Læknablaðið - 15.11.1987, Side 18
370
LÆKNABLAÐIÐ
Allar mæðraskrár kvenna, sem fæddu á þessu
tímabili voru athugaðar.
Mælingar voru notaðar frá þeim konum, sem
uppfylltu eftirfarandi skilyrði:
Að konurnar væru íslenskar samkvæmt
upplýsingum mæðraskrár (nöfn og ríkisfang), að
þær hefðu fætt lifandi einbura, að
meðgöngulengd við fæðingu hefði verið á bilinu
38-42 fullar vikur, að þær hefðu verið í
ómskoðun á 6.-20. viku meðgöngu á Kvennadeild
Landspítalans eða hjá sérfræðingum í
kvensjúkdómum og fæðingarfræði annarsstaðar.
Fóstrið þurfti að vera í langlegu, þegar mælt var.
Eftirfarandi atriði útilokuðu að mælingar væru
notaðar í athuguninni: Blæðing frá legi á
meðgöngunni, sýstólískur blóðþrýstingur hærri
en 140 mm Hg eða díastólískur blóðþrýstingur
hærri en 100 mm Hg í tvö skipti eða oftar með
eða án eggjahvítu í þvagi, viðvarandi eggjahvíta í
þvagi á meðgöngunni, meðferð með
blóðþrýstingslækkandi lyfjum, jákvæð skimpróf,
óeðlilegt leg (s.s. vöðvahnútar, klofið leg),
alvarlegir sjúkdómar fyrir eða í meðgöngunni
(mælingar voru ekki notaðar frá konum með
hjartasjúkdóma, sykursýki, nýrnabólgu, mænu-
og heilasigg, sjálfvakta blóðflögufæð,
sarkóídósis og nokkra fleiri svipaða sjúkdóma),
sérstök lyfjameðferð á meðgöngunni (s.s.
heparín, barksterar, þíóúrasíl) og fæðing barna
með vanskapnaði, þ.m.t. litningagalla, jafnvel
þótt ytri vansköpun hafi ekki verið sjáanleg.
Meðgöngulengd var ákvörðuð samkvæmt
niðurstöðum ómskoðunar. Fram að 12 vikna
meðgöngu voru meðaltalstölur fyrir haus-daus
lengd (crown-rump length) úr danskri athugun
notaðar (9), en frá 12 til 20 vikna meðgöngu
meðaltöl höfuðþvermálsmælingar (biparietal
diameter) frá sama landi (10). Þessi
ómskoðunargildi eru ekki marktækt frábrugðin
mælingum á íslenskum fóstrum (Geirsson RT,
Persson PH, óbirtar athuganir). Vikur voru
taldar í heilum vikum, þannig að fyrsta vika var
talin við 7 daga ±3 dagar og svo framvegis.
Ekki var greint milli frum- og fjölbyrja og ekki
tekið tillit til fæðingarþyngdar, fæðingarmáta,
hæðar eða reykingavenja kvennanna.
Eftir að upplýsingar voru skráðar fyrir hverja
konu var mæðraskráin merkt á framhlið til að
koma í veg fyrir tvískráningu upplýsinga.
Aldur, likamshæð, fjöldi fyrri barneigna,
fæðingarþyngd og -lengd, svo og meðgöngulengd
við fæðingu voru skráð fyrir allar konurnar, til að
meta hversu gott úrtak íslenskra kvenna konurnar
voru. Meðaltöl og staðalfrávik fyrir þessar
breytur voru reiknuð fyrir hverja viku meðgöngu
og fyrir allan rannsóknarhópinn og borin saman
innbyrðis með t-prófi fyrir óháð meðaltöl. Til að
auðvelda þá reikninga var upplýsingum raðað
saman í fjóra fimm vikna og einn þriggja vikna
hóp (Tafla I). Sömu aðferð var beitt þegar aldur
og fyrri barneignir rannsóknarhópsins voru borin
saman við samsvarandi tölur frá öllum fæðandi
konum á árinu 1985, (upplýsingar frá Hagstofu
íslands).
Rannsóknarhópurinn var lagskiptur (stratified),
þ.e. jafn margar, 50, mælingar voru skráðar
fyrir hverja viku meðgöngu frá 20. til 42. viku að
báðum meðtöldum. Mælingar, sem notaðar voru,
urðu því 50x23 eða 1.150 frá jafnmörgum
konum. Reiknuð voru meðaltöl og staðalfrávik
legbotnshæðar fyrir hverja viku og þær tölur
notaðar til að gera legvaxtarrit (nomogram).
Notuð voru Macintosh Excel og Cricket
tölvuforrit við úrvinnslu. Fjölþátta
aðhvarfsgreining (polynomial regression) var
reiknuð fyrir meðaltöl og staðalfrávik
legvaxtarritsins og reyndist þriðju gráðu jafna
sýna besta samsvörun við gildin.
NIÐURSTÖÐUR
í töflu I eru grunngildi varðandi konurnar sýnd
þannig að gildin voru flokkuð fyrir fimm vikur í
senn fram að 40 vikum, en síðustu þrjár vikurnar
voru flokkaðar saman. Ekki var marktækur
munur á aldri í þessum hópum, nema á
meðalaldri kvenna í 20-24 vikna og 40-42 vikna
hópum (p<0,05). Varðandi hæð var ekki
marktækur munur milli hópa, nema milli 20-24
vikna hóps og annarra hópa (p<0,01 miðað við
25-29 vikur; p<0,05 miðað við 30-34 og 40-42
vikur). Konur í 25-29 vikna hópi áttu aðeins fleiri
börn fyrir en þær, sem voru í 35-42 vikna
Tafla I. Meðaltöl (staðalfrávik innan sviga) fyrir
grunngildi varðandi rannsóknarhópinn (n = 1150).
Vikur Aldur (ár) Likams- hæð (sm) Fyrri barn- eign Þyngd barns (g) Lengd barns (sm) Meðgöngu- lengd (vikur)
20-24. . 27.95 166.1 í.n 3578 52.0 39.9
(5.37) (5.1) (1.0) (457) (2.1) (1.1)
25-29. . 27.86 167.5 1.17 3648 52.2 40.1
(5.18) (5.5) (1.0) (468) (2.2) (1.2)
30-34. . 27.76 167.1 1.07 3670 52.3 40.0
(5.11) (5.2) (0.9) (451) (2.1) (1.1)
35-39. . 27.00 166.6 0.95 3614 52.2 39.9
(5.62) (5.8) (1.0) (503) (2.3) (1.0)
40-42. . 26.80 167.3 0.91 3851 53.1 41.4
(5.50) (5.3) (1.0) (466) (1.9) (0.7)