Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1987, Page 63

Læknablaðið - 15.11.1987, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 407 gerðir, og margir þeirra framan af í fullu samræmi við okkar. Það er hins vegar kunnara en frá þurfi að skýra, að kjarabætur fóru út fyrir okkar samninga fyrst og fremst við og eftir lausn kennaraverkfallsins. Vegna þessa óskaði samninganefndin eftir áframhaldandi samningaviðræðum með tilvísan til 8. gr. samningsins frá 18. febrúar og fyrstu bókunar, sem samningnum fylgdi. Þessar framhaldsviðræður leiddu til þess, að 12. júní sl. var undirritaður viðbótarkjarasamningur við sjúkrahúslækna, og er það vafalaust stysti samningur, sem gerður var í allri samningalotunni á þessu ári, en síst af öllu sá innihaldsminnsti. Meginatriði þessa viðbótarsamkomulags er, að starfsaldur reiknast frá 2 árum fyrir embættispróf, launaflokkur bætist við bæði hjá aðstoðarlæknum og sérfræðingum 1. júlí 1987 og laun allra hækka um 3% 1. janúar 1988 til viðbótar því, sem áður hafði verið samið um. Þá er gert ráð fyrir endurskoðun launaliða eftir mars 1988, og verði þá tilefni til breytinga vegna almennrar launaþróunar í landinu, mun fyrst og fremst unnið að frekari útfærslu á efri þrepum launastigans bæði hjá aðstoðarlæknum og sérfræðingum. Þetta þýðir, að laun allra hækka um tæplega 8% frá því, sem áður var um samið í febrúar, en byrjunarlaun aðstoðarlækna hækka auðvitað langt fram yfir þetta og hið sama á við um laun sérfræðinga, sem skv. launastiga, er gilti fyrir 1. júlí sl., voru í launaþrepum 2-6 og þó sérstaklega þess hóps, sem var í launaþrepum 3- 5. Mikilvægt er, að læknar átti sig á starfsaldri sínum skv. hinum nýja samningi, svo að þeir fái örugglega greitt eftir réttu launaþrepi. Sjúkrahúslæknar geta verið fullvissir um það, að ekkert er ofsagt með því, að kjarabætur þeirra eftir samningum þessa árs eru síst lakari en annarra, sem átt hafa í samningum frá því í desember á síðasta ári. Hitt er svo annað mál, að ekki verður um það fullyrt, hvort þær viðbótarprósentuhækkanir launa, sem orðið hafa frá því í fyrstu samningsgerðinni í febrúar á þessu ári, leiða til nokkurra raunverulegra kjarabóta. Forsendur eru breyttar, verðbólga komin upp úr hinum væntu mörkum og þá m.a. að einhverju leyti vegna þess að samningar fóru fram úr febrúarsamningi okkar, þótt enginn sé kauplega ofalinn af niðurstöðum þeirra. III. Núverandi samninganefndir lausráðinna sjúkrahúslækna hafa setið með lítt breyttum mannskap frá því haustið 1984. Frá þessum tíma og fram í júlí á þessu ári hafur framfærslukostnaður í landinu hækkað um 97% að opinberu mati. Læknar geta borið saman launatöflurnar frá 1. sept. 1984 og frá 1. júlí sl. til þess að sjá, hversu tekist hefur að halda í horfinu m.t.t. þessa. Eðlilegt verður að teljast, að núverandi samninganefndir gangi endanlega frá samningsgerðinni frá því í febrúar á þessu ári, þ.e.a.s. hugsanlegu samkomulagi viðkomandi bókunum um ráðningarsamninga og vaktafyrirkomulag, sem og hugsanlega breytingu á launaþrepum og launum eftir mars á næsta ári. Hins vegar verður að telja jafn eðlilegt, að þá taki að einhverju eða öllu leyti við nýir menn og undirbúi næstu samningalotu, sem hefst í árslok 1988. Mikil vinna er nú orðin samfara starfi í samninganefndum og sjálfsagt að dreifa henni á sem flesta, enda þótt vissulega sé slæmt, að menn hætti störfum í samninganefndum, eftir að þeir hafa loksins komist sæmilega inn í alla málavexti en það tekur ávallt nokkurn tíma og gerist æ tímafrekara og flóknara, eftir því sem fleiri félög semja hvert fyrir sig. í þessu sambandi hvílir mikið starf á skrifstofu læknafélaganna og síðan samninganefndunum og þá einkum formönnum þeirra að vinna úr upplýsingum. Núverandi samninganefndir líta kjarasamning sjúkrahúslækna þríþættan. í fyrsta lagi eru í honum grundvallaratriði, svo sem um skilgreiningar, skilyrði, skipulag og skuldbindingar. í öðru lagi tekur samningurinn til trygginga-, réttinda- og öryggismála og þriðji þáttur samningsins snýr að beinum og óbeinum launa- og/eða kjaraatriðum. Kröfugerð hefur beinst að öllum þessum þáttum. Sú síðasta var ekki kynnt læknum sérstaklega en þeir gætu fengið hana á skrifstofu læknafélaganna og borið saman við gildandi kjarasamning, sem er nýútgefinn með áorðnum breytingum. Þótt læknar taki vafalaust ekki mikið eftir því, hefur þokað nokkuð áleiðis og á betri veg í atriðum allra þessara þátta og mikilvægt er að koma nýjum hugmyndum inn í kröfugerð, þótt taki sinn tíma að koma þeim í gegn og e.t.v. aðeins einni og einni hverju sinni. Hvað viðkemur framangreindum öðrum þætti samningsins, er staða sjúkrahúslækna ekkert slæm og ágreiningur um þessi atriði við okkar viðsemjendur er lítill, þótt taka verði málin í áföngum. Hins vegar er margur óheppilegur texti í samningnum viðkomandi grundvallaratriðum eða fyrst talda þættinum hér að framan og þótt

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.