Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.05.1984, Blaðsíða 14
126 LÆKNABLAÐID skráðir eru í Reykjavík og nágrenni eru í eftirliti á göngudeildinni. SKIL Hversu áreidanleg er pessi könnun á algengi gláku ? Þar eð könnunartímabilið spannar yfir meira en hálft ár ættu innkallaðir glákulyf- seðlar að gefa til kynna nær alla einstaklinga, sem eru á glákulyfjum. Að vísu bárust gláku- lyfseðlar ekki frá tveimur lyfjabúðum úti á landi. Mætti því ætla að könnunin gæfi ekki rétta mynd af fjölda glákusjúklinga í þeim landshlutum. Unnt var þó að fylla í þessar eyður með því að fá upplýsingar um gláku- sjúklinga frá þeim augnlæknum, sem fara í augnlækningaferðir í þau læknishéruð, sem ávísanir á glákulyf bárust ekki úr. Gera má ráð fyrir að nær allir glákusjúkling- ar 50 ára og eldri séu með hægfara gláku. Eru þeir því á stöðugri lyfjameðferð að þeim undanskildum, sem gengist hafa undir gláku- aðgerð. Algjör undantekning væri ef þeir endurnýjuðu ekki lyfseðla á skemmri tíma en 6 mánuðum. Þar sem erfitt er að ná fundi augnlæknis er algengt að heimilislæknir ávísi glákulyfjum, samanber grein um lyfjanotkun glákusjúklinga, sem birt verður síðar í þessum greinaflokki um gláku. Glákusjúklingar, sem gengist höfðu undir aðgerð og voru ekki á lyfjum voru allir með hægfara gláku. Af framansögðu má því ætla að nær allir þekktir sjúklingar með hægfara gláku á rannsóknar- tímabilinu séu tíundaðir í þessari könnun. Hversu mikill hluti hægfara gláku á klínísku stigi hér á landi má ætla að sé ípessu uppgjöri ? í þessu uppgjöri er eingöngu greint frá þekkt- um glákutilfellum. Vegna eðlis sjúkdómsins mun nokkuð á skorta að allir glákusjúklingar séu tíundaðir, þar eð sjúkdómurinn gefur oft eða oftast ekki einkenni, fyrr en á lokastigum. Finnst hægfara gláka af þeim sökum ekki nema sérstaklega sé leitað. Oftast er hægfara gláka greind þegar sjúklingur kemur til augn- læknis í gleraugnamátun eða af öðrum ástæð- um. Tölur þær, sem birtast í þessu uppgjöri, eru því lágmarksalgengistölur. Með því að kanna aðsókn sjúklinga til augnlækna í augn- lækningaferðum er unnt að sjá hversu margir hafa verið skoðaðir í hverjum aldursflokki á ákveðnu tímabili. í Borgarneslæknisumdæmi höfðu 1939 ein- staklingar komið í augnskoðun til lækna, sem önnuðust þar augnlæknisþjónustu á vegum Table IV. Age and sex of 706 patients attending the Glaucoma Clinic, St. Joseph’s Hospital, Landakot, Reykjavik during the period of present study. Age groups Both sexes Males Females 0-39 3 3 0 40-44 4 3 1 45-49 8 3 5 50-54 17 11 6 55-59 32 17 15 60-64 59 37 22 65-69 97 46 51 70-74 138 66 72 75-79 139 69 70 80-84 123 60 63 85 + 86 46 40 Total 706 361 345 Table V. Distribution by regions of 691 patients 50 years and older attending the Glaucoma Clinic, St. Joseph’s Hospital, Reykjavík during the period of present study. The number of patients and their percentage of all glaucoma patients in regions. Both sexes. Region Number attending the Glaucoma Clinic Per- centage of glaucoma patients in regions Reykjavík (Capital City) Neighbour communities .. 396 49.6 (Suburbs) .. 79 54.5 Suðurnes (S-W Peninsula) .... .. 16 15.0 Vesturland (Mid-West) .. 79 50.1 Vestfirðir (North-West) Norðurland vestra .. 23 37.1 (Northern-west) Norðurland eystra .. 20 16.0 (Northern-east) 16 6.4 Austurland (Eastern) .. 19 11.8 Suðurland (Southern) ... 43 52.4 All patients 691 37.0 landlæknisembættisins á árabilinu 1976-82 eða 54.5 % af öllum íbúum, sem voru 3557 að tölu 1. desember 1980. Hver einstaklingur er talinn einu sinni, enda þótt hann hafi komið oftar. í töflu VI er greint frá prósentutölu skoðaðra í aldursflokkum. í aldursflokkum 0-49 ára hafði nær helmingur allra íbúa verið skoðaður á umræddu tímabili og meðal 50 ára og eldri 79.7 % (79.3 % karlar og 80.1 % konur). Er dreifingin svipuð í elstu aldursflokkum. Sé gert ráð fyrir svipaðri aðsókn til augnlækna ann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.