Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1987, Page 21

Læknablaðið - 15.11.1987, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 373 söfnun í úrtak eðlilegra einstaklinga (16). Legvaxtarritið sýnir því frávik frá vexti miðað við eðlilega meðgöngu og er miðað við þunganir þar sem meðgöngulengd var vel ákvörðuð í hverju tilviki. Lagskiptingin (stratification), með jafnmörgum mælingum í hverri viku, kom í veg fyrir skekkju vegna misjafns fjölda einstaklinga milli hópa, þar sem fá gildi í jaðarhópum geta haft veruleg áhrif á staðsetningu aðhvarfslínanna. Staðalfrávik mælinganna var svipað í öllum vikunum, eða um tveir sentimetrar að meðaltali og frávik frá því mest 37%. í öllum vikunum virtust konurnar, sem mælingar höfðu verið valdar frá, mjög svipaðar hvað varðar aldur, hæð og fyrri barneignir og börn þeirra svipuð að stærð. Undantekning var í þeim hópum sem fæddu börn eftir lengsta meðgöngu, en við því mátti búast. Meðgöngulengd allra 1150 kvennanna var rétt um 40 vikur að meðaltali, sem bendir til þess að í hvern hóp hafi konur valist af hendingu. Miðað við almennar upplýsingar úr fæðingaskráningunni (8) var rannsóknarhópurinn nokkuð dæmigerður fyrir íslenskar konur. Meðalfæðingarþyngd á íslandi er 3558 grömm (8) og fæðingarlengd 51,6 sentimetrar (8), en samsvarandi tölur fyrir rannsóknarhópinn voru 3656 g og 52,3 cm. Muninn má skýra með því, að í rannsóknarhópnum voru engir fyrirburar. Meðalhæð fyrir hópinn var sú sama og fyrir íslenskar konur á aldrinum 20-30 ára eða 167 sentimetrar, samkvæmt upplýsingum frá Hjartavernd. Aldur var ívið hærri, 27,5 ár að meðaltali, heldur en meðalaldur fæðandi kvenna á árinu 1985, sem var 26,3 ár (upplýsingar frá Hagstofu íslands fyrir árið 1985). Á aldursmuninum er ekki augljós skýring, en hugsanlegt er að val kvenna í mæðraeftirlit á göngudeild Landspítalans geti skipt máli. Fyrri barneign var ekki frábrugðin því sem almennt gerðist á árinu 1985. Meðaltalsgildi fyrir legvöxt, sem fundust í þessarri athugun eru hærri en lýst hefur verið í fyrri athugunum (11). Miðað við sænsk gildi (2) eru íslensk meðalgildi tæplega tveim sentimetrum hærri. Þetta er í samræmi við hærri fæðingarþyngd á íslandi (8) og við reynslu lækna af notkun sænska legvaxtarritsins hér á landi. Val á neðri og efri mörkum ritsins byggist á rannsóknum annarra á notkun legvaxtarrita. Sem viðmiðunarmörk fyrir hugsanlega vaxtarseinkun hefur verið stuðst við - 2 staðalfrávik og 10. hlutfallsmarkið (percentil). Westin (2) notaði þrjá sentimetra neðan við meðaltal, en það svarar nokkurn veginn til - 1,5 staðalfráviks. Við höfum valið - 2 staðalfrávik ( = 2,5 percentil) sem markalínu er gæfi ákveðna ábendingu um óeðlilega lítinn fósturvöxt, en merkt svæðið milli -1,5 (=6,7 percentil) og - 2 staðalfrávika sem viðvörunarsvæði. Þessi mörk eru valin með hliðsjón af því að forðast þarf að falskt jákvæðar færslur á ritið verði of algengar. Jákvæð færsla þarf hinsvegar að leiða til frekari viðbragða í hverju tilviki, t.d. ómskoðana og síritunar á fósturhjartslætti. Ef slíkt er ekki gert, verður færsla legvaxtarrits lítils virði. Legvaxtarritið mun verða sett inn á væntanlega endurskoðaða útgáfu hinnar íslensku mæðraskrár. Þakkir Ljósmæðrum í göngudeild Kvennadeildar Landspítalans og riturum Kvennadeildar, sem söfnuðu saman um 3500 mæðraskrám vegna rannsóknarinnar, er þökkuð góð samvinna. Sigurður Gunnlaugsson, læknir og Svanhildur Ásgeirsdóttir, deildarstjóri tölvudeildar Ríkisspítalanna, veittu mikilsverða aðstoð við tölvufærslu gagna og útreikninga. SUMMARY A Swedish symphysis-fundus height chart has been used in antenatal care in Iceland as an indicator of normal or possibly abnormal fetal growth. The present study describes the compilation of data for and the construction of a symphysis-fundus height nomogram for lcelandic women. Women with singleton pregnancies and no predefined pregnancy-complications, attending the antenatal clinics at the National University Hospital in the 20.-42. completed gestational weeks, were randomly chosen to provide the data after endeavours to standardize the measurement method. Cross-sectional stratified sampling was used with only one measurement being used from each woman and 50 measurements were recorded for each completed week (±3 days); a total of 1,150measurements. Maternal and neonatal characteristics were recorded for comparison between sample groups and with previous data on the general Icelandic female population of childbearing age. The mean ± 1 and ± 2 and -1.5 standard deviatios were computed. Polynomial regression equations of the third degree fitted the data best and were used for construction of the actual nomogram. The mean symphysis-fundus height was constantly just under 2 cm higher than described for Swedish women. The study population groups at various gestational lengths differed only in minor aspects from one another and from the general delivery population in the country, suggesting that the women from whom data were obtained were a valid representation of healthy pregnant Icelandic women.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.