Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 31

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 379-83 379 Ólafur Ólafsson BARNA- OG UNGLINGASLYS Á ÍSLANDI INNGANGUR Mikið hefur verið unnið að slysavörnum á íslandi en við höfum ekki alltaf haft erindi sem erfiði. Á undanförnum árum hefur barna- og unglingaslysum í umferð fjölgað hér á landi en fækkað verulega í nágrannalöndunum. Ástæðan er sú að aðgerðir nágranna vorra taka mun frekar mið af niðurstöðum slysarannsókna er gerist hérlendis. í þessari grein er þetta atriði rætt nánar. SLYSIN OG ÞJÓÐIN íslendingar hafa verið og eru mikil slysaþjóð. Drukknun í sjó var mjög algeng fram á miðja þessa öld. Síðan hefur dregið mjög úr sjóslysum. Betur búin skip og stórbættar veðurspár eiga verulegan þátt í þessari þróun. Án efa olli öflug þjóðarvakning um slysavarnir og stofnun Slysavarnarfélags íslands straumhvörfum í björgunarmálum á sjó og ekki síst í baráttunni fyrir bættu öryggi í sjóferðum (mynd 1). Enn er slysatíðni há á íslandi, t.d. kemur í ljós að slysatíðni barna og unglinga (drengja) er með því hæsta sem gerist í heiminum (1). Athyglisvert er, að á sama tíma og mjög hefur dregið úr slysatíðni meðal barna og unglinga í nágrannalöndum, fjölgaði slysum á íslandi (2). Flest slysin verða í frítíma, í umferð, í heimahúsum og i starfi. Vissulega hafa margir starfað að slysavörnum á þessum sviðum en lítil samvinna hefur verið með þeim aðilum auk þess sem slysarannsóknir eru lítt stundaðar hérlendis gagnstætt því sem gerist í nágrannalöndunum. SLYS í UMFERÐ í fylgiriti Heilbrigðisskýrslna 1984, »Umferðarslysin og afleiðingar þeirra« (3), kemur í ljós að rúmur helmingur þeirra sem slösuðust í umferð á höfuðborgarsvœðinu árið 1985 voru yngri er 20 ára. Unglingum á aldrinum 15-19 ára er 4-5 sinnum hættara við að lenda í slysi í umferðinni en fólki 25 ára og eldra (mynd 2). Slysatíðnin er hæst meðal 17-18 ára unglinga, Landlæknisembættið. Barst 10.01.1987. Samþykkt 08.04.1987. þ.e. skömmu eftir að þeir fá ökuréttindi (mynd 3). í framhaldsskóla með 500 pilta og 500 stúlkur má búast við að á hverju ári slasist 20-25 piltar og 10-12 stúlkur, sum lífshættulega. Margir bæklast varanlega eða um lengri tíma. Ekki er vitað um slysatíðni i grunnskólum en kannanir á Norðurlöndum hafa leitt í ljós að allt að þriðja hvert barn verði fyrir einhverju slysi árlega. Nauðsynlegt er að kanna þetta nánar á íslandi. Rúmlega 80% þeirra sem lentu í vélhjólaslysum í Reykjavík voru 15-19 ára. Langflestir þeirra er slösuðust á reiðhjólum voru 5-14 ára. Tíðni slysa á gangandi vegfarendum var hæst meðal barna og unglinga, hámark í 5-9 ára aldurshópnum. Hvað snertir manntjón má að nokkru leyti líkja umferðaslysum við berklafaraldurinn er gekk hér yfir fyrr á öldinni. TILDRÖG UMFERÐARSLYSA Meðal unglinga má í flestum tilfellum kenna um óvarkárni og æfingaleysi ökumanna í hópi þeirra. Þá má benda á að allflestir ungir ökumenn nota ekki bílbelti. Mynd 1. Dánartíðni úr slysum á íslandi 1911-1980. Miðað við 100.000. (Jónas Ragnarsson.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.