Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 51

Læknablaðið - 15.05.1984, Page 51
LÆK.NABLAÐIÐ 147 þriðjungi tímabilsins, tvö á öðrum þriðjungi og þrjú tilfelli á síðasta þriðjungnum sem næst liggur okkur í tíma, en greiningaárin eru sýnd í töflu I. Ef teknar eru tölur frá Bretlandseyjum til hliðsjónar hefði mátt búast við 9.3 tilfellum af mesótelíóma á íslandi á tímbilinu. Ef á hinn bóginn er miðað við tíðni illkynja mesótelí- óma í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum og Kanada) (2) kemur í ljós að búast má við 3.56 tilfellum karla og 0.89 tilfellum kvenna á umræddu tímabili eins og sýnt er í töflu II. Asbestmengun var talin hafa fylgt störfum níu einstaklinga (samanber dálka fjögur og fimm í töflu III.). Þau störf sem hér voru talin fela í sér asbestmengun samkvæmt áðurnefnd- um lista (2, 26) voru störf vélstjóra, vélgæslu- manna, kyndara, vinna við skiþaviðgerðir og húsasmíðar. 1 fjórum tilvikum var talið að asbestmengun hefði átt sér stað annarsstaðar en í vinnu. Tveir af þessum einstaklingun voru einnig taldir hafa orðið fyrir mengun í vinnu sinni (dálkar fimm og sex í töflu III). Fimm einstaklingar af sex með mesótelíóma voru taldir hafa orðið fyrir asbestmengun, en sex af tólf í viðmiðunarhópnum (dálkar eitt og tvö í töflu III). Samanburður milli tilfella og við- miða var gerður í mátuðum þríundum (tafla IV). Munurinn er tölfræðilega marktækur á 5 % stigi. UMRÆÐA Greining mesótelíóma byggist á vefjarann- sókn, sem er ýmsum annmörkum háð (5). Víða erlendis er talið að hún verði ekki áreiðanleg fyrr en um 1960 þar eð þekking á æxlinu hafi ekki verið næg meðal meinafræðinga fyrir þann tíma (28). Ætla má að þessar forsendur greiningar mesótelíóma hafi orðið til hér á landi um svipað leyti. Almennt er álitið að greining og skráning illkynja mesótelíóma sé þannig háð nokkurri óvissu sem veldur því að færri tilfelli finnast en í raun koma fyrir (8). Því má líta á þann fjölda tilfella, sem hér er sagt frá, sem lág- marksfjölda. Svo virðist sem tíðni illkynja mesótelíóma hafi aukist á síðustu árum hér á landi. Á næstu árum mun koma í ljós hvort unnt verður að sannreyna þá aukningu sem virðist vera á tíðni sjúkdómsins upp á síðkastið. Erlendis, svo sem í Kanada og Skotlandi, hefur reynslan verið sú að nýgengi mesótelíóma hefur aukist ár frá ári, Tafla II. Fjöldi einstakiinga sem greindir voru með illkynja mesótelíóma á tslandi 1965-1982 og fjöidi einstakiinga sem búast mætti við að finna ef tíðni þessa krabbameins væri söm hér á landi og í Norður-Ameríku (Bandaríkjunum og Kanada). Miðað er við alla 15 ára og eldri. Fjöldi einstaklinga sem greindir voru með Áætlaður fjöldi mesótelíóma á fslandi miðað við tíðni 1965-1982 I Norður Ameríku Karlar .... 4 3.56 Konur ..... 2 0.89 Tafla III. Asbestmengun 6 einstaklinga með illkynja mesótelíóma greindra á tímabilinu 1965-1982 og 12 annarra einstaklinga sem teknir voru til viðmiðunar. Taldir hafa orðið Fjöldi ein- stakl- Ekki taldir hafa orð- ið fyrir asbest- mengun (2) fyrir asbestmengun í vinnu inga í könnun- inni 0) Alls (3) 1 vinnu w og utan vinnu (5) Utan vinnu (6) Tilfelli ... . 6 1 5 4 — i. Viðmið .. . 12 6 6 3 2 i Tafla IV. Asbestmengun tilfella og viðmiða ímátuð- um þríundum (matched triþlets). Asbestmengun 1 vinnu og utan vinnu Viðmið Töluröð Kyn Tilfelli 1 2 1 ........... kona — — — 2 .......... kona + — — 3 .......... karl + + — 4 .......... karl + + — 5 ............ karl + + + 6 .......... karl + + + sérstaklega hjá körlum (2, 9), í kjölfar aukinnar asbestnotkunar. Asbestnotkun hér á landi hefur aukist árlega. Samkvæmt verslunar- skýrslum hafa á árunum 1976-1981 verið fluttar til íslands »vörur úr asbestsementi og fleiru til bygginga« eins og hér segir (29); Árið 1976 Árið 1977 Árið 1978 Árið 1979 Árið 1980 Árið 1981

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.