Læknablaðið - 15.11.1987, Síða 67
LÆKNABLAÐIÐ
411
Um var að ræða áfrýjun á úrskurði nefndarinnar
frá 5. mars 1985. Úrskurðurinn var staðfestur
með 4 atkvæðum gegn einu.
STARFSMATSNEFND
Starfsmatsnefnd hélt 5 fundi á árinu 1986 og 3
fundi á árinu 1987. Hún lagði á þessum fundum
mat á starfsaldur 28 sérfræðinga og ákvað
launastig 61 aðstoðarlæknis.
Nefndin var stofnuð árið 1966 í framhaldi af
fyrstu heildarkjarasamningum lausráðinna
sjúkrahúslækna. Hún starfaði í fyrstu á vegum
L.R. en síðar á vegum L.í. Með nýjum
samningum nú í vor voru teknar upp nýjar
starfsaldursreglur fyrir sjúkahúslækna, sem
miðast við kandidatsár, bæði að því er snertir
sérfræðinga og aðstoðarlækna. Reglur þessar
tóku gildi 1. júlí sl. Af þessum sökum er hlutverki
nefndarinnar Iokið, og hélt hún sinn síðasta fund
22. mai sl.
Enda þótt starfsemi nefndarinnar hafi ekki farið
hátt, hefur hún verið mjög veigamikill þáttur í
kjaramálum lækna. Þess má geta, að Eggert
Jóhannsson sat í nefndinni alla tíð og síðustu árin
sem formaður. Nefninni eru hér með þökkuð
giftudrjúg störf í þágu lækna.
ÁRÓÐURSNEFND UM HEILSUSAMLEGRA
LÍFERNI
Nefndin hélt allmarga fundi og ákvað að taka
fyrir áróður gegn reykingum. Vænlegast þótti að
beina spjótum að þeim hópi, sem ekki hefur enn
hafið reykingar og kynntu nefndarmenn sér það
starf, sem farið hefur fram á vegum
Krabbameinsfélags íslands í skólum landsins í þá
veru. Ljóst þykir, að veruleg fræðsla um
skaðsemi reykinga er á boðstólum innan
skólakerfisins upp að 9. bekk, og var ákveðið að
taka þann hóp fyrir og gefa þessum upplýsingum
aukið vægi, með því að læknar færu sjálfir og
kynntu þetta efni fyrir nemendum. Ákveðið var
að taka saman mjög stuttan fræðslupóst og gefa
síðan góðan tíma fyrir umræður og fyrirspurnir.
Óformlega var haft samband við
menntamálaráðuneyti, heilbrigðismálaráðuneyti
og Krabbameinsfélag íslands og var mjög góður
hljómgrunnur hjá öllum þessum aðilum fyrir
hugmyndinni. Nefndarmenn prufukeyrðu síðan
þetta efni í 9. bekk í Laugalækjaskóla í
Reykjavík, og má segja, að undirtektir nemenda
og eins kennara hafi verið mjög jákvæðar, og
fengum við jákvæða gagnrýni á þetta efni.
Ákveðið var að fínpússa fræðsluefnið, útbúa
nokkrar glærur og bækling og ganga endanlega
frá þessu fyrir áramót, þannig að það verði
aðgengilegt öðrum til afnota fyrir næsta vor.
SÉRFRÆÐINEFND LÆKNADEILDAR
Þann 1. júlí 1986 öðlaðist gildi ný reglugerð um
veitingu lækningaleyfis og sérfræðileyfa, þar sem
m.a. er að finna svohljóðandi ákvæði um
sérfræðinefnd:
»Læknadeild skipar 3 Iækna til að fara yfir og
úrskurða um umsóknir til sérfræðileyfis. Skal
einn vera úr hópi kennara deildarinnar og er hann
formaður nefndarinnar, annar skal tilnefndur af
L.í. og sá þiðji er forstöðumaður kennslu í þeirri
grein, sem til umfjöllunar er hverju sinni. Við
afgreiðslu umsókna skal, þegar við á, fulltrúi
viðkomandi sérgreinafélags boðaður á fund
nefndarinnar. Fulltrúar læknadeildar og L.Í.
skulu skipaðir til 4 ára. Þeir annast fyrir hönd
læknadeildar túlkun og endurskoðun
reglugerðarinnar í samráði við stjórn og
sérgreinafélög L.í. Ennfremur skulu þessir aðilar
fylgjast með þróun framhaldsnáms og reglna um
sérfræðiviðurkenningu í nágrannalöndum. Komi
upp ágreiningur í nefndinni skal skjóta honum
undir úrskurð læknadeildar.«
Auk forstöðumanns viðkomandi kennslugreinar
hverju sinni eru í nefndinni Helgi Valdimarsson,
prófessor, fulltrúi læknadeildar og Viðar
Hjartarson frá Læknafélagi íslands. Varamenn
eru Gunnar Þór Jónsson, prófessor, og Ólafur Þ.
Jónsson. Segja má, að starf nefndarinnar sé enn
að mótast, enda er hún ekki nema rúmlega
ársgömul. Reglugerðin gerir ráð fyrir nánara
samstarfi við sérgreinafélögin en áður var og hafa
nokkur þeirra lagt nefndinni lið, t.d. þegar borist
hafa umsóknir um sérfræðileyfi í öðrum greinum
en þeim, sem taldar eru upp í reglugerð. Af og til
berast fyrirspurnir frá læknum í sérnámi eða
þeim, sem hyggja á sérnám, og reynir nefndin að
svara þeim eftir bestu getu.
ísland er aðili að samningi um sameiginlegan
norrænan vinnumarkað lækna, þar sem kveðið er
á um, að ríkisborgarar samningsríkjanna, sem
fengið hafa leyfi til að kalla sig sérfræðinga í
einhverju ríkjanna, eigi rétt á sama leyfi í hinum
samningsríkjunum, að uppfylltum ákveðnum
skilyrðum. Á liðnu ári hefur komið upp
ágreiningur milli sérfræðinefndar og nokkurra
íslenskra lækna, sem hlotið hafa sérfræðileyfi í
einu samningsríkjanna og sótt um íslenskt leyfi á
grundvelli áðurnefnds samnings, en fengið synjun