Læknablaðið - 15.12.1987, Side 18
428
LÆKNABLAÐIÐ
Er áætlað að alkóhól sé orsök háþrýstings í allt að
10% tilfella í þeim löndum þar sem alkóhólneysla
er mest og því algengasta tegund af
»læknanlegum háþrýstingi.«
Ekki er vitað með hvaða hætti alkóhól veldur
hækkuðum blóðþrýstingi.
Meðferð án lyfja. Af framangreindu sést að ná
má nokkrum árangri í meðferð háþrýstings án
lyfja og er tímabært að nýta sér þetta.
Rétt er að ráðleggja öllum sem hafa háþrýsting
(essential hypertension) eftirfarandi:
1. Megrast ef um offitu er að ræða með því að
daga úr heildar hitaeininganeyslunni.
2. Takmarka neyslu á matarsalti.
3. Draga úr neyslu á mettaðri fitu.
4. Nota áfenga drykki í hófi.
5. Stunda líkamsrækt (göngu, skokk, sund).
6. Vinna gegn streitu.
Læknir sjúklings verður að gefa sér góðan tíma til
að útskýra gildi og framkvæmd fyrrgreindra
atriða.
Sé um vægan háþrýsting að ræða eru engin lyf
gefin fyrstu fjórar til átta vikurnar, en
blóðþrýstingur mældur á tveggja vikna fresti.
Kemur þá i ljós hvort meðferð án lyfja reynist
fullnægjandi.
Búast má við verulegri lækkun á blóðþrýstingi hjá
40 til 50% þeirra sem fylgja vel framangreindum
lífsreglum og nokkrum árangri hjá 10 til 20%
allra þeirra sem hafa dýastólu 90 til 104 mmHg.
Fylgjast þarf reglulega með blóðþrýstingi, jafnt
hjá þeim sem ekki nota lyf og hinum, á þriggja til
fjögurra mánaða fresti, því að búast má við að
blóðþrýstingur hækki aftur í sumum tilfellum.
Ætla má að þeir sem þurfa á lyfjameðferð að
halda komist af með minni skammt takist þeim að
halda framangreindar reglur. Draga þarf úr
lyfjaskömmtum hjá þeim sem svara vel meðferð
og láta smátt og smátt á það reyna hvort
blóðþrýstingur helst eðlilegur.
Snorri Páll Sorrason
HEIMILDIR
1. MacMahon SW et al. Obesity, alcohol consumption
and blood pressure in Australian men and women:
The National Heart Foundation of Australia Risk
Factor Prevalence Study. J Hypertension 1984; 2:
85-91.
2. McGregor GA. Dietary sodium and potassium
intake and blood pressure. Lancet 1983; 1: 750-2.
3. Kaplan NM. Theraphy for Mild Hypertension.
Toward a more balanced view. JAMA 1983; 249:
365-7.