Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 39
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 385-8 385 Esra S. Pétursson KAFLAR ÚR 25 ÁRA SÖGU GEÐLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS Hér fara á eftir kaflar úr erindi sem Esra S. Pétursson fiutti á 25 ára afmælisfundi Geðlæknafélags íslands sem haldinn var á Akureyri haustið 1985 en hann fjallaði þar um upphaf og sögu félagsins. UPPHAF Frá örófi alda hafa margskonar »geðlækninga«-aðferðir verið stundaðar af töfralæknum, heimspekingum, vitrum konum, guðfræðingum og konungum og eru þær jafnvel enn við lýði í mörgum löndum. Þær gefast misvel og hefur margt verið ritað um það sem miður fer, eins og gengur, en minna um hitt sem vel er gert. Prófessor Tómas Helgason segir í vönduðu og merku 75 ára afmælisriti Kleppsspítalans að fyrst hafi verið farið að ræða um læknismeðferð geðsjúkra á Islandi árið 1871 þegar Þorgrímur Johnsen héraðslæknir ritaði um það í ársskýrslu sína'. Síðan lagði Christian Schierbeck, danskur maður með íslenskt læknapróf, áherslu á nauðsyn geðsjúkrahúsa í grein sem hann reit í Andvara 1901. Ýmsar tafir ollu því að það komst ekki í verk fyrr en Alþingi lét reisa Kleppsspítalann og taka í notkun árið 1907. Kleppur var einn af fyrstu spítölum landsins. Þó höfðu sjúkraskýli fyrir holdsveika verið rekin án lækna í öllum landsfjórðungum á 17. öld, meðal annars á Hörgslandi á Síðu. Þórður Sveinsson var skipaður forstöðumaður spítalans sama ár og spítalinn tók til starfa. Lagði hann áherslu á böð og aðrar vatnslækningar að hætti þeirra tíma. Hann var í stjórn Sálarrannsóknafélags íslands og var sæmdur prófessorsnafnbót. Dr. Helgi Tómasson var skipaður yfirlæknir við nýja spítalann sem tekinn var í notkun 1928 og yfir spítalann í heild árið 1940 til æviloka. Jafnframt því rak hann um tíma sjúkrastofu og fékkst mikið við rannsóknir á geðsjúkdómum. Kom vísindaleg geta og áhugi hans í Ijós á margan hátt meðal annars í ágætri doktorsritgerð. Ferðaðist hann víða um Iönd og flutti erindi á alþjóðaþingum geðlækna og skrifaði margar greinar í erlend og innlend vísindarit. Hann hafði óvenju mikinn áhuga á mannúðlegri meðferð sjúklinga sinna og var fljótur að ryðja burt rúmbeltum, spennitreyjum og öðru því er hefti frjálsræði sjúklinganna. Spítalinn starfaði þannig undir stjórn hans að óhöpp voru færri og ævi sjúklinganna lengri en á öðrum sambærilegum spitölum. í geðlækningum var hann þar á ofan fyrsti lærifaðir okkar flestra sem stofnuðum Geðlæknafélagið. Hann var sérlega laginn að glæða áhuga okkar og örva til aukins þroska og eigum við honum mikið að þakka. Má því að öllu þessu samanlögðu með sanni telja Helga Tómasson föður geðlækninga hér á landi. Reyndist uppfræðsla hans okkur gott veganesti er við leituðum framhaldsmenntunar í austri og vestri til mætra frömuða á merkum lækningastofnunum. Esra S. Pétursson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.