Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 54
398 LÆKNABLAÐIÐ heilbrigðisráðherra, menntamálaráðherra, rektor Háskóla íslands og landlækni. III. Heimild til stjórnar L.í. um árlegt framlag til ritunar sögu félagsins o.fl. hefur ekki verið notuð, en skipuð hefur verið nefnd til undirbúnings þess að hrinda málinu í framkvæmd. IV. í framhaldi af ályktun um, að stjórnin vinni að öflugri áróðursstarfsemi um heilsutjón af völdum reykinga o.fl. var skipuð nefnd, sem hóf þegar störf, sbr. nánar aftar í skýrslunni. V. Heimild til handa stjórn að segja L.í. úr BHM hefur ekki verið notuð, enda samningsréttur nú alfarið í höndum aðildarfélaga BHMR, sbr. nánar síðar. VI. Ályktun um flutning sjúkrahúsa yfir á föst fjárlög var send heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og landlækni. VII. Áskorun á menntamálaráðherra um að leggja fram frumvarp til laga um Vísinda- og Rannsóknaráð íslans var send honum, svo og landlækni, stjórn Vísindasjóðs, formönnum þingflokka og Rannsóknaráði ríkisins. Frumvarpið var lagt fram á síðasta Alþingi og samþykkt. VIII. Ályktun um tilmæli stjórnar til lækna að fara vandlega yfir það, sem eftir þeim er haft í fjölmiðlum, var birt á áberandi hátt í Fréttabréfi lækna. FRUMVARP TIL LÆKNALAGA I bréfi, dags. 10. des. 1986, óskaði heilbrigðis- og tryggingamálanefnd efri deildar Alþingis eftir umsögn L.í. um frumvarp til læknalaga. Læknalög voru fyrst sett hér á landi árið 1911. Gildandi læknalög eru frá árinu 1969 en þau eru að stofni til frá árinu 1932. Árið 1979 var stjórnskipaðri nefnd undir forsæti landlæknis falin endurskoðun læknalaga. Fulltrúi L.í. í nefndinni var Guðmundur Oddsson. Nefndin skilaði áliti í febrúar 1983 í formi lagafrumvarps, þó án greinargerðar. Síðari umfjöllun í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu Ieiddi til margvíslegra breytinga á frumvarpstillögu nefndarinnar. Ráðuneytið fól Ingimar Sigurðssyni, yfirlögfræðingi, að taka saman greinargerð með frumvarpinu, sem fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lagði síðan fram á síðasta Alþingi. Stjórn L.í. hafði margt við frumvarpið að athuga og fól formanni og framkvæmdastjóra að koma athugasemdum á framfæri við viðkomandi þingnefnd. Umsögn með tillögum stjórnar L.í. um breytingar á frumvarpinu fór' til þingnefndarinnar 28. janúar 1987 ásamt ítarlegri greinargerð. Formaður og framkvæmdastjóri sátu síðan marga fundi með þingnefndinni og skýrðu sjónarmið L.í. Þingnefndin óskaði m.a. eftir því, að L.í. beitti sér fyrir samræmingu sjónarmiða L.f. og læknadeildar H.í. varðandi tiltekin atriði í frumvarpinu. Áttu formaður og framkvæmdastjóri nokkra fundi með nefnd, sem fjallaði um frumvarpið f.h. læknadeildar. Fyrir utan ýmsar málfars- og orðalagsbreytingar og breytingar á röðun greina eftir efnisatriðum lagði stjórn L.í. einkum áherslu á eftirtalda þætti: - að nánar yrði kveðið á um réttinn til að kalla sig lækni og stunda lækningar - að ákvæði kæmu í frumvarpið um ábyrgð læknis á greiningu og meðferð þeirra sjúklinga, sem til hans leita eða hann hefur til umjónar - að ráðherra setji reglur um gerð og útgáfu læknisvottorða að fengnum tillögum landlæknis og L.í. - að skylda læknis til að Iáta af hendi til sjúklings eða forráðamanns hans sjúkraskrár og tilheyrandi gögn yrði skilyrtari en frumvarpið gerði ráð fyrir - að nánar yrði kveðið á um, hvenær læknir er skyldur til að tilkynna um mistök eða vanrækslu af hálfu lækna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem hann verður var við i starfi sínu - að nánar yrði kveðið á um heimild lækna til að auglýsa lækningastarfsemi sína - að skýrari ákvæði kæmu fram um samskipti lækna og fjölmiðla. í frumvarpinu eins og það var lagt fram var ákvæði um, að lækningaleyfi félli niður við 75 ára aldur, en ráðherra heimilt að framlengja leyfið um eitt ár í senn að fengnum meðmælum lækningaleyfisnefndar. Stjórn L.í. lagði til, að ákvæðinu yrði breytt á þann veg, að lækni verði óheimilt að reka lækningastofu eftir 75 ára aldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.