Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1987, Page 7

Læknablaðið - 15.11.1987, Page 7
LÆKNABLAÐIÐ 361 sjúklingum (tafla I). Blóðræktanir voru jákvæðar tvisvar (10%), ekkert berkjuslím var til samanburðar, en eitt gæðahrákasýni, sem gaf sama vöxt og blóðræktunin. Sermi til mótefnamælinga var tekið hjá 18 sjúklingum og sýnapar náðist frá 12 sjúklingum. Tveir fengu mótefnahækkun gegn Herpes simplex, sjö fengu marktækar mótefnabreytingar gegn Legionella. Á töflu II sést hvaða sýkingar greindust. Fjórðungur sjúklinga voru ógreindir og annar fjórðungur hafði fleiri en eina sýkingarorsök. Níu sjúklingar létust (45%), fimm karlar og fjórar konur á aldrinum 38 til 87 ára, meðalaldur 68 ár. Sex þeirra, sem létust höfðu illkynja sjúkdóma, tveir höfðu öndunarfærasjúkdóma og einn heilablæðingu. Table I. Conditions where transtracheal aspiration was deemed as not feasible. Contraindication A nr. B nr. Anticoagulation treatment.......... 3 2 Severe heart disease............... 5 1 Advanced lung disease.............. 2 2 Neurological diseases.............. 2 Thrombocytopenia .................. 3 Lack of cooperation................ 2 Others............................. 3 1 A: Community acquired. B: Nosocomial. UMRÆÐA Oft hefur verið bent á hversu óáreiðanlegt sýni hráki er til greiningar á lungnabólgu (9) og er þá gjarnan ekki gerður greinarmunur á gæðasýnum og sýnum, sem eru aðallega munnvatn og slím úr koki og hálsi. Þessi rannsókn, eins og aðrar (10), styður gildi góðra hrákasýna til greiningar lungnabólgu, en jafnframt verður að hafa i huga að gæðahráki fékkst aðeins frá þriðjungi sjúklinganna. Barkaslim tekið með barkaástungu er að flestra dómi áreiðanlegra sýni til smásjárskoðunar og ræktunar en hráki, sem hóstað er upp um bakteríuvaxin svæði koks og munns (4, 11). Víða er þessari rannsóknaraðferð þó ekki beitt, vegna þess að það þykir mikið inngrip og ekki hættulaust. Barkaástungur reyndust hins vegar auðveldar í framkvæmd og hættulausar í þessari rannsókn. Ástungurnar voru flestar gerðar af reyndum aðstoðarlæknum, sem fengið höfðu tilsögn í framkvæmd þeirra. Aðeins lítill hluti ástungnanna var gerður af sérfræðingum. Reynsla okkar bendir til, að barkaástunga sé einföld og örugg rannsóknaraðferð, sé þess gætt að huga að frábendingum. Margir sjúklingar voru smeykir við stunguna og fannst hún óþægileg, en aðeins einn færðist undan. Við val upphafsmeðferðar kemur smásjárskoðun á berkjuslími að góðu gagni. Samdóma álit er (12), að mat á Grams lituðu berkjuslími sé mun auðveldara en á hráka. Ræktunarniðurstöður frá Table II. Causes of pneumonia and death in A: 72 patients with community aquiredpneumonia and B: 19 patients with nosocomial pneumonia. Microbial etiology A B Total Mortality nr. °7o nr. <7o nr. °7o nr. % Streptococcus pneumoniae 28 38.9 5 25.0 33 35.9 5 15.2 Legionella pneumophila 12 16.7 4 20.0 16 17.4 3 18.8 Hemophilus influenzae 12 16.7 2 10.0 14 15.2 3 21.4 Escherichia coli 4 5.6 2 10.0 6 6.5 3 50.0 Mycoplasma pneumoniae 5 6.9 0 0.0 5 5.4 0 0.0 Branhamella catarrhalis 3 4.2 0 0.0 3 3.3 1 33.3 Corynebacterium spp 2 2.8 1 5.0 3 3.3 1 33.3 Klebsiella pneumoniae 2 2.8 0 0.0 2 2.2 2 100.0 Pseudomonas aeruginosa 0 0.0 2 10.0 2 2.2 1 50.0 Staphylococcus aureus 0 0.0 2 10.0 2 2.2 2 100.0 Neisseria meningitidis 1 1.4 0 0.0 1 1.1 0 0.0 Candida albicans 1 1.4 0 0.0 1 1.1 0 0.0 Herpes simplex 0 0.0 2 10.0 2 2.2 1 50.0 Cytomegalovirus 1 1.4 0 0.0 1 1.1 0 0.0 Parainfluenza III 1 1.4 0 0.0 1 1.1 0 0.0 Polymicrobial 19 26.4 5 25.0 24 26.1 5 20.8 Etiology not identified 18 25.0 5 25.0 23 25.0 6 26.1

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.