Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 60
404 LÆKNABLAÐIÐ c) Ákvæði eru um trúnaðarmannakerfi innan stéttarfélaganna. í reglugerð með lögunum, sem fjallaði um undanþágur frá verkfallsrétti, voru óljós atriði varðandi verkföll heilsugæslulækna. Samkomulag náðist þann 12. mars sl. við fjármálaráðherra um framkvæmd verkfalla heilsugæslulækna, komi til þeirra. Er þar í meginatriðum miðað við, að heilsugæslulæknisþjónusta verði með sama sniði og tíðkast á stórhátíðum. Önnur ákvæði um undanþágur frá verkföllum lækna voru unnin í samráði við L.í. og eru nokkuð ljós, að því er séð verður. Trúnaðarmannakerfi hefur verið komið á meðal fastráðinna lækna. Samningsréttarlögin gefa L.í. möguleika á að stokka upp kjaramál sín frá því sem verið hefur. Þannig er nú ekki lengur neinn samningsréttarlegur munur á lausráðnum og fastráðnum læknum. Því mætti vel hugsa sér annars konar samsetningu samningahópa en nú gildir. Þá opnast jafnframt möguleikar á samfloti eða samvinnu milli hinna ýmsu hópa lækna í kjarasamningum meira en verið hefur. Þessi mál þarf að athuga sérstaklega. Samleið með BHMR eða einstökum aðildarfélögum þess í kjarasamningum er nú alveg á valdi L.í. Það getur verið með breytilegu móti allt eftir því, sem henta þykir hverju sinni. Nokkrar umræður urðu um hugsanlegt samflot lausráðinna sjúkrahúslækna og fastráðinna lækna í samningum þessa árs, en varð ekki úr. Samningahópar eru því óbreyttir frá því, sem áður var, nema að L.í. fer ekki lengur með samninga f.h. landlæknis, sem fær nú laun skv. ákvörðun Kjaradóms og f.h. tryggingayfirlæknis, sem fær laun skv. ákvörðun fjármálaráðherra. Aðild að BHMR er nú frjáls. Henni hefur verið haldið áfram til að geta notið þjónustu þess á sviði kjararannsókna og ráðgjafar í sambandi vð kjaramál. KJARASAMNINGUR FASTRÁÐINNA LÆKNA Samningar runnu út 1. janúar sl. Á haustmánuðum voru verulegar hræringar í kjaramálum. Fjármálaráðherra hafði lofað nýjum samningsréttarlögum á haustþingi. Óvíst var, hvernig þau lög myndu líta út eða hvort þau kæmust í gegn á þingi. Innan BHMR, sem tók þátt í undirbúningi lagagerðarinnar, voru uppi miklar ráðagerðir um það hvernig staðið skyldi að aðgerðum til að þrýsta á um lagasetningu og til að tryggja samningsstöðuna, ef ekki yrði af lagabreytingum eða ný lög yrðu óhagstæð. Kjaradómsleið var talin óhugsandi og yrði að forðast með öllum tiltækum ráðum. Besta leiðin til að tryggja stöðu félaga BHMR var talin vera hópuppsagnir en einnig var til umræðu að stofna til ólögmætra verkfalla, þrytu aðrar leiðir. Allmörg félög ákváðu að grípa til uppsagna, sem skyldu taka gildi í mars 1987. Gerðu flest það án verulegra samningaumleitana. Samninganefnd L.í. reyndi í október og byrjun nóvember samningaviðræður, sem urðu árangurslausar. í framhaldi af því var leitað til félagsmanna um uppsagnir til að þrýsta á um samninga, en sú leið hafði verið samþykkt samhljóða á kjaramálaráðstefnu Félags ísl. heimilislækna sl. haust. Vegna mjög lélegrar þátttöku í aðgerðunum var horfið frá þeim og heilsugæslulæknar í samninganefndinni sögðu af sér. Samninganefndin var því óstarfhæf í 1-2 mánuði en þá féllust samninganefndarmenn á beiðni L.í. og F.Í.H. um að taka aftur uppsagnir sinar og hefja störf. Á meðan þetta ástand ríkti tóku nýju samningsréttarlögin gildi. Kjarakröfur voru þá unnar að nýju. Öll aðildarfélög BHMR veittu umboð til að reyna »aðalkjarasamning«. Var sett fram krafa um lágmarkslaun, kr. 45.000 á mánuði miðað við 1. janúar 1987. Krafa var um auknar starfsaldurshækkanir. Þá var sett upp módel með stighækkandi launum með vaxandi námsmati viðkomandi starfsmanns og á sama hátt var gert með stjórnunarlega og faglega ábyrgð. Þetta módel er læknum mjög hagstætt, ef það kemst á. Samningaviðræður gengu stirðlega og BHMR skilaði samningsumboði sínu til aðildarfélaganna um mánaðamót janúar-febrúar. Læknafélag íslands lagði þá fram kröfur eftir sömu meginlínum og BHMR hafði sett upp, en þeim var alveg hafnað. I mars kom til verkfalla og seinna uppsagna margra BHMR félaga. Á meðan gerðist fátt í samningum L.I. Fjármálaráðherra gerði tilboð, sem gaf verulega minni launahækkanir en þau félög fengu, sem lokið höfðu samningum. Fyrri hluta apríl var því efnt til atkvæðagreiðslu um boðun verfalls, sem skyldi hefjast í apríllok. Þátttaka var góð, en til talningar kom þó ekki, þar sem samningar tókust 15. apríl. Er þar notast við launaflokkamódel fyrri samninga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.