Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 10

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 10
364 LÆKNABLAÐIÐ Myndasögur - leiðrétting Lesendur Læknablaðsins hafa eflaust tekið eftir hinum ótrúlegustu ævintýrum varðandi myndir og myndatexta í nokkrum undanförnum tölublöðum og sem engan enda virðast ætla að taka. Hefur ýmist verið farið rangt með nöfn manna eða myndir speglast og myndatexti því orðið lítt marktækur. Um leið og við hörmum þá meðferð sem ýmsir hafa mátt þola vonum við að einhverjir hafi kannski getað haft lúmskt gaman af. Þrátt fyrir þessar hremmingar hefur enn ekki verið gripið til þess örþrifaráðs að stöðva birtingar á mannamyndum í blaðinu. Starfsmenn Læknablaðsins hafa hins vegar heitið því að fá nokkuð fjölmennan hóp manna til að ritskoða texta og mannamyndir framvegis til að koma í veg fyrir áframhaldandi mistök. Skylt er að leiðrétta að lokum myndatexta í 6. tbl. bls. 229 og er beðist velvirðingar á rangherminu. Réttur er myndatextinn þannig: Frá vinstri: Árni Gunnarsson, Páll Bjarnason, Viðar Hjartarson og Árni Björnsson. Lýkur þar vonandi óvæntum myndasögum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.