Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 34
382 LÆKNABLAÐIÐ HEIMASLYS Um 30% barna á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 0-4 ára koma á slysadeild Borgarspítalans árlega vegna slysa í heimahúsum. Börn á þessum aldri eru um 8% af íbúafjöldanum. Þetta mun vera hæsta barnaslysatíðni i Evrópu. Langalgengasta orsökin eru eitranir. Á árinu 1984 fækkaði eitrunum meðal ungbarna á upptökusvæði slysadeildar Borgarspítalans, en á síðustu árum hefur orðið veruleg umræða í fjölmiðlum um barna- og unglingaslys (8). Börn á aldrinum 5-9 ára eru einnig í hæsta áhættuflokki, en oftast slasast þau vegna falls, hrass eða verða fyrir höggi af hlut (mynd 4). Vélar og verkfæri eru algengir slysavaldar. í allflestum tilvikum er um aðgæsluleysi og óvarkárni að ræða (9). VINNUSLYS Vinnuslys virðast algengust í aldurshópnum 16-20 ára (10). Sennilegasta skýringin er að ungt fólk kemur reynslulaust í störf á vorin, en þá verða flest slys í þessum aldursflokki. Á öðrum Norðurlöndum er þetta óþekkt fyrirbæri. Hugsanleg skýring er að ungt fólk þar er lengur við nám eða gegnir herþjónustu. Þetta mál hefur þó ekki verið kannað (mynd 5). AÐGERÐIR Umferðarslys. Lögboðnar hraðatakmarkanir og öryggisútbúnaður hafa hingað til reynst best til Mynd 6. Höfuðborgarsvæðið: Slasaðir í umferðinni 1974-1983, sem hlutfall af íbúafjölda. Samanburður á skráningu umferðarslysa hjá slysadeild Borgarspítalans og Umferðarráði. (Bjarni Torfason: Umferðarslysin og afleiðingar þeirra. Heilbrigðisskýrslur, 1984, fylgirit 1: 33). þess að draga úr slysatíðni (11). Lögboðin bílbelti, hjálmanotkun (léttir plasthjálmar) og hnakkapúðar, ásamt viðurlögum hafa dregið mjög úr slæmum afleiðingum umferðarslysa hvarvetna í heiminum. Kennsla. Ráð væri að taka upp ökukennslu í framhaldsskólum, sem valfag, eins og þegar er á einstaka stöðum. Æfing í ökuhermi (simulator) er ákjósanleg leið. Brýna nauðsyn ber til að efla og auka mjög ökukennslu þar eð slysatíðni unglinga er lang hæst á fyrstu árunum eftir að þeir ljúka ökuprófi. »Svartir kassar« í einkabílum er skrá ökuhraða eru nú mjög til umræðu og er rétt að kanna möguleika á notkun þeirra (12). Aðgerðir gegn heimaslysum verða að beinast mest að fræðslu í skólum og heimahúsum og breytingum á byggingarreglugerðum. Upplýsa þarf fólk um hættuleg efni, sem notuð eru í heimahúsum og um slysagildrur. Nýlega er kominn út upplýsingabæklingur um hættur í heimahúsum og hefur hann nú verið borinn á öll heimili í landinu (13). Varðandi vinnuslys þurfa framhaldsskólar og vinnuveitendur í samvinnu að koma á fót fræðslu og æfingarnámskeiðum fyrir skólafólk. Ákjósanlegt er að þessi námskeið fari fram við raunverulegar aðstæður. FRÆÐSLA - RANNSÓKNIR Rannsóknir á slysavöldum og tildrögum slysa þarf að efla mikið. Niðurstöður þeirra rannsókna eru undirstaða allrar fræðslu um þessi mál. Á því sviði erum við eftirbátar annarra þjóða. Vegna þess að slysarannsóknir eru ekki stundaðar að ráði hér á landi verða aðgerðir oft handahófskenndar og missa marks eins og dæmin sanna. Fræðsla um slys og slysavalda í starfi, umferð og í heimahúsum þarf að tengjast fræðslu í heimilis- og félagsfræði í öllum skólum. Stofna þarf slysanefndir í skólunum, sem fjalla skulu um slys er verða á nemendum, tildrög þeirra og orsakir. Slíkar athuganir gætu orðið til mikils gagns. Virkja þarf foreldrafélög til að taka þátt í slysavarnastarfsemi. Foreldra-, kennara- og nemendafélög geta myndað öflugan þrýstihóp og haft áhrif á umferðarmenninguna og aðstæður í íbúða- og skólahverfum. Skráningu slysa er mjög ábótavant. Sem dæmi um það má nefna eftirfarandi: Samanburður á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.