Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 64

Læknablaðið - 15.11.1987, Qupperneq 64
408 LÆKNABLAÐIÐ ekki hafi leitt til vandræða, væri betur breytt og mun verða látið á það reyna í sambandi við hugsanlega breytingu á ráðningarsamningum. Varðandi launaliðinn sjálfan og atriði honum tengd, svo sem vaktir, yfirvinnu, útköll og frí vegna þessa, verður látið reyna á frekari úrbætur í sambandi við endurskoðun á vaktafyrirkomulagi. Núverandi samninganefndir hafa gert ítarlega úttekt á launagreiðslum til lækna. Ótvírætt skila fastlaunagreiðslur á sjúkrahúsi verulega minnu en greiðslur fyrir læknisverk eftir gjaldskrá. Af þessu leiðir einfaldlega, að því meir sem menn eru starfandi í fyrrnefnda kerfinu, því minna bera menn úr býtum. Þetta er auðvitað ekki nýr sannleikur og ekki aðeins bundinn við lækna. Það er almenn reynsla, að fastlaunagreiðslur eru vel undir því, sem menn geta unnið sér inn eftir gjaldskrá. Samninganefndirnar hafa í baráttu sinni viljað láta hlutina heita sínu rétta nafni og talið eðlilegast og viljað beita sér fyrir því fyrst og fremst, að hækkun á föstum launum sæti í fyrirrúmi og með henni væri hægt að koma á jöfnuði í launagreiðslum til lækna miðað við svipað vinnuframlag, ábyrgð o.þ.h. Af þessu mundi auðvitað leiða hærri laun í öllum fríum, sem menn gætu þá frekar nýtt sér til fulls, en einnig sömuleiðis hærri greiðslur fyrir vakta- og yfirvinnu. Reynslan er hins vegar sú, að þetta er ekki auðsótt mál. Sá siður er því miður ekki ríkjandi í samningum, að hlutirnir gangi undir réttum heitum. Flestar starfsstéttir taka þessu og vel því að með þessu má einnig breiða verulega yfir hver eru hin raunverulegu kjör hvers og eins. Það er m.a. út frá þessu, sem samninganefndirnar fóru inn á þá braut í síðustu samningalotu að fá fram umræður um nýtt vaktafyrirkomulag og ráðningar. Vaktafyrirkomulagið mundi gera ráð fyrir því, að fleiri væru á vöktum en nú er, vaktir yrðu greiddar með öðrum hætti, hluti þeirra yrði jafnvel tekinn inn í fast kaup eða jafnan greitt fyrir ákveðinn fjölda vakta pr. tímaeiningu, þótt ráðast yrði, hvort menn þyrftu að standa þær allar. í ráðningunum yrði gert ráð fyrir, að eingöngu væri unnið eftir gjaldskrá, ef um lítið ráðningarhlutfall væri að ræða, að unnið væri eftir gjaldskrá samhliða fastalaunasamningnum og greitt yrði fast viðbótarkaup, sem mætti heita fyrir eftirvinnu, sem þó réðist, hvort alltaf væri unnin. Um þetta allt yrðu sett miklu nákvæmari ákvæði, sem jafnframt tækju þá tillit til, hversu mikið yrði greitt úr hinu opinbera sjúkratryggingakerfi fyrir vinnu utan sjúkrahúsa hjá viðkomandi lækni. Undirnefndir vinna nú að frekari útfærslu þessa og ljóst er, að náist samkomulag yrðu sjúkrahúslæknum skapaðar aðstæður til sambærilegrar tekjuöflunar við þá, sem vinna eftir gjaldskrá utan sjúkrahúsa. Það er því ljóst, að samningurinn frá því í febrúar er miklu stærri í sniðum en menn kannski gera sér grein fyrir og gæti markað tímamót. Samninganefndirnar munu ekki undirrita neinn bindandi samning um þessi atriði, heldur leggja það samkomulag, sem um þau verður við viðsemjendur okkar fyrir sjúkrahúslækna til synjunar, samþykktar eða breytinga, enda væru hér mikil, flókin og margþætt mál á ferðinni. En það er áreiðanlega fjarlægt mörgum okkar, að til þess að laun sjúkrahúslækna séu sómasamleg og sambærileg, eigi samningar að hljóða upp á yfirvinnu, sem ekkert er frekar innt af hendi, fyrir vaktir, sem ekki er frekar ætlast til, að séu staðnar og fyrir starfsheiti, sem menn bera án ábyrgðar eða hæfni. Flest höfum við verið alin upp við það, að menn eigi að fá borgað fyrir það, sem þeir vinna, og þeir eigi að verðlaunast fyrir vel unnin störf, dugnað, hæfni og ábyrgð. En svona er nú samningsleikurinn og hann væri kannski ella einskis virði fyrir þá, sem hafa hann alfarið að atvinnu. En sjúkrahúslæknar geta vel farið að búa sig undir hvernig þeir taka á þessu. Leiðin til bættra kjara er hálfopin. í byrjun október munu tillögurnar liggja fyrir og þá verða menn að hafa gert upp hug sinn og hrökkva eða stökkva. Samninganefndirnar voru hins vegar sammála um það um sl. áramót að blása ekki í herlúðra. Fyrir því var enginn grundvöllur á líðandi stund og enginn, þegar litið var til baka yfir árið 1986. í ljósi þingkosninga, hugsanlegrar nýrrar ríkisstjórnar, nýrrar stjórnarstefnu, væntanlegs staðgreiðslukerfis opinberra gjalda o.fl. þótti skynsamlegt að gera samning fram til ársloka 1988 með ákveðnum fyrirvörum og meta þá fyrst í ljósi þróunar, hversu harðrar baráttu væri þörf. Það verður þeirra, sem undirbúa næstu samningagerð. Hins vegar er vert að undirstrika það, að góður trúnaður ríkir við samninganefnd hins opinbera, og er það vissulega nauðsynlegt, þótt menn séu ósammála. Á þennan trúnað hefur reynt og hann ekki brugðist. 777 frekari upplýsinga: 1. Kjarasamningur sjúkrahúslækna, útgefinn af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.