Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 59
LÆKNABLAÐIÐ
403
tvístrun á endurhæfingarstarfi innan
heilbrigðisþjónustunnar.
Endurhæfing er að verulegu leyti teymisvinna
sem stendur og fellur með því að samstillt
verklag náist með samvinnu ýmissa
starfsstétta. Á meðal þeirra eru einmitt
sjúkraþjálfarar, en einnig, svo að dæmi séu
nefnd, iðjuþjálfar, talþjálfar,
hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar auk
lækna o.fl. Það gefur auga leið að það þjónar
ekki tilgangi endurhæfingar og hagsmunum
sjúklinga að kljúfa starfsemina í margar,
óháðar starfseiningar. Slíkt myndi fyrst og
fremst stuðla að flóknari framkvæmd
endurhæfingar, e.t.v. tefla í tvísýnu hlutdeild
sjúkraþjálfara í henni og almennt valda
glundroða.«
Einnig segir í umsögninni:
»Að lokum kemur fram í ályktuninni að FÍSÞ
telur það til grundvallaratriða að
yfirsjúkraþjálfari heyri stjórnunarlega beint
undir framkvæmdastjóra/stjórn. Vafi getur
leikið á því hvað átt er við og vísast aftur til
vöntunar á greinargerð með ályktuninni. Af
orðalaginu einu saman má ráða að baksvið
þessarar hugmyndar sé hið sama og áður er
nefnt, þ.e. að sjúkraþjálfun skuli ekki teljast
hluti af endurhæfingarþjónustu
heilbrigðisstofnunar og í framhaldi þar af að
yfirsjúkraþjálfari hafi ekki yfirmann annan en
stjórn viðkomandi stofnunar eða
framkvæmdastjóra í umboði hennar. Sé þetta
réttur skilningur telur Félag ísl. orku- og
endurhæfingarlækna að afleiðing slíks
skipulags leiði til hins sama og áður er getið í
þessari umsögn, þ.e. tvístrunar á
endurhæfingarstarfi innan
heilbrigðisþjónustu, sem tvímælalaust myndi
hafa í för með sér óheppilegar afleiðingar fyrir
sjúklinga og endurhæfingarþjónustuna í heild.
Að mati Félags ísl. orku- og
endurhæfingarlækna er sjúkraþjálfun liður í
læknisfræðilegri endurhæfingu. Um
stjórnunarlega og faglega ábyrgð í
læknisfræðilegri endurhæfingu gildi hið sama
og almennt gildir um læknisfræðilega
meðferð. í því sambandi má benda á ákvæði
29. gr. 2. mgr. í lögum um heilbrigðisþjónustu
um ábyrgð og verksvið yfirlækna á
sjúkahúsum og ákvæði 32. gr. 1. mgr. sömu
laga um stöðu og verksvið læknaráða.«
Stjórn L.Í. tók undir álit sérgreinafélagsins að
öllu leyti og sendi Félagi ísl. sjúkraþjálfara
sem og öðrum þeim aðilum, sem ályktunin
hafði verið send.
8. Um lífeyrisréttindi fastráðinna lœkna
Margir læknar og eftirlifandi makar og börn
lækna njóta lífeyris úr Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins. Lífeyrisréttindi miðast
m.a. við röðun þess starfsheitis, sem
viðkomandi bar síðast, í launaflokk. Við
breytingar á starfsheitum og röðun þeirra í
launflokka koma upp ýmis vandamál til
úrlausnar hjá stjórn sjóðsins.
Framkvæmdastjóri L.í. hefur í nokkur skipti
hitt fulltrúa sjóðsins til að meta, við hvaða
launaflokk Iífeyrisréttindi ýmissa Iækna eða
maka þeirra og barna skulu miðast. Eru nú
flestöll vafatilfelli, er lækna snerta í þessu
sambandi, leyst.
9. Sérstök slysatrygging heilsugœslulœkna
í framhaldi af munnlegu samkomulagi við
samningsgerð fastráðinna lækna á árinu 1985,
um auknar bætur til heilsugæslulækna vegna
slysa í neyðar- og slysaútköllum, féllst
fjármálaráðuneytið á eftirfarandi
bótafjárhæðir: Vegna slysa í sjúkrabifreiðum
eru dánar- og örorkubætur 6,6 milljónir
króna. Bótafjárhæðir í öðrum neyðar- og
slysatifellum, sem læknir er kvaddur til vegna
starfa síns, eru kr. 2.640.000.
Framangreindar fjárhæðir miðast við janúar
1986 og eru til viðbótar öðrum umsömdum
bótum í kjarasamningi fastráðinna lækna.
KJARAMÁL
NÝ SAMNINGSRÉTTARLÖG
Fyrsta janúar 1987 gengu í gildi ný lög um
kjarasamninga opinberra starfsmanna. Nýju
lögin fela í sér verulegar breytingar á áður
gildandi samningsrétti. Helstu breytingar eru:
a) Samningsrétturinn er nú að fullu í höndum
viðkomandi stéttarfélags en ekki skiptur í
aðalkjarasamningsumboð, sem BHMR fór
með, og sérkjarasamningsumboð, sem
aðildarfélögin fóru með. BHMR fer því ekki
lengur með samningsrétt fyrir aðildarfélögin,
nema þau feli bandalaginu hann við gerð
einstakra samninga.
b) Háskólamenntaðir opinberir starfsmenn fengu
með þessum lögum verkfallsrétt í fyrsta sinp
og verkfallsréttur annarra starfsmanna var
rýmkaður. Þó eru allmiklar takmarkanir á
verkfallsheimild hjá mörgum stéttarfélögum
þ.m.t. Læknafélagi íslands. Þær eiga að
fyrirbyggja neyðar- eða hættuástand.