Læknablaðið - 15.11.1987, Side 68
412
LÆKNABLAÐIÐ
nefndarinnar á þeirri forsendu, að ekki sé um
jafngilt nám að ræða í greininni í löndunum
tveim. Svipuð ágreiningsmál eru vel þekkt á
hinum Norðurlöndunum og kannski ekki að
undra, þar eð löndin hafa fjarlægst nokkuð hvert
annað m.t.t. fyrirkomulags sérfræðinámsins
síðan 1976 þegar ákvæðin um gagnkvæm
sérfræðiréttindi voru staðfest þar. Til að komast
hjá árekstrum af þessu tagi og einkum þó til að
freista þess að samræma betur sérnámið, er
starfandi nefnd (NKLV) á vegum landlækna
Norðurlandanna og eiga læknafélögin aukaaðild
að henni. Er full ástæða til að hvetja ísland til
virkari þátttöku í störfum nefndarinnar en verið
hefur. Að lokum má geta þess, að samstarfið
innan sérfræðinefndar, svo og við forseta
læknadeildar hefur verið með ágætum og
tvímælalaust hefur bein aðild L.í. að nefndinni
verið breyting til bóta miðað við fyrri skipan
þessara mála.
NEFND TIL AÐ META STARFSEMI
ÍSLENSKRA SJÚKRAHÚSA
Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um veitingu
lækningaleyfis og sérfræðileyfa skal L.í. tilnefna
einn fulltrúa i nefnd til að meta starfsemi
íslenskra sjúkrahúsa. Fulltrúi L.í. í þessari nefnd
er Gunnar Sigurðsson en auk hans eiga sæti í
nefndinni Baldur Fr. Sigfússon, dósent, fulltrúi
læknadeildar Háskóla íslands og jafnframt
formaður nefndarinnar, og Ólafur Örn
Arnarson, yfirlæknir, fulltrúi Landssambands
sjúkrahúsa. Nefndin vinnur nú að
upplýsingasöfnun um sjúkrahúsdeildir þær, sem
óska þess, að nám aðstoðarlækna á viðkomandi
deild verði viðurkennt sem hluti af sérfræðinámi í
viðkomandi sérfræðigrein. Yfirlæknum þeirra
sjúkrahúsdeilda, sem til greina koma, verður sent
bréf, þar sem óskað er eftir greinargerð um
starfsemi deildarinnar. Þessum upplýsingum
verður væntanlega safnað á næstu mánuðum.
ÚTGÁFUMÁL
Læknablaðið og Fréttabréf komu út reglulega á
síðasta ári. Tveir nýir menn tóku sæti í ritstjórn
Læknablaðsins, þeir Sigurður Guðmundsson og
Vilhjálmur Rafnsson.
Mikið efni berst blaðinu og er biðtími greina í
Læknablaðið nú um sex mánuðir. Fjárhagur
útgáfunnar er allgóður, þrátt fyrir að tekjur af
auglýsingum hafi verið nokkru minni síðasta ár
en oft áður. Auglýsingatekjur hafa hins vegar
aukist aftur á þessu ári.
Útgáfa íðorðasafns lækna heldur áfram. Komnir
eru út stafkaflarnir A til E og verður haldið áfram
á sama hátt, uns síðasti bókstafurinn verður
kominn út á árinu 1989. Bendir allt til þess, að
það takist, þar sem nú er verið að byrja að
orðtaka stafkaflann S. I orðanefndina bættist á
árinu Eyjólfur Þ. Haraldsson. Starfsmaður
orðanefndar og ritstjóri íðorðasafnsins er
Magnús Snædal, cand. mag. Starfsmenn
Læknablaðsins eru þau Birna Þórðardóttir og
Jóhannes Tómasson. Hefur þeim verið búinn
góður vinnustaður í húsnæði því, sem áður var
fundarherbergi læknafélaganna. Hefur
útgáfustarfsemin þar með fengið fastan
samastað.
HÓPTRYGGING LÆKNA
Nú eru 168 læknar aðilar að hóptryggingunni, þar
af 129 með alla þrjá þætti tryggingarinnar.
Bótafjárhæðir og iðgjöld eru nú þessi:
Bætur (kr.) Ársiðgiald (kr.)
Líftrygging 3.200.000 22.300
örorkutrygging 3.600.000 18.300
V eikindatrygging 95.900 á mánuði (9 mánaða biðtími) 14.800
Veikindatrygging 95.900 á mánuði (1 mánaðar biðtími) 24.300
Hægt er að vera aðili að einum eða fleiri þáttum
tryggingarinnar. Líftryggingabætur lækka um
4% fyrir hvert ár umfram 50. Tryggingaraðild
lýkur við 65 ára aldur.
LÍFEYRISSJÓÐUR LÆKNA
Á árinu 1986 voru veitt 128 lán úr sjóðnum að
fjárhæð samtals kr. 48.615.000. Hafa
lánveitingar ekki verið svo fáar í mörg ár.
Vísitölutryggð verðbréf voru keypt af ríkissjóði
fyrir 37.000.000 og önnur skuldabréf voru keypt
fyrir 55.000.000. Iðgjöld sjóðfélaga voru um
70.000.000, sem er u.þ.b. 49% hækkun frá árinu
áður. Makalífeyrir var greiddur 12 ekkjum og
ekklum, en barnalífeyrir með 8 börnum.
Ellilífeyris nutu 7 læknar og 1 örorkulífeyris. Á
árinu 1986 voru hámarkslán á bilinu 300-700
þúsund kr., sem er óbreytt frá fyrra ári. Lánin eru
til 15 ára, bundin lánskjaravísitölu og með 6-7%
ársvöxtum.