Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 20

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 20
372 LÆKNABLAÐIÐ UMRÆÐA Legvaxtarrit fyrir íslenskar konur hefur ekki verið útbúið áður, þótt hæð legbotns hafi lengi verið mæld með mismunandi aðferðum og notuð til að fylgjast með vexti fósturs. Við gerð þess rits, sem hér er kynnt, var reynt að tryggja fyrir upphaf gagnasöfnunar, að aðferð við mælinguna væri sú sama hjá öllum þeim, sem á göngudeild Kvennadeildar unnu. Var stuðst við aðferð sem Westin (2) hefur lýst og notuð er annarsstaðar á Norðurlöndum, en þá er málbandið lagt frá efri rönd Iífbeinsins upp eftir leginu upp fyrir efri fósturpól og handarjaðar settur á málbandið þar sem mæla skal. í ljós kom síðar að sumar ljósmæðranna höfðu notað aðeins frábrugðna aðferð við að mæla fjarlægðina á málbandinu, en alltaf var leitast við að mæla upp fyrir efri fósturpól. Samanburður á þessum »afbrigðum« við mælingu og þeirri aðferð sem nota skyldi, sýndi ekki mun. Fjöldi þeirra sem mældu og kvennanna, sem voru mældar, ásamt hendingarvali á mælingum, ætti að hafa komið í veg fyrir kerfisbundna skekkju vegna þessa. Mæling á hæð legbotns er ekki nákvæm aðferð, en munur milli einstakra mælinga (intraobserver variation) og mælenda (gerandans), (interobserver variation) virðist vera lítill, eða á bilinu einn til tveir sentimetrar (11). Aðrir hafa þó fundið meiri mun og telja aðferðina í raun ónákvæmari (12). Vegna þess að legbotnshæðarmælingar eru aðeins notaðar til þess að fá vísbendingu um afbrigðilegan vöxt fósturs, en gefa ekki greiningu t.d. á vaxtarseinkun hjá fóstri, kemur minni eðlisnákvæmni aðferðarinnar hinsvegar ekki svo mjög að sök, meðan leitast er við að allir noti sömu aðferð við mælinguna. Legvaxtarritið er byggt á hreinu þverskurðarúrtaki, þar sem hending réði hvaða mæling var valin fyrir hverja einstaka viku. Hver einasta mæling var því óháð öllum öðrum. í sumum legvaxtarritum, sem áður hefur verið lýst, var blandað saman langskurðar- og þverskurðarúrtökum þar sem mismargar mælingar voru notaðar frá hverjum einstaklingi (3, 11, 13-15). í öllum fyrri ritum hefur auk þess verið beitt verulegu forvali (2, 3, 11, 13-15). Westin, sem gerði það rit sem notað hefur verið hérlendis (2, 7), sleppti þannig öllum gildum þar sem móðirin hafði verið meðal efstu og neðstu 10 prósenta kvenna að líkamsstærð og öllum gildum frá þeim konum sem ólu börn, sem ekki voru innan eins staðalfráviks frá meðaltali fæðingarþyngdar sænskra barna. Viðmiðunarmörkin þrengjast við slíkt. Við gerð íslenska legvaxtarritsins var ekki sleppt úr gildum frá neinni heilbrigðri konu og ekkert tillit tekið til líkamsstærðar móðurinnar eða barns hennar. Einungis var sleppt mælingum frá þeim konum, sem voru með einhverja þá sjúkdóma í meðgöngunni, sem hefðu getað haft áhrif á fósturvöxt, en slíkt er viðurkennd aðferð við Mynd 2. Legvaxtarrit. Aðhvarfslínur meðaltala, 1 staðalfrávika, 2 staðalfrávika og - 1.5 staðalfrávika. Skyggði flöturinn táknar viðvörunarsvæði (sjá texta).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.