Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 31
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 379-83
379
Ólafur Ólafsson
BARNA- OG UNGLINGASLYS Á ÍSLANDI
INNGANGUR
Mikið hefur verið unnið að slysavörnum á íslandi
en við höfum ekki alltaf haft erindi sem erfiði. Á
undanförnum árum hefur barna- og
unglingaslysum í umferð fjölgað hér á landi en
fækkað verulega í nágrannalöndunum. Ástæðan
er sú að aðgerðir nágranna vorra taka mun frekar
mið af niðurstöðum slysarannsókna er gerist
hérlendis. í þessari grein er þetta atriði rætt
nánar.
SLYSIN OG ÞJÓÐIN
íslendingar hafa verið og eru mikil slysaþjóð.
Drukknun í sjó var mjög algeng fram á miðja
þessa öld. Síðan hefur dregið mjög úr sjóslysum.
Betur búin skip og stórbættar veðurspár eiga
verulegan þátt í þessari þróun. Án efa olli öflug
þjóðarvakning um slysavarnir og stofnun
Slysavarnarfélags íslands straumhvörfum í
björgunarmálum á sjó og ekki síst í baráttunni
fyrir bættu öryggi í sjóferðum (mynd 1).
Enn er slysatíðni há á íslandi, t.d. kemur í ljós að
slysatíðni barna og unglinga (drengja) er með því
hæsta sem gerist í heiminum (1). Athyglisvert er,
að á sama tíma og mjög hefur dregið úr slysatíðni
meðal barna og unglinga í nágrannalöndum,
fjölgaði slysum á íslandi (2).
Flest slysin verða í frítíma, í umferð, í
heimahúsum og i starfi. Vissulega hafa margir
starfað að slysavörnum á þessum sviðum en lítil
samvinna hefur verið með þeim aðilum auk þess
sem slysarannsóknir eru lítt stundaðar hérlendis
gagnstætt því sem gerist í nágrannalöndunum.
SLYS í UMFERÐ
í fylgiriti Heilbrigðisskýrslna 1984,
»Umferðarslysin og afleiðingar þeirra« (3),
kemur í ljós að rúmur helmingur þeirra sem
slösuðust í umferð á höfuðborgarsvœðinu árið
1985 voru yngri er 20 ára. Unglingum á aldrinum
15-19 ára er 4-5 sinnum hættara við að lenda í
slysi í umferðinni en fólki 25 ára og eldra (mynd
2). Slysatíðnin er hæst meðal 17-18 ára unglinga,
Landlæknisembættið. Barst 10.01.1987. Samþykkt 08.04.1987.
þ.e. skömmu eftir að þeir fá ökuréttindi (mynd
3). í framhaldsskóla með 500 pilta og 500 stúlkur
má búast við að á hverju ári slasist 20-25 piltar og
10-12 stúlkur, sum lífshættulega. Margir bæklast
varanlega eða um lengri tíma.
Ekki er vitað um slysatíðni i grunnskólum en
kannanir á Norðurlöndum hafa leitt í ljós að allt
að þriðja hvert barn verði fyrir einhverju slysi
árlega. Nauðsynlegt er að kanna þetta nánar á
íslandi. Rúmlega 80% þeirra sem lentu í
vélhjólaslysum í Reykjavík voru 15-19 ára.
Langflestir þeirra er slösuðust á reiðhjólum voru
5-14 ára. Tíðni slysa á gangandi vegfarendum var
hæst meðal barna og unglinga, hámark í 5-9 ára
aldurshópnum. Hvað snertir manntjón má að
nokkru leyti líkja umferðaslysum við
berklafaraldurinn er gekk hér yfir fyrr á öldinni.
TILDRÖG UMFERÐARSLYSA
Meðal unglinga má í flestum tilfellum kenna um
óvarkárni og æfingaleysi ökumanna í hópi þeirra.
Þá má benda á að allflestir ungir ökumenn nota
ekki bílbelti.
Mynd 1. Dánartíðni úr slysum á íslandi 1911-1980.
Miðað við 100.000. (Jónas Ragnarsson.)