Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 65

Læknablaðið - 15.11.1987, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 409 Læknafélagi íslands og Læknafélagi Reykjavíkur 1987. 2. Ársskýrsla Læknafélags Reykjavíkur 1987. 3. Fréttabréf lækna 4/1987. 4. Fréttabréf lækna 7/1987. 5. Kröfugerð sjúkrahúslækna í desember 1986 (skrifstofa læknafélaganna). SAMNINGUR UM SÉRFRÆÐILÆKNISH J ÁLP Samningar hafa verið lausir frá 1. maí sl. Nokkrir fundir hafa verið haldnir, en samþykkt af báðum aðilum að láta gamla samninginn gilda áfram um óákveðinn tíma, en hefja viðræður aftur í haust. Tekist hefur góð samvinna milli samninganefndar sérfræðinga og Tryggingastofnunar ríkisins varðandi túlkun samningsins. Komi upp vafamál er nefndin látin vita og yfirleitt gengur fljótt og vel að greiða úr slíkum ágreiningi. Enn eru þó óleyst nokkur skörunarmál, og er beðið úrskurðar læknadeildar Háskólans, hvort nokkrir sérfræðingar í ákveðnum greinum hafi hæfni til að vinna sérfræðilæknisverk, sem skráð eru í gjaldskrá annarrar sérgreinar. Því miður hefur reynst taka langan tíma að fá slíka úrskurði. SAMNINGAR HEIMILISLÆKNA UTAN HEILSUGÆSLUSTÖÐVA Samningur hefur verið laus frá ársbyrjun 1986. Fáir samningafundir hafa verið haldnir, síðast 2. júní 1987. Hefur samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins ekki sýnt mikinn áhuga til samninga og borið ýmsu við, einkum frágangi annarra samninga. Helst hefur verið rætt um hækkanir á fastagreiðslum vegna starfsaldurs (7A), hækkun kostnaðarhluta (7B) og hækkanir á greiðslum vegna starfsfólks (7D). Einnig hefur verið rætt um virkara skráningarkerfi á fjölda sjúklinga, sem á að koma í veg fyrir, að menn missi greiðslur, þótt skráðum sjúklingum hafi fækkað aðeins undir 1.750 án vitundar læknisins. Má telja, að þetta sé frágengið. Vonandi verður gengið frá nýjum samningi fyrir haustið 1987. Þess má geta, að lagaundanþága fyrir heimilislækna utan heilsugæslustöðva rennur út í lok desember 1987. Er þar um að ræða bráðabirgðaákvæði eins og verið hefur. LÆKNAVAKT í REYKJAVÍK, KÓPAVOGI OG Á SELTJARNARNESI Árið 1928 var sett á laggirnar vaktþjónusta á vegum heimilislækna í Reykjavík. Til að byrja með var keyptur bíll á vegum Sjúkrasamlags Reykjavíkur, ráðinn bílstjóri og læknir fenginn til að gegna vaktþjónustunni frá heimili sínu. Litlar breytingar urðu á því formi næstu árin. Erfiðleikar komu upp, þegar ákveða átti launakjör bílstjóra vakthafandi læknis. Því máli lauk þannig, að bílstjórinn var settur á sömu laun og kamarhreinsarar bæjarins. Þegar nefnd á vegum læknafélaganna skilaði af sér álitsgerð varðandi hugmyndir um nauðsynlegar breytingar á vaktþjónustu heimilislækna í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnarnesi árið 1983, var gamla rekstrarformið svo til óbreytt. Um þær mundir var farið í um 10-15 þúsund vitjanir árlega á vaktsvæðinu og vaktbíll ekinn milli 80 og 90 þúsund km á ári. Um margra ára skeið var rekin göngudeildar- þjónusta á vegum heimilislækna í húsakynnum Landspítalans. Þegar ofannefndar tillögur til úrbóta höfðu verið samþykktar af aðilum, hófust loks viðræður við samninganefnd sjúkratrygginga um greiðslur fyrir breytta vaktþjónustu. Vegna eindreginna tilmæla fulltrúa hins opinbera féllust menn á að gera tilraun til að reka þjónustuna á vegum lækna sjálfra eða fyrirtækis, er þeir kynnu að stofna. Gerður var samningur á þeim nótum 27. ágúst 1985. Samningur þessi segir til um framkvæmd þjónustunnar varðandi móttöku sjúklinga, vitjanir og símaþjónustu. Að lokinni langri leit að húsnæði gerði Tryggingastofnun ríkisins samning við Reykjavíkurborg um leigu á húsnæði í Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg. Á félagsfundi 30. okt. 1986 var Læknavaktin s.f. síðan stofnuð af 22 starfandi heimilislæknum. Læknavaktin s.f. tók við starfseminni 15. nóv. sl. og hófst þá vitjanaþjónusta, móttaka sjúklinga og upplýsingaþjónusta í ofannefndu húsnæði. Nú starfa 34 læknar, 13 móttökuritarar og 23 hjúkrunarfræðingar við vaktina sem undirverktakar. Að fengnu tilboði í akstur á vegum Læknavaktarinnar var gerður samningur við Ieigubílstjóra þar sem honum er falið að útvega þar til gerðan og útbúinn bíl til þjónustunnar og sjá um akstur og rekstur bílsins að öllu leyti. Læknar tóku við vaktinni með því markmiði að bæta þjónustuna og koma starfseminni í varanlegt húsnæði. Húsnæðið er allt annað en áður var, og sennilega hefur þjónustan batnað, en engar skipulagðar kannanir hafa enn verið framkvæmdar varðandi þá spurningu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.