari mynd læðist strax að sá grunur, að ábendingar og ávísanavenjur séu mjög mis- munandi á Norðurlöndunum, þar eð tíðni geðsjúkdóma er nokkuð alíka í þessum lönd- um. Sé ísland borið saman við hin Norður- löndin er áberandi, að neuroleptica eru minna notuð á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Antidepressiva er heldur meira notuð á íslan- di, en hypnotica og tranquillizers eru á árinu 1980 notuð í svipuðu magni á íslandi og í Noregi og Svíþjóð, en mun minna en í Danmörku. Einnig er áberandi, að notkun á hypnotica og tranquillizers hefur minnkað mjög verulega á íslandi síðan 1975, en á þessum tíma hefur orðið aukning á antidepres- siva, að vísu ekki jafnmikil og minnkunin á tranquillizers og hypnotica. Nærliggjandi er að geta sér til um, að stjórnvaldsaðgerðir hér á íslandi, sem stuðluðu að minnkun á benzodi- azepam skömmtum, eigi hér nokkurn þátt. í umræðum á fundinum og í gögnum, sem þar voru lögð fram, var upplýst, að á hinum Norðurlöndunum væri talsverð notkun á neu- roleptica í miklu minni skömmtum en DDD þannig að PDD (prescribed daily dosis) var frá því að vera helmingur niður í rúmlega 1/10 hluti af DDD af neuroleptica. DDD af neuro- leptica er sá skammtur, sem venjulega er notaður við meiri háttar geðsjúkdómum. Greinilegt er samkvæmt þessu, að sam- kvæmt öðrum upplýsingum, sem fram komu i grein Bergmans og félaga, að mikið af neuro- leptica eru notuð við taugaveiklun, þunglyndis- sjukdómum og svefntruflunum. í umræðunum kom fram ótti margra heimil- islækna við vanabindandi áhrif benzodiazepi- na án þess kannski að gera sér næga grein fyrir hugsanlegum aukaverkunum af langvar- andi potkun neuroleptica. Margir læknar virð- ast heldur ekki gera sér grein fyrir að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.